Hoppa yfir valmynd

Dagur umhverfisins

25. apríl 

Dagur umhverfisins er haldinn hátíðlegur þann 25. apríl ár hvert en hann er tileinkaður Sveini Pálssyni lækni sem fæddist þennan dag árið 1762.

Sveinn var annálaður fræðimaður, rithöfundur, læknir og ferðagarpur sem var frumkvöðull í rannsóknum á náttúru landsins og þá sérstaklega jöklunum. Hann er talinn meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, og vegna þess var dagur umhverfisins tileinkaður honum.

Í tengslum við  Dag umhverfisins afhendir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála. Kuðungurinn er veittur fyrirtæki sem hefur skarað fram úr í umhverfismálum og Varðliðar umhverfisins er viðurkenning sem veitt er grunnskólabörnum fyrir verkefni á sviði umhverfismála.

Sjá einnig:

Viðurkenningar á Degi umhverfisins

Fréttir

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum