Sendiráð Íslands í Ottawa
Ísland í Kanada
Sendiráðið þjónar Kanada ásamt fimm ríkjum í Mið- og Suður-Ameríku, en þau eru Bólivía, Kostaríka, Hondúras, Panama og Venesúela.
Sendiráðið í Ottawa var opnað í maí 2001. Hlutverk sendiráðsins er að veita þjónustu við Íslendinga í umdæmisríkjunum og gæta hagsmuna Íslands, einkum á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningamála.