Hoppa yfir valmynd

Stök aðgerð

A.07. Nærþjónusta við innflytjendur

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Febrúar 2025  Árið 2024 hélt fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar sex fræðsluerindi fyrir sveitarfélög og stofnanir og verkefnastjóri innflytjendamála hélt tvo fundi með fjölmenningarfulltrúum sveitar-félaga. Ráðgjöf varðandi móttökuáætlanir var veitt til tveggja sveitarfélaga. Kortlagning á fjölmenningarlegu starfi sveitarfélaganna hófst með könnun til fjölmenningarfulltrúa þeirra. Fjöldi sveitarfélaga sem hafa haldið námskeiðið „Fjölbreytnin auðgar“ var tekinn saman. Ráðgjöf var veitt til nokkurra stofnana s.s. Ríkislögreglustjóra, Landlæknis o.fl. Heimasíða fjölmenningardeildar VMST og síða VMST voru tengdar saman og upplýsingar um atvinnuleit á Íslandi bættar og veittar á fjölmörgum tungumálum. Hafin var þróunarvinna og samráð við ýmsa aðila s.s. ASÍ, Virk, Vinnueftirlitið, Jafnréttisstofu, SA, Eflingu, Reykjavíkurborg o.fl. sem koma að málefnum innflytjenda um framleiðslu á fræðslumyndböndum um fjölmenningu fyrir almenning, sveitarfélög og atvinnulífið. 

Janúar 2024  Þann 1. apríl 2023 sameinuðust Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur og verkefnið færðist til Vinnumálastofnunar. Í ársbyrjun 2023 var gefin út fyrirmynd að móttökuáætlun sem birt var á heimasíðu Fjölmenningarseturs, auk þess sem vakin var athygli á henni með því að senda bréfpóst til allra sveitarfélaga. Þá voru haldin ýmis fræðsluerindi meðal annars fyrir starfsfólk lögreglunnar, Háskóla Íslands, Landspítalans og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

 Tengiliður   

Áshildur Linnet, félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu - [email protected]

Aðgerðin 

Markmið: Að aðgengi innflytjenda að opinberri þjónustu um land allt verði bætt.

Stutt lýsing: Mótaðir verði samræmdir verkferlar/móttökuáætlanir og fjölmenningarstefnur á vettvangi sveitarfélaga. Upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga verði aðgengi¬egar og hugað sérstaklega að nýjum innflytjendum. Kannaðar verði leiðir til að gera úrræði og upplýsingar sýnilegar fyrir innflytjendur í atvinnuleit. Þróað verði rafrænt fræðsluefni fyrir fagstéttir og boðið upp á stutt fræðsluerindi á vegum Fjölmenningar-seturs. Símenntunarstöðvar fái námsgögn til þess að halda ítarlegri námskeið fyrir starfsfólk. Árangur af aðgerðinni verði m.a. mældur í fjölda sveitarfélaga sem innleiða fjölmenningarstefnur og/eða móttökuáætlanir, fjölda sveitarfélaga sem þiggja boð um fræðslu¬erindi og fjölda námskeiða sem haldin eru á vegum símenntunarstöðva.

  • Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
  • Framkvæmdaraðili: Fjölmenningarsetur.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og barna¬málaráðuneyti, Vinnumálastofnun, símenntunarstöðvar, Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga og sveitarfélög.
  • Tímabil: 2022–2024.
  • Tillaga að fjármögnun: 12 millj. kr. af byggðaáætlun

Útlendingar
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta