Um sendiskrifstofu
Sendiráð Íslands í Ottawa var opnað í maí 2001. Sendiráðið þjónar Kanada og sex öðrum ríkjum, þ.e. Bólívíu, Kólumbíu, Kosta Ríka, Panama, Hondúras og Venesúela.
Hlutverk sendiráðsins er að veita þjónustu við Íslendinga í umdæmisríkjunum og gæta hagsmuna Íslands, einkum á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningamála.
Sendiráð Íslands í Ottawa
Heimilisfang360 Albert Street, Suite 710
Ottawa, ON K1R 7X7
Sími: +1 (613) 482 1944
Netfang
Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:00 - 16:00
Sendiráð Íslands í OttawaFacebook hlekkurSendiráð Íslands í OttawaTwitte hlekkur
Sendiherra
Pétur Ásgeirsson
Ferilskrá
Fæddur 3. nóvember 1962
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir
Börn: Ásgeir Hafsteinn (f. 1991) og Magnús (f. 1993)
Hagfræðingur frá Háskólanum í Stirling, Skotlandi, 1987
Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund, 1983
Sendiherra Íslands í Kanada frá 1. nóvember 2017
Aðalræðismaður Íslands í Grænlandi frá 2013 to 2017
Utanríkisráðuneytið frá 1999 til 2013
- Skipaður sendiherra í utanríkisþjónustu Íslands árið 2013
- Sviðsstjóri rekstrar- og þjónustusviðs frá 2009 til 2013
- Skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuskrifstofu frá 2006 to 2009
- Rekstrarstjóri frá 1999 til 2006
Mennta- og menningarmálaráðuneytið frá 1993 til 1999
Höfundur bókarinnar Á norðurslóð – ferðasaga frá Grænlandi ásamt Ásgeiri Péturssyni. Útg. 2017
Stjórnir og nefndir
- Samstarfsnefnd Grænlands og Íslands um flugmálefni, 2016 til 2018
- Harpa ohf. Í stjórn frá 2012 til 2013
- Undirbúningsnefnd vegna þátttöku Íslands í Expo, Shanghai 2010, formaður
- Austurhöfn - TR ehf. (Harpa), í stjórn frá 2003 til 2012
- Nefnd um val á listaverkum í Leifstöð, formaður, 2000
- Nefnd um val á miðlægu tölvukerfi fyrir íslensk almenningsbókasöfn, formaður, 1998
- Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna, Fulbright stofnunin. Í stjórn 1994 to 1998, formaður frá 1997 til 1998
- Nefnd um þróun Málaskrár, skjalaskráningarkerfis stjórnarráðsins, formaður, 1997 til 2000
- Nefnd forsætisráðuneytisins um upplýsingasamfélagið, 1997 til 1999
- Starfshópur EFTA-ESB um aðildargjöld að ESB, fltr. Íslands frá 1996 til 2013
Ísland hefur kjörræðisskrifstofur í flestum umdæmisríkjum sendiráðsins.
Hlutverk kjörræðismanna er að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara í gistiríki og styðja við stjórnmála-, viðskipta- og menningarsamstarf. Kjörræðismenn aðstoða einnig, eftir föngum, íslenska ríkisborgara sem eru í vanda staddir í gistiríki.
- Kanada
- Bólivía - ekki er íslensk ræðisskrifstofa í Bólivíu.
- Costa Rica
- Hondúras
- Panama
- Venesúela