Hoppa yfir valmynd

Stök aðgerð

B.02. Orkuskipti og betri orkunýting

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Febrúar 2025  Orkusjóður úthlutar árlega styrkjum til verkefna sem styðja við orkuskipti og innviðum þeim tengdum. Sjóðurinn hefur fengið stigvaxandi fjármagn til úthlutunar undanfarin ár. Beinir styrkir til rafbílakaupa frá sjóðnum eru stuðningur sem tók við eftir að vsk. afsláttur var felldur niður. Í ágúst 2024 var ákveðið að veita 1.342 m.kr. í almenna styrki til orkuskipta. Auglýst var eftir styrkveitingum í þrem flokkum: Fyrir innviði fyrir rafknúin farartæki, raf- og lífeldsneytisframleiðslu og lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Í lok árs 2024 auglýsti Orkusjóður styrki til kaupa á hreinorku hópferðabifreiðum, fyrir bæði almennings-samgöngur og ferðaþjónustu. Í apríl 2024 var gefin út skýrsla starfshóps um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar og er þar að finna um 50 tillögur um leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar, en starfshópnum var falið að skoða sérstaklega sólarorku (birtuorku), sjávarorku og smávirkjanir fyrir vatnsafl sem leiðir til orkuöflunar.

Janúar 2024  Unnið í samræmi við aðgerðaáætlun í loftlagsmálum. Orkusjóður úthlutar árlega styrkjum til verkefna sem styðja við orkuskipti og innviði þeim tengdum. Árið 2022 var úthlutað 1,1 ma. kr. Árið 2023 var úthlutað 900 m.kr. eftir almenna auglýsingu, 1 ma. kr. til að flýta orkuskiptum bílaleigubíla og 300 m.kr. til orkuskipta fyrir þungaflutningstæki. Íbúðareigendur sem hafa niðurgreidda rafhitun geta sótt um styrk fyrir varmadælum, framhald á verkefni frá 2022. Orkusjóður hefur tilkynnt um styrki til jarðhitaleitar, samtals 447 m.kr., m.a. til Ísafjarðar, Patreksfjarðar, Vopnafjarðar, Grundarfjarðar, Kaldraneshrepps, Skaftárhrepps og Djúpavogs. Í nóvember 2023 var kynnt skýrsla um tillögur um bætta orkunýtni, sem var samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkustofnunar og URN.

Tengiliður    

Erla Sigríður Gestsdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu - [email protected] 

Aðgerðin

Markmið: Að orkuöryggi á landsvísu verði aukið og stutt við orkuskipti í samræmi við markmið Orkustefnu um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040.

Stutt lýsing: Stutt verði við orkuskipti, svo sem rafhleðslustöðvar, jarðhitaleit, innlenda eldsneytisframleiðslu, vetnisvæðingu, rafvæðingu hafna og uppbyggingu sjálfbærra smávirkjana, og styrkir veittir til aukinnar einangrunar húsa og uppsetningar varmadæla þar sem þörf er á. Árangur af aðgerðinni verði m.a. mældur í fjölda nýorkuverkefna og rafvæðingarverkefna í höfnum, fjölgun varmadæla og smávirkjana og heildarafli þeirra og fjölda jarðhitaleitarverkefna og árangri af þeim.

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
  • Framkvæmdaraðili: Orkustofnun og Orkusjóður.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Landshlutasamtök sveitarfélaga.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Orkustefna, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, nýsköpunarstefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 7 og 13, einkum undirmarkmið 7.1 og 13.2.
  • Tillaga að fjámögnun: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Auðlindir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta