Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.04. Borgarstefna

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Júní 2024  Tillögur starfshóps um mótun borgarstefnu

Janúar 2024  Ráðherraskipaður starfshópur um mótun borgarstefnu hóf störf í desember 2022 og fundaði reglulega árið 2023. Hópurinn er skipaður fulltrúum ráðherra, Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar og landshlutasamtaka sveitarfélaga á báðum svæðum og hefur það hlutverk að móta stefnur sem skilgreini hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar og Akureyrar sem svæðisborgar. Lögð hefur verið áhersla á samráð og samhæfingu við aðrar stefnur og áætlanir ríkis og sveitarfélaga, sem og að kortleggja áskoranir og tækifæri á hvoru svæði. Áætlað er að drög að borgarstefnu verði sett fram í samráðsgátt í byrjun árs 2024, boðað til kynningarfunda í kjölfarið og að starfshópurinn skili endanlegri tillögu til ráðherra að loknu samráði og úrvinnslu.

14. desember 2022  Starfshópurinn kemur saman til fyrsta fundar, sjá frétt: Ó borg, mín borg, ... 

27. október 2022 Ráðherra skipar starfshóp um mótun borgarstefnu.

Tengiliður    

Jóhanna Sigurjónsdóttir, innviðaráðuneytinu - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að stærstu þéttbýlissvæðin verði efld og samkeppnishæfni þeirra og hlutverk í byggðaþróun landsins styrkt.

Stutt lýsing: Með hliðsjón af vinnu starfshóps um mótun höfuðborgarstefnu og starfshóps um svæðisbundið hlutverk Akureyrar verði mótaðar stefnur sem annars vegar skilgreini hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar og stuðli að aukinni alþjóðlegri samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins og hins vegar hlutverk og uppbyggingu Akureyrar sem svæðisborgar sem geti boðið upp á aukna fjölbreytni í þjónustu, menningu og atvinnu¬tækifærum. Í vinnunni verði viðmið OECD um mótun og inntak borgarstefnu lögð til grundvallar eftir því sem við á.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Innviðaráðuneyti, Reykjavíkurborg, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Ráðuneyti, Byggðastofnun, Skipulagsstofnun og ýmsir haghafar. 
  • Tímabil: 2022–2023.
  • Tillaga að fjármögnun: 4 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Sveitarstjórnir og byggðamál
Sveitarfélög
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta