Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.14. Virk þátttaka í alþjóðlegu samstarfi

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður   

Sigríður Elín Þórðardóttir, Byggðastofnun - [email protected] 

Verkefnið 

Markmið: Að þekkingargrundvöllur stefnumótunar og framkvæmdar á sviði byggðamála verði styrktur með aðgengi að alþjóðlegum straumum og stefnum á því sviði.

Stutt lýsing: Virk þátttaka verði í alþjóðlegu samstarfi, svo sem undir merkjum Nora, Nordregio, Norðurslóðaáætlunar, ESPON og OECD, og þekkingar- og hugmyndafræðilegur grundvöllur byggðaaðgerða þannig styrktur og efldur.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Innviðaráðuneytið og Byggðastofnun.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Háskólar, aðrar þekkingar- og rannsóknarstofnanir, lands¬hluta¬samtök sveitarfélaga, sveitarfélög og atvinnulífið. 
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 11 og 17, einkum undirmarkmið 11.a, 17.13, 17.14, 17.16 og 17.17.
  • Tillaga að fjármögnun: 410 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Innviðaráðuneytið
Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum