Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.12. Uppsetning og rekstur matvælakjarna

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    

Guðmundur B. Ingvarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu - [email protected]

Fréttir 

10.02.23 Matvælakjarni á Vopnafirði

Verkefnið 

Markmið: Að nýsköpun og vöruþróun heima í héraði verði styrkt og stutt við matarfrumkvöðla með bættri og útbreiddari aðstöðu.

Stutt lýsing: Komið verði á fót matvælakjörnum (matarsmiðjum/tilraunaeldhúsum) víðar um landið en nú er. Matvælakjarni sé vottað vinnslurými þar sem frumkvöðlar og smá¬framleiðendur hafi aðgang að aðstöðu til að framleiða og þróa vörur. Samhliða verði kom¬ið á fót stöðu matvælafulltrúa sem hafi það hlutverk að sjá um rekstur matvælakjarnans og hafa yfirsýn yfir matvælaframleiðslu á viðkomandi svæði. Hann verði tengiliður á milli frumframleiðenda, annarra matvælaframleiðenda, ferðaþjónustuaðila og veitingamanna á svæðinu. Með aðgerðinni verði neysla afurða úr nærsamfélaginu aukin, vöru¬þróun styrkt og matarfrumkvöðlum og smáframleiðendum verði auðveldað að þróa hugmyndir sínar til nýsköpunar og nýtingar hráefnis úr héraði.

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið.
  • Framkvæmdaraðili: Landshlutasamtök sveitarfélaga.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, matvælaráðuneyti, Matís ohf., Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélög og matar- og vörusmiðjur í landinu.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Matarauðlindin Ísland, matvælastefna Íslands til árs¬ins 2030, nýsköpunarstefna, klasastefna, tillögur starfshóps um aðgerðir gegn matarsóun.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 2, 8, 9 og 12, einkum undirmarkmið 2.4, 8.2, 8.4, 8.9, 9.1, 9.3, 9.4, 12.2 og 12.3.
  • Tillaga að fjármögnun: 20 millj. kr. úr byggðaáætlun.

Atvinnuvegir
Umhverfi og náttúruvernd
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum