Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.11. Bætt landnotkun sveitarfélaga

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    

Salome Hallfreðsdóttir, matvælaráðuneytinu - [email protected]

Fréttir

26.08.22 Matvælaráðherra gefur út fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt 

Matvælaráðherra hefur gefið út fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaáætlunar.

Verkefnið 

Markmið: Að binding kolefnis verði aukin og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi með breyttri landnotkun.

 Stutt lýsing: Greind verði tækifæri sem felast í breyttri landnotkun innan sveitarfélaga í þágu loftslagsmála með aukinni kolefnisbindingu í skógrækt og endurheimt vistkerfa, samdrætti í losun frá landi, svo sem þurrkuðu votlendi eða rofnu landi, eða breyttri landnýtingu. Unnin verði tækifærisgreining sem geti orðið grunnur stefnumörkunar í aðalskipulagi.

  • Ábyrgð: Matvælaráðuneytið.
  • Framkvæmdaraðili: Sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Skógræktin, Landgræðslan, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, landsáætlun í skógrækt 2021–2031 (í vinnslu, mars 2022) og landgræðsluáætlun 2021–2031 (í vinnslu, mars 2022) og landsskipulagsstefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 6, 11, 13 og 15, einkum undirmarkmið 6.6, 11.3, 13.2, 15.1 og 15.2.
  • Tillaga að fjármögnun: 25 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Sveitarstjórnir og byggðamál
Atvinnuvegir
Landbúnaður
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum