Hoppa yfir valmynd
09. mars 2016 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Árný Elínborg Ásgeirsdóttir - Ákvæðin þrjú

Athugasemd mín, Árnýjar Elínborgar Ásgeirsdóttur, við tillögur stjórnarskrárnefndar:

  1. Ég sé ekki nægileg rök fyrir því að þessi nefnd sé hæfari til þess að hanna sáttmála þennan heldur enþjóðin, risastórt úrtak þjóðfundar og stjórnlagaráð sem sérstaklega var kosið af þjóðinni.
  2. Formaður stjórnarskrárnefndar gat ekki bent á fordæmifyrir sérstöku ákvæði um eignarréttinn sem látiðer fylgja ákvæði um almannarétt. Það sýnir að það atriði hefur alls ekki verið skoðað nægilega, hanngat ekki einu sinni nefnt fordæmi fyrir því í öðrum löndum.
  3. Formaður nefndar um þessar tillögur virtist ekki vera jafn vel að sér og til dæmis Katrín Oddsdóttir.Þessi maður er hvorki leiðtogaefni né með næga þekkingu.
  4. Stjórnarskrá er sáttmáli þjóðar. Stór hluti þjóðar álítur sig svikinn af vinnu þessarar nefndar. Þjóðin kausá sínum tíma eftir mjög opið ferli. Sjórnarskrá upp úr slíku opnu ferli er líklegri til að ná sátt.
  5. Kosning um tillögur stjórnlagaráðs var dæmd ógild af tæknilegum orsökum. En þjóðin tók þátt í kosningunumog sýndi vinnu stjórnlagaráðs stuðning. Þjóðin á skilið að fá að kjósa um þær tillögur aftur. Ef það á að breyta einhverju væri rétt að fara að góðu fordæmi og halda þjóðfund um þær breytingar. Síðan að kalla saman stjórnlagaráð til að kjósa um þær. En allar breytingar ættu að vera á þáverandi stjórnlagaráði sem er eina mögulega nefndin sem þjóðin treystir til breytinga.
  6. Það er ekki hægt að krefjast trausts. Þessi nefnd nýtur ekki nægilegs trausts ril að skapa sátt um þessa stjórnarskrá. Nauðsynlegasta atriðið á bak við stjórnarskrá er að þegnarnir styðji hana.
  7. Ég hafna öllum tillögum þessarar nefndar. Vinnubrögð og tilurð reysir ekki nógu sterkan grunn að þessu mikilvæga plaggi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum