Hoppa yfir valmynd

Persónuvernd og öryggi á vefnum

Á vef Stjórnarráðsins er lögð áhersla á persónuvernd og öryggi. 

Hér er fjallað um um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við heimsóknir á vef Stjórnarráðsins og áskriftir að vefnum.

Þegar þú notar vefi Stjórnarráðsins verða til upplýsingar um heimsóknina. Stjórnarráðið miðlar þeim ekki til annarra nema samkvæmt lagaskyldu til eftirlitsaðila. 

Notkun á vefkökum

Svo kallaðar vefkökur* eru notaðar á vefnum í tvennum tilgangi, til að telja heimsóknir á vefinn og til þess að þekkja aftur þá sem nota „Mínar stillingar“. 

Það er stefna Stjórnarráðsins að nota vefkökur sparlega og með ábyrgum hætti. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. 

Stjórnarráðið notar Google Analytics til vefmælinga. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir og fleira. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

Þjónusta Siteimprove er nýtt á vefnum með svipuðum hætti og Google Analytics, til dæmis til að telja heimsóknir og finna brotna tengla sem notendur smella á.  

Vefkökur eru einnig notaðar til að þekkja aftur notendur sem nota „Mínar stillingar“ til að nota vefinn. Sú þjónusta kemur til móts við þarfir fólks sem á erfitt með að lesa, til dæmis vegna lesblindu eða sjónskerðingar. Þeir þurfa því ekki að velja þjónustuna í hvert sinni sem vefurinn er heimsóttur. 

* „cookies“ - sérstök skrá sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina. 

Skráning notenda á vefnum

Var efnið hjálplegt?

Á flestum síðum vefsins er hægt að skrá ábendingu um hvað megi betur fara á síðunni. Notendur geta gefið upp netfang sitt svo hægt sé leiðbeina þeim eða óska eftir frekari upplýsingum. Þessar skráningar eru geymdar í að hámarki hálft ár í vefumsjónarkerfinu. Skrár yfir þær eru afritaðar reglulega, netföngum eytt og athugasemdirnar geymdar í skjalakerfi (málaskrá).

Áskrift að efni vefsins

Notendur geta skráð sig í áskrift að efni vefsins. Tilkynningar um nýtt efni eru sjálfkrafa sendar á netföng sem skráð hafa verið fyrir áskrift að efni. Netföngin og áskriftarflokkar eru vistuð í vefumsjónarkerfinu. Þessar upplýsingar eru aðeins notaðar til að senda út tilkynningar um nýtt efni. Neðst í tölvupóstunum sem notendum berst er tengill sem hægt er að smella á til að segja sig úr áskrift.

Vefurinn og þær upplýsingar sem hann tekur á móti eru vistaðar á Íslandi hjá fyrirtæki með alþjóðlega öryggisvottun (ISO 27001).

Hafa samband – ábending eða fyrirspurn

Á öllum síðum vefsins er hægt að hafa samband við ráðuneytin með því að senda þeim tölvupóst. Ábendingar eða fyrirspurnir eru umsvifalaust send á almennt netfang þess ráðuneytis sem er valið. Þar er hún skráð í skjalakerfi (málaskrá) og erindinu komið til starfsmanns sem afgreiðir það. Afrit af erindunum og svörum ráðuneytisins eru ekki vistuð í vefumsjónarkerfinu.

Tölvupóstur til vefumsjónar

Hægt er að senda tölvupóst til vefumsjónar, vefur[hjá]stjornarradid.is, með ábendingar er varðar vefinn. Þeir tölvupóstar eru ekki geymdir eftir að erindum hefur verið svarað.

Uppfært í apríl 2018

Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Stjórnarráðinu

SSL skilríki

Vefurinn notast við SSL-skilríki sem þýðir að öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag. Það gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari.

SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira