Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.16. Nýting menningarminja

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Sædís Gunnarsdóttir, Minjastofnun.
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 Byggðarlög sem taka þátt í Brothættum byggðum eru í forgangi. Á Bakkafirði og í Árneshreppi er vettvangsvinnu lokið. Minjastofnun vinnur að skýrslu um skráningu í Árneshreppi og í kjölfarið verður unnt að styðja við heimamenn varðandi tillögur um nýtingu menningarminja. Vettvangsvinnu er einnig lokið við Hólsstíg í Norður-þingi, þar sem menningarminjar við gamla þjóðleið voru skráðar og er skýrsla um um það á lokametrunum. Þá eru viðræður í gangi í Grímsey og Strandabyggð.

18.12.20 Byggðarlög sem taka þátt í Brothættum byggðum áfram í forgangi. Á Bakkafirði og í Árneshreppi er vettvangsvinnu lokið. Næstu skref er að styðja við heimamenn varðandi tillögur sem fram hafa komið hjá þeim. Verkefnið var kynnt á íbúafundi í Öxarfjarðarhreppi í nóvember 2020. 1-2 verkefni líkleg til að fara af stað.

29.11.19 Byggðalög sem taka þátt í Brothættum byggðum verða í forgangi. Lokið er frumkönnun á heimildum um fornleifar og fornleifarannsóknir á þeim svæðum. 

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að nýta menningarminjar til stuðnings byggðaþróun á svæðum sem standa höllum fæti í byggðalegu tilliti. 

Leitast verði við að fá heildarsýn yfir minjaarfinn til að greina nýtingarmöguleika og sóknartækifærin sem í honum felast. Menningarminjar (fornleifar, mannvirki og hús) verði kortlagðar á tilteknum svæðum og þau gögn notuð sem forsenda fyrir hönnun verkefna. Minjastofnun aðstoði byggðarlögin við að leita fjármagns fyrir þau verkefni sem sett verða í gang í kjölfarið, svo sem með því að benda á viðeigandi sjóði, styðja umsóknir og veita faglega ráðgjöf. Árangur af verkefninu verði mældur með fjölda kortlagninga og verkefna. 

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Minjastofnun Íslands. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Byggðastofnun, sveitarfélög, markaðsstofur, ferðaþjónustuaðilar og Þjóðminjasafn Íslands. 
  • Tímabil: 2019–2024. 
  • Tillaga að fjármögnun: 16,5 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Menningarmál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum