Hoppa yfir valmynd

Stök aðgerð

B.04. Stafrænt forskot

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Febrúar 2025  Námskeiðið Stafrænt forskot hefur ekki verið haldið síðan Nýsköpunarmiðstöð var lögð niður. Í ljósi tæknibreytinga ákvað HVIN að setja fókus á að vinna aðgerðaráætlun um gervigreind. Þar er m.a. unnið að því að búa til vefsíðu sem verður miðlægur vettvangur um málefni gervigreindar á Íslandi með það að markmiði að hraða ábyrgri upptöku gervigreindar hjá fyrirtækjum og samfélaginu almennt. Vettvangurinn mun innihalda leiðbeiningar um hvernig fyrirtæki og stofnaðir geta nýtt sér gervigreind, dæmi um vel heppnaðar gervigreindarinnleiðingar auk leiðbeininga um fyrirhugaða löggjöf um gervigreind. 

Janúar 2024  Viðræður eru í gangi við einkaaðila um framkvæmd aðgerðarinnar. Stefnt er að undirritun samnings í byrjun árs 2024.

Tengiliður  

Lóa Auðunsdóttir, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðuneyti - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að fyrirtæki nýti stafræna tækni til vaxtar og viðnámsþróttar í ört breytilegu viðskiptaumhverfi.

Stutt lýsing: Fyrirtæki verði hvött til að hagnýta stafræna tækni til að auka samkeppnishæfni og nýbreytni í rekstri. Jafnframt verði þau hvött til að nýta stafrænar lausnir til að sækja fram á sviði nýsköpunar og vöruþróunar. Boðið verði upp á aðgang að fræðslu og fyrirlestrum sérfræðinga um nýtingu stafrænnar tækni, svo sem sjálfvirknivæðingu, bálkakeðjutækni, sýndarveruleika og gervigreind, við daglegan rekstur og nýsköpun. Árangur af aðgerðinni verði m.a. mældur í fjölda fyrirtækja sem taka þátt.

  •  Ábyrgð: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
  •  Framkvæmdaraðili: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og Samtök verslunar og þjónustu.
  •  Dæmi um samstarfsaðila: Háskólinn á Bifröst, Samtök verslunar og þjónustu, landshlutasamtök sveitarfélaga, áfangastaðastofur og símenntunarmiðstöðvar. 
  •  Tímabil: 2022–2024.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Nýsköpunarstefna, klasastefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8 og 9, einkum undirmarkmið 8.3, 9.4 og 9.5.
  •  Tillaga að fjármögnun: 12 millj. kr. af byggðaáætlun

Vísindi nýsköpun og rannsóknir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta