Hoppa yfir valmynd

Dagskrá 2018

XI. Umhverfisþing, 9. nóvember 2018 á Grand Hóteli, Reykjavík (Gullteigi)

Ath. þingið byrjar á mínútu 47:00 í myndbandinu fyrir neðan. Einnig er hægt að skoða upptökur af hverju erindi fyrir sig sem finna má við viðkomandi dagskrárlið hér að neðan. 

 

Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd

Aukin umræða hefur verið um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif friðlýsinga og hvernig þær geta falið í sér tækifæri fyrir byggðaþróun og atvinnulíf nærsamfélaga. Fyrri hluti þingsins mun fjalla um þessi mál. 

13:00    Ávarp og þingsetning Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra  (GIG - UPPTAKA)

13:10    Fulltrúar unga fólksins Sigurður Jóhann Helgason (SJH - UPPTAKA) og Anna Ragnarsdóttir Pedersen (UPPTAKA)

13:20    Verndarflokkar IUCN: Hvað fela þeir í sér? Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature (IUCN) (ND - UPPTAKA)

13:45    Efnahagsáhrif friðlýstra svæða Jukka Siltanen, umhverfis- og auðlindafræðingur kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar (UPPTAKA)

14:00    Samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum Lizzie Watts, USA National Park Service Nánar  (LW - UPPTAKA)

14:25    Náttúruvernd og efling byggða Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi  (KJ - UPPTAKA)

14:40    Náttúruvernd og landbúnaður Ragnhildur Helga Jónsdóttir, bóndi og umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands (RHJ - UPPTAKA)

Kaffihlé

Þjóðgarður á miðhálendinu: Tækifærin framundan

Tillaga um miðhálendisþjóðgarð er nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. En í hverju fælist sérstæða þjóðgarðsins? Hver er afstaða almennings til hugmyndarinnar og hvað segir ferðafólk um miðhálendið?

 

15:20   Starf þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs Óli Halldórsson, formaður (ÓH - UPPTAKA)

15:35   Viðhorf ferðamanna á miðhálendinu Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ  (ADS - UPPTAKA)

15:50   Viðhorf almennings og félagasamtaka til þjóðgarðs á miðhálendinu Michaël Bishop, landfræðingur við HÍ kynnir nýja rannsókn  (MB - UPPTAKA)

16:05   Upplifun af miðhálendi Íslands Chris Burkard, útivistarljósmyndari og fyrirlesari Nánar  (CB - UPPTAKA)

16:30   Pallborðsumræður - umræður um miðhálendisþjóðgarð Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Ingibjörg Eiríksdóttir, formaður Eldvatna - samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi, Anna G. Sverrisdóttir, Samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu, Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda  (Pallborðsumræður - UPPTAKA)


 Þingslit og léttar veitingar

Þingforseti: Björg Magnúsdóttir

Erlendir fyrirlesarar flytja erindi sín á ensku

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum