Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.10. Almenningssamgöngur milli byggða

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður

Árni Freyr Stefánsson, innviðaráðuneytinu - [email protected]
Sigríður Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun - [email protected] 

Fréttir

01.06.23 Aðeins barst ein umsókn um styrk og staðfesti innviðaráðherra tillögu valnefndar um að veita Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi tæplega 13 m.kr. styrk vegna verkefnisins Samþætting almenningssamgangna og skólaaksturs í Dalabyggð. Markmiðið er bætt þjónusta og betri nýting í rekstri þjónustunnar.

21.03.23 Opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

27.01.22 Fyrsta heildarstefna í almenningssamgöngum milli byggða, Ferðumst saman, var samþykkt sem hluti af samgönguáætlun haustið 2019. Auglýst var eftir umsóknum 2020 og 2021. Samtals hefur verið úthlutað 83,3 m.kr. til 18 verkefna sem styðja við þróun almennings-samgangna, einkum út frá byggðalegum sjónarmiðum.

05.10.21 Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað 36 milljónum.

16.08.21 Opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna.

18.09.20 Ellefu verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað 32,5 milljónir

16.06.20 Opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna.

29.11.19 Vegagerðin mun endurskoða leiðakerfið með samræmdum hætti fyrir land allt árið 2020. Í skoðun er hvernig fjármagn af byggðalið nýtist best til að bæta þjónustu og styrkja byggðir. Heildarstefna í almenningssamgöngum milli byggða liggur fyrir og fer sem fylgiskjal samgönguáætlunar fyrir Alþingi. 

14.02.19 Stefna mótuð um almenningssamgöngur fyrir allt landið 

Verkefnið 

Markmið: Að stutt verði við áframhaldandi þróun almenningssamgangna milli byggða, m.a. til að tengja ýmsa sérakstursþjónustu við almenningssamgöngur.
 
Stutt lýsing: Haldið verði áfram að greina kerfi almenningssamgangna og þróa nýjar lausnir. Skoðað verði hvort þörf sé á að leggja til breytingar á gildandi laga- og reglugerðaumhverfi til að almenningssamgöngur nýtist fólkinu í landinu sem best og þannig staðinn vörður um hinar dreifðu byggðir þar sem alla jafna er erfiðast að reka reglubundnar almenningssamgöngur. Til að tryggja og styrkja lágmarksþjónustu í dreifðustu byggðunum verði hugmyndir um samflutning farms og farþega og deiliakstur sérstaklega skoðaðar.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Vegagerðin, landshlutasamtök sveitarfélaga, sveitarfélög, ráðgjafar, háskólar og fyrirtæki.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Samgönguáætlun, Ferðumst saman – heildarstefna í almenningssamgöngum milli byggða.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 9 og 11, einkum undir¬markmið 9.1 og 11.2.
  • Tillaga að fjármögnun: 65 millj. kr. úr byggðaáætlun.

Samgöngur og fjarskipti
Umhverfi og náttúruvernd
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum