C.13. Opinberar upplýsingar á sviði byggðamála
Aðgerðin er í vinnslu | |
---|---|
Fréttir af aðgerðinni
Febrúar 2025 Tölulegar upplýsingar á sviði byggðamála eru birtar í mælaborðum Byggðastofnunar og er ætlað að gefa einfalt og myndrænt yfirlit yfir ýmis byggðatengd gögn s.s. um íbúaþróun, orkukostnað, fasteignagjöld heimila, fjölda stöðugilda á vegum ríkisins, tekjur einstaklinga eftir svæðum og breytingar á íbúafjölda sveitarfélaga og landshluta. Gerð voru kynningarmyndbönd um mælaborðin sem sýna notkunarmöguleika þeirra. Upplýsingar um húsnæði fyrir óstaðbundin störf eru aðgengilegar á Þjónustukorti Byggðastofnunar. Kortið, sem er uppfært reglulega, sýnir aðgengi landsmanna að allri almennri þjónustu hins opinbera og einkaaðila og er ætlað að bæta yfirsýn og skapa grundvöll fyrir aðgerðir sem tryggja íbúum þjónustu og jafna kostnað. Árið 2024 var safnað gögnum um þjónustusókn íbúa á landsbyggð-inni, kannað hverjar væntingar þeirra eru til breytinga á framboði þjónustu og hversu ánægðir þeir eru með þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Niðurstöður verða birtar í skýrslu og mælaborði. Árið 2024 var gefin út stöðu-greining landshluta sem lýsir stöðu helstu þátta er lúta að lífsgæðum og aðstæðum til búsetu.
Janúar 2024 Byggðastofnun safnar og miðlar byggðatengdum upplýsingum og birtir í skýrslum og með myndrænum hætti á mælaborðum. Á myndrænum stillanlegum mælaborðum má m.a. sjá niðurstöður íbúakönnunar, kortamælaborð sem sýnir t.d. margskonar lýðfræði sveitarfélaga og byggðakjarna frá 1998-2023, þróun atvinnutekna frá 2012-2022, orkukostnað heimila frá 2014-2022, fasteignamat og fasteignagjöld á 103 matssvæðum 2021-2023 og fjölda stöðugilda og staðsetningu ríkisstarfa frá 2014-2022. Þá hafa verið teknar saman upplýsingar um húsnæði fyrir óstaðbundin störf. Þjónustukortið er uppfært reglulega og nýjum þjónustuþáttum bætt við, nú síðast staðsetningar hleðslustöðva og rampa á vegum Römpum upp Ísland. Byggðaráðstefna var haldin í nóvember 2023 undir yfirskriftinni Búsetufrelsi?
Tengiliður
Sigríður Elín Þórðardóttir, Byggðastofnun - [email protected]
Aðgerðin
Markmið: Að þekkingargrunnur stefnumótunar og framkvæmdar á sviði byggðamála verði styrktur.
Stutt lýsing: Aflað verði nýrrar þekkingar á sviði byggðamála í samstarfi við opinberar stofn¬anir, m.a. með rannsóknum og uppbyggingu tölfræðilegra gagnagrunna þar sem upplýsingar um þætti á borð við íbúaþróun, kyn, atvinnuþátttöku, tekjur, menntun og af¬komu atvinnugreina verði aðgengilegar og samhæfðar alþjóðlegum gagnagrunnum. Tölfræðilegir mælikvarðar sem byggjast á upplýsingum um landfræðilega legu, lýðfræðilega þætti og efnahagslegar og félagslegar aðstæður verði notaðir til að leggja mat á stöðu svæða. Þannig verði til nokkurs konar byggðavísitala sveitarfélaga sem gefin verði út reglu¬lega og geti nýst sem árangursmælikvarði og við mat á sértækum byggðaaðgerðum. Upplýsingar um byggðaþróun og þróun borgarsvæða verði aðgengilegar og samanburðarhæfar við upplýsingar annars staðar á Norðurlöndum.
- Ábyrgð: Innviðaráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun.
- Dæmi um samstarfsaðila: Háskólar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Skipulagsstofnun, Hagstofan, Skatturinn, Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga.
- Tímabil: 2022–2026.
- Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 11 og 17, einkum undirmarkmið 11.a, 17.13 og 17.17.
- Tillaga að fjármögnun: 125 millj. kr. úr byggðaáætlun.