Hoppa yfir valmynd
09. mars 2016 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Halldóra Thoroddsen - Náttúruauðlindir, umhverfis- og náttúruvernd

Hér eru athugasemdir undirritaðrar við frumvarpstexta stjórnarskrárnefndar.  

Umhverfisvernd:
Ég hef áhyggjur af því hvort raunverulega sé verið að tryggja almannarétt til frjálsrar farar um landið. 

Auðlindaákvæði:
Mér finnst nauðsynlegt að þjóðareignir séu skilgreindar í frumvarpstexta svo að ljóst sé að enginn geti fengið varanleg yfirráð yfir þjóðareignum.

Ákvæði í stjórnarskrá verður að vera skýrt og má ekki stuðla að deilum. Hvað þýðir ákvæðið: „[a]ð jafnaði skal taka eðlilegt gjald fyrir heimildir til nýtingar auðlinda“ mun það festa gjafakvótann í sessi eða ekki?

Virðingarfyllst, Halldóra Thoroddsen

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum