Hoppa yfir valmynd
29. september 2014 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Maríanna Bergsteinsdóttir - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

Undirrituð bendir á að mál þau sem fjallað er um í skýrslunni sem Stjórnarskrárnefnd 2013 lagði fram í júní á þessu ári hefur fengið málefnalega og ítarlega meðferð hjá íslensku þjóðarinni. Með skipan Stjórnarskrárnefndarinnar 2013 gerðu stjórnvöld tilraun til að hunsa vilja þjóðarinnar sem fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október, 2012. Þá samþykktu 67 % þeirra sem afstöðu tóku að tillaga að nýrri stjórnarskrá, sem Stjórnlagaráð lagði fram, skuli lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 

Ég krefst þess að nefndin ljúki starfi sínu tafarlaust með því að gera tillögu til Alþingis um að það samþykki frumvarp til nýrrar stjórnarskrár sem íslenskir kjósendur hafa efnislega þegar samþykkt og lagt var fram á Alþingi vorið 2013.

Kær kveðja 
Maríanna Bergsteinsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum