Hoppa yfir valmynd

Erfðabreyttar lífverur

Erfðabreyttar lífverur eru lífverur þar sem erfðaefninu hefur verið breytt á annan hátt en gerist í náttúrunni við pörun og/eða náttúrulega endurröðun. Þær eru gjarnan notaðar í vörur á borð við lyf, snyrtivörur og matvæli og sömuleiðis er notkun þeirra algeng í ýmsum vísindarannsóknum.

Ákveðin lög og reglur gilda um notkun erfðabreyttra lífvera sem ætlað er að vernda náttúru landsins, líffræðilega fjölbreytni, vistkerfi, plöntur og heilsu manna og dýra gegn hugsanlega skaðlegum og óæskilegum áhrifum þeirra. Þá er leitast við að tryggja að framleiðsla og notkun erfðabreyttra lífvera fari fram á siðferðilega og samfélagslega ábyrgan hátt í samræmi við varúðarreglu umhverfisréttar og grundvallarregluna um sjálfbæra þróun.

Umhverfisstofnun gefur út leyfi til ræktunar og notkunar, sleppingar og dreifingar erfðabreyttra lífvera og stjórnar eftirliti með þeirri starfsemi fyrirtækja sem vinna með erfðabreyttar lífverur. Níu manna ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur, sem hefur sérþekkingu á þessu sviði, er Umhverfisstofnun til ráðgjafar.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 13.6.2019
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum