Hoppa yfir valmynd
Fundargerðir stjórnarskrárnefndar 2013-2017

36. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Vinna við fyrirliggjandi textadrög
  3. Önnur mál

Fundargerð

36. fundur – haldinn mánudaginn 28. september 2015, kl. 14.00, í Safnahúsinu, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, og Valgerður Bjarnadóttir. Róbert Marshall, sem tilnefndur hefur verið til setu í nefndinni af hálfu Bjartrar framtíðar, og Valgerður Gunnarsdóttir höfðu boðað forföll.

Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis og ritari nefndarinnar.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 35. fundar, sem haldinn var mánudaginn 21. september 2015, var samþykkt án athugasemda.

2. Vinna við fyrirliggjandi textadrög

Farið var yfir fyrirliggjandi textadrög og rætt um þau atriði sem enn er skoðanamunur um. Formaður mun stýra úrvinnslu á þeim athugasemdum sem fram komu, eftir atvikum í samvinnu við sérfræðingahópa, og leita málamiðlunar.

3. Önnur mál

Nefndinni hefur borist erindi frá umboðsmanni barna þar sem vakin er athygli á verkefninu „Stjórnlög unga fólksins“. Hefti um það efni afhent nefndarmönnum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.33.

SG ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira