Hoppa yfir valmynd

Stök aðgerð

A.04. Velferðarnet

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Febrúar 2025  Árið 2024 hófst vinna á Vesturlandi sem snýr að því að þróa og innleiða samþætta heimaþjónustu sveitarfélaganna níu og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og ráðinn verður verkefnastjóri. Markmiðið er m.a. að auka skilvirkni, styrkja svæðisbundna stefnumótun og auka aðgengi að einstaklingsmiðaðri og heildstæðri þjónustu, óháð búsetu. Verkefninu er ætlað að jafna aðstöðumun íbúa og stuðla að félagslegu réttlæti. Tilgangurinn er að bæta lífsgæði íbúa, sérstaklega aldraðra og fólks með sértækar þjónustuþarfir. Árið 2024 var einnig áfram unnið að verkefninu Velferðarnet Suðurnesja þar sem unnið er að heildrænni velferðarþjónustu á Suðurnesjum með því markmiði að styrkja og auka nýsköpun á grundvelli sjálfbærni í þjónustu við íbúa á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála hjá opinberum stofnunum á svæðinu. 

Janúar 2024  Árin 2022-2023 var áfram unnið að Velferðarneti Suðurnesja, sem gengur út á að efla og samhæfa velferðarþjónustu. Á árinu 2023 hófst verkefni Í Fjallabyggð, Hátindur 60+, sem snýr að innleiðingu tækni í heilbrigðis- og velferðarþjónustu fyrir 60 ára og eldri íbúa. Sambærilegt verkefni er í undirbúningi á Ísafirði.

Tengiliður

Ásta Kristín Benediktsdóttir, félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu - [email protected] 

Aðgerðin

Markmið: Að heildstæð þjónusta á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála verði styrkt og aukin og ávinningur notenda af þjónustu ríkis og sveitarfélaga þannig aukinn.

Stutt lýsing: Haldið verði áfram með þróun tilraunaverkefna í þverfaglegum landshlutateymum/velferðarnetum sem sinni samhæfingu, ráðgjöf, gæðamálum og fleiru á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála í anda laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Sett verði á laggirnar velferðarnet sem myndi heildstæða og samræmda þjónustukeðju sveitarfélaga og ríkis á umræddum sviðum. Byggð verði upp kunnátta til að veita starfsfólki sveitarfélaga, notendum og foreldrum sérhæfða stað- og fjarbundna ráðgjöf sem miði m.a. að því að beita fyrirbyggjandi stuðningi og ráðgjöf fyrr. Unnið verði að verkefnum sem miði að því að styðja notendur og fjölskyldur þeirra í dreifðum byggðum til sjálfshjálpar þar sem ekki er greiður aðgangur að sérfræðingum. Áhersla verði lögð á þróun stafrænna lausna á sviði velferðartækni. Árangur aðgerðarinnar verði m.a. mældur í fjölda velferðarstofa.

  • Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti og mennta- og barnamálaráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Stofnanir ríkis og sveitarfélaga á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála á viðkomandi svæði.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Ráðuneyti, landshlutasamtök sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, almannaheillasamtök og fyrirtæki í stafrænni þróun tæknilausna á sviði velferðar- og menntamála.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Menntastefna, heilbrigðisstefna, nýsköpunarstefna, stefna í nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu, þingsályktun um barnvænt Ísland.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 1, 3, 4 og 16, einkum undirmarkmið 1.3, 3.5, 3.8, 4.a og 16.1.
  • Tillaga að fjármögnun: 25 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Félags- og fjölskyldumál
Líf og heilsa
Menntamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta