Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.13. Opinberar upplýsingar á sviði byggðamála

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    

 Sigríður Elín Þórðardóttir, Byggðastofnun - [email protected]

Fréttir

27.01.22 Byggðastofnun safnar og miðlar upplýsingum um atvinnu- og byggðaþróun. Upplýsingarnar eru birtar í skýrslum og með myndrænum hætti á mælaborðum á vef stofnunarinnar. Þar má m.a. sjá íbúaþróun, þróun atvinnutekna frá 2012-2020, fasteignamat og fasteignagjöld árið 2021 á 96 matssvæðum, orkukostnað heimila frá 2014-2020 og kortamælaborð sem sýnir sveitarfélagaskipanina frá 1876. Þá var sett upp mælaborð sem sýnir fjölda stöðugilda og staðsetningu ríkisstarfa eftir landshlutum, sveitar-félögum og málaflokkum ráðuneyta. Birtar voru rannsóknarskýrslur um búferlaflutninga og byggðafestu. Þá var unnið yfirlit um húsnæði og aðstöðu sem stendur til boða fyrir störf óháð staðsetningu, kort af vinnu- og skólasóknarsvæðum voru uppfærð og unnin var skýrsla um vinnu- og skólasóknarsvæði og almenningssamgöngur.

18.12.20 Byggðastofnun leggur áherslu á að gera opinberar upplýsingar á sviði byggðamála aðgengilegar. Dæmi um það frá árinu 2020 er að sett var upp Gagnatorg á vef stofnunarinnar. Þar má m.a. sjá íbúaþróun og aðrar upplýsingar settar fram með myndrænum hætti. Vefviðmót mannfjöldaþróunar og framtíðarspá til 2067 uppfærð. Úrvinnslu gagna um rannsókn um ástæður búferlaflutninga. Skýrslur um orkukostnað, fasteignamat og fasteignagjöld, fjölda og staðsetningu ríkisstarfa og mat á áhrifum heimsfaraldursins á sveitarfélög þar sem ferðaþjónusta er mikilvæg stoð. Yfirlit um húsnæði og aðstöðu sem stendur til boða fyrir störf án staðsetningar. Unnið með Hagstofu Íslands við að skilgreina smásvæði fyrir manntalið 2021, skilgreind voru 206 hagskýrslusvæði.

29.11.19 Verkefnið er í vinnslu. Unnar upplýsingar um aðgengi íbúa að heilbrigðis­þjónustu, skólum og dagvöruverslun. Unnin spá um íbúaþróun einstakra sveitarfélaga og svæða til 2067. Unnar kannanir á þjónustusókn í einstökum landshlutum. Unnið er að stórri rannsókn á búferla­flutningum. Niðurstöður fyrstu rannsóknar birtar. Unnið með Hagstofu að skilgreiningu smásvæða til hagskýrslugerðar. Unnin skýrsla um hagvöxt landshluta 2017 og atvinnutekjur eftir atvinnugreinum og svæðum 2018. Unnin skýrsla um fjölda og staðsetningu ríkisstarfa.

Verkefnið 

Markmið: Að þekkingargrunnur stefnumótunar og framkvæmdar á sviði byggðamála verði styrktur.
 
Stutt lýsing: Aflað verði nýrrar þekkingar á sviði byggðamála í samstarfi við opinberar stofn¬anir, m.a. með rannsóknum og uppbyggingu tölfræðilegra gagnagrunna þar sem upplýsingar um þætti á borð við íbúaþróun, kyn, atvinnuþátttöku, tekjur, menntun og af¬komu atvinnugreina verði aðgengilegar og samhæfðar alþjóðlegum gagnagrunnum. Tölfræðilegir mælikvarðar sem byggjast á upplýsingum um landfræðilega legu, lýðfræðilega þætti og efnahagslegar og félagslegar aðstæður verði notaðir til að leggja mat á stöðu svæða. Þannig verði til nokkurs konar byggðavísitala sveitarfélaga sem gefin verði út reglu¬lega og geti nýst sem árangursmælikvarði og við mat á sértækum byggðaaðgerðum. Upplýsingar um byggðaþróun og þróun borgarsvæða verði aðgengilegar og samanburðarhæfar við upplýsingar annars staðar á Norðurlöndum.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Háskólar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Skipulagsstofnun, Hagstofan, Skatturinn, Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 11 og 17, einkum undirmarkmið 11.a, 17.13 og 17.17.
  • Tillaga að fjármögnun: 125 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum