Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.10. Jöfnun á aðstöðumun á millilandaflugvöllum

Aðgerðinni er lokið

Tengiliður    Hanna Dóra Hólm Másdóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

Niðurstöður: Aðgerð telst lokið. Tillögum hefur verið skilað til ráðuneytisins og hafa þær verið gaumgæfðar ásamt áliti Isiavia á aðgerðatillögum. Áfram verður unnið að því að koma á reglubundnu millilandaflugi til Akureyrar í gegnum mótun Flugstefnu og með aðkomu Flugþróunarsjóðs.

02.02.20 Isavia skilar áliti sínu á aðgerðatillögum.

29.11.19 Stjórn flutningsjöfnunarsjóðs olívara skilaði tillögum til ráðherra í janúar 2019 sem eru til umsagnar hjá Isavia. 

19.12.18 Stjórn flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara leitaði aðstoðar Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors við Háskólann á Akureyri, við undirbúning tillagna um verðjöfnun á flugvélaeldsneyti. Skýrsla með tillögum afhent 19. desember 2018.

Jöfnun á flugsteinolíuverði á alþjóðaflugvöllum á Íslandi. Hugsanlegar útfærslur.

12.09.18 Ráðuneytið óskar eftir því að stjórn flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara vinni að framkvæmd aðgerðarinnar.

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að jafna aðstöðumun til þjónustu á millilandaflugvöllum landsins. 

Skipaður verði starfshópur til þess að vinna tillögu um verðjöfnun á flugvélaeldsneyti á millilandaflugvöllum landsins. Stefnt verði að því að hópurinn skili tillögum fyrir árslok 2018. 

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Innviðaráðuneyti. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Olíufélögin, Isavia og Flugþróunarsjóður Íslands. 
  • Tímabil: 2018. 
  • Tillaga að fjármögnun: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Samgöngur og fjarskipti
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum