Hoppa yfir valmynd
Slice 1Created with Sketch.
Guðlaugur Þór Þórðarson  - umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra 28. nóvember 2021

Guðlaugur Þór Þórðarson er fæddur í Reykjavík 19. desember 1967. Hann er kvæntur Ágústu Johnson og eiga þau alls fjögur börn. Guðlaugur Þór varð stúdent frá MA árið 1987 og er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands frá 1996. Guðlaugur Þór var utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra frá 2017-2021. 

Pólitísk störf

  • Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra 2017-2021
  • Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2016, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).
  • Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2007–2008, heilbrigðisráðherra 2008–2009.
  • Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2016-2017.
  • Félagsmálanefnd 2003–2006
  • Sjávarútvegsnefnd 2003–2007
  • Umhverfisnefnd 2003–2007 (formaður 2004–2007)
  • Heilbrigðisnefnd 2009–2011
  • Viðskiptanefnd 2009–2011
  • Efnahags- og viðskiptanefnd 2011–2013
  • Fjárlaganefnd 2013–2016 (varaformaður)
  • Utanríkismálanefnd 2013–2014
  • Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2003–2007 (formaður), Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2013–2016 (formaður), þingmannanefnd Íslands og ESB 2013–2016 (formaður).

Fyrri störf

Guðlaugur Þór hefur sinnt margvíslegum störfum á ferli sínum. Hann var umboðsmaður Brunabótafélags Íslands 1988–1989, sölumaður hjá Vátryggingafélagi Íslands 1989–1993,  Kynningarstjóri hjá Fjárvangi 1996–1997 og framkvæmdastjóri Fíns miðils 1997–1998. Þá var hann forstöðumaður hjá Fjárvangi/Frjálsa fjárfestingarbankanum 1998–2001 og forstöðumaður hjá tryggingadeild Búnaðarbanka Íslands 2001–2003.

Guðlaugur Þór sat í skipulagsnefnd Borgarness og var formaður umhverfisnefndar Borgarness 1990–1994. Hann sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1987–1997, ritari 1987–1989, varaformaður 1989–1993, formaður 1993–1997. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1991–1997 og framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins 1993–1997. Hann sat einnig í stjórn DEMYC, Evrópusamtaka ungra hægri manna og kristilegra demókrata, 1997–2001. Þá sat hann í borgarstjórn Reykjavíkur 1998–2006. Í leikskólaráði Reykjavíkur 1998–2006. Í stjórn knattspyrnudeildar Vals 1998–1999. Í hafnarstjórn Reykjavíkur 1998–2000. Varaformaður IYDU, International Young Democrat Union, 1998–2002. Í umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur 1998–2002. Í fræðsluráði Reykjavíkur 2000–2002. Í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 2002–2006. Í skipulagsnefnd Reykjavíkur 2002–2006. Í hverfisráði Grafarvogs síðan 2002. Í stjórn skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar 2003–2006. Í stjórn Vímulausrar æsku 2002–2007. Í stjórn Neytendasamtakanna 2002–2004. Formaður Fjölnis 2003–2007.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum