Hoppa yfir valmynd

Mengunarvarnir

Heilnæmt og ómengað umhverfi er manninum nauðsynlegt. Ýmsar örverur, efni og efnasambönd auk eðlisfræðilegra þátta geta haft óæskileg og skaðleg áhrif á heilsufar almennings, raskað lífríki eða mengað loft, haf og vatn. Mengun getur einnig tekið til ólyktar, hávaða, titrings, geislunar og varmaflæðis svo nokkur atriði séu nefnd.

Stjórnvöld gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja landsmönnum heilnæm lífsskilyrði, m.a. með því að kveða á í lögum og reglum um viðmið mengunar, mengunareftirlit, starfsskilyrði fyrirtækja og vöktun. Þannig er reynt að fyrirbyggja eða draga úr mengun sem gæti skert lífsgæði fólks eða haft neikvæð áhrif á lífsskilyrði annarra lífvera.

Allur atvinnurekstur sem haft getur í för með sér mengun þarf að hafa gilt starfsleyfi þar sem meðal annars er kveðið á um viðmiðunarmörk mengunar og mengunarvarnir, vöktun, eftirlitsmælingar og rannsóknir. Umhverfisstofnun gefur út starfsleyfi fyrir stóriðju og viðamikinn atvinnurekstur sem getur valdið mengun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga fyrir annan mengandi atvinnurekstur. Þessir aðilar sinna mengunarvarnaeftirliti með þeim atvinnurekstri sem þeir veita starfsleyfi.

Nánar er kveðið á um mengunarvarnir, eftirlit og starfsleyfisskilyrði í lögum og reglugerðum eftir tegund og uppruna mengunar.

Sjá einnig:

Lög og reglur

Fleiri lög er varða mengunarefni má finna undir kafla 35.d í lagasafni Alþingis

Síðast uppfært: 13.6.2019
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum