Hoppa yfir valmynd
01. september 2015 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Haukur Arnþórsson - Tillaga um breytingu á málskotsrétti

Meðfylgjandi er grein sem ég birti í Mbl. 1. sept. 2015. Þar kemur fram tillaga um að málskotsrétturinn verði í svipuðu horfi og í Danmörku, en það kerfi hefur reynst vel þar.

Það að færa málskotsrétt út í samfélagið skapar væntanlega uppnám í stjórnmálunum ef mál fara þá leið, sem ekki er ljóst hvernig unnið verður úr - af því að pólitískur vilji þarf pólitíska forystu í þinginu til þess að framkvæmast.

Ég minni á að ég er í hópi þeirra fræðimanna sem hafa hvað mest tjáð sig um stjórnarskrármál á síðustu árum, bæði um það hvaða áhrif netið og upplýsingatæknin hefur (en við sjáum nú í nýjum skoðanakönnunum að hún gæti breytt stjórnmálunum og viðhorfum okkar verulega) og um önnur mál, einkum kosningamál, kjördæmaskipan og málskotsréttinn og þjóðaratkvæðagreiðslur. Og reikna með að ég fái tækifæri til þess að kynna ykkur sjónarmið mín.

Með betu kveðju, Haukur Arnþórsson

Grein eftir Hauk Arnþórsson sem birt var í Morgunblaðinu 1. sept. 2015

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum