Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.12. Jafnræði til náms

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður

Guðni Geir Einarsson, innviðaráðuneytinu - [email protected] 

Verkefnið

Markmið: Að aðgengi verði aukið að kennurum með sérþekkingu í tilteknum fag¬greinum og á tilteknum námssviðum á grunn- og framhaldsskólastigi.

Stutt lýsing: Nemendur hafi aðgengi að sérfræðiþekkingu kennara með sérhæfingu í tilteknum faggreinum eða á tilteknum námssviðum, kennslu og kennsluráðgjöf, m.a. stafrænt, svo að jafnræði þeirra til náms óháð landfræðilegri staðsetningu verði tryggt eins og kostur er. Mönnun í tilteknum faggreinum og á tilteknum námssviðum í grunn- og framhaldsskólum verði kortlögð og þörf fyrir rafræna kennslu og kennsluráðgjöf metin.

  • Ábyrgð: Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Framkvæmdaraðili: Menntamálastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa
  • Dæmi um samstarfsaðila: Háskólar, fagfélög skólastjórnenda og kennara og fyrirtæki í stafrænni þróun tæknilausna á sviði velferðar- og menntamála. 
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Menntastefna, þingsályktun um barnvænt Ísland.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 4, einkum undirmarkmið 4.1, 4.3, 4.4, 4.5 og 4.7.
  • Tillaga að fjármögnun: Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sveitarstjórnir og byggðamál
Menntamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum