Hoppa yfir valmynd

Stefnumót við náttúruna

Friðlýst svæði á Íslandi eru fjölmörg en þar geta gestir upplifað ólíkar hliðar íslenskrar náttúru, allt frá viðkvæmum gróðri og skordýrum til stórbrotinna fjalla, landslags og útsýnis sem á engan sinn líka.

Fjölbreytt þjónusta er einnig í boði á mörgum svæðanna þar sem landverðir veita fræðslu og upplýsingar og traustir innviðir á borð við göngustíga, útsýnispalla, tjaldstæði og nútímaleg salerni eru innan seilingar.

Stefnumót við náttúruna er yfirskrift hvatningarátaks sem miðar að því að hvetja landsmenn til að heimsækja friðlýst svæði á Íslandi í sumar. Að átakinu stendur umhverfis- og auðlindaráðuneytið í samstarfi við Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Friðlýst svæði

Umhverfisstofnun - friðlýst svæði

Umhverfisstofnun hefur umsjón með öllum friðlýstum svæðum á Íslandi, utan Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvalla. Þetta eru vel yfir 100 svæði, allt frá þjóðgarðinum Snæfellsjökli til minni svæða og náttúrufyrirbæra á borð við Goðafoss og Grábrók.

Vatnajökulsþjóðgarður

Vatnajökulsþjóðgarður

Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður landsins. Þar er fjölbreytt þjónusta, s.s. gestastofur, vel útbúin tjaldstæði, merktar gönguleiðir, reiðleiðir, hjólaleiðir og landverðir sem taka vel á móti gestum. Vatnajökulsþjóðgarður er á heimsminjaskrá UNESCO.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu þar sem jarðsagan og vistkerfi Þingvallavatns mynda einstaka heild. Þingvellir eiga einnig sérstakan sess í sögu Íslands en þar var Alþingi stofnað árið 930. Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum