Úrskurðir og álit
-
27. apríl 2022 /Mál nr. 671/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging/örorka. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu hvað varðar varanlegan miska og lögmannskostnað. Varanlegur miski kæranda ákvarðaður 21 stig og þeim hluta málsins er varðar lögmannskostnað er vísað til Sjúkratrygginga Íslands til meðferðar að nýju. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um varanlega örorku.
-
26. apríl 2022 /Mál nr. 55/2022 Úrskurður 26. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Adríanna (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. apríl 2022 /Mál nr. 52/2022 Úrskurður 25. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Eia (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. apríl 2022 /Mál nr. 51/2022 Endurupptaka Úrskurður 25. apríl 2022
Eiginnafnið Baltazar (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Baltasar.
-
25. apríl 2022 /Mál nr. 50/2022 Úrskurður 25. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Hafsjór (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. apríl 2022 /Mál nr. 49/2022 Úrskurður 25. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Gaja (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. apríl 2022 /Mál nr. 48/2022 Úrskurður 25. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Alpa (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. apríl 2022 /Mál nr. 47/2022 Úrskurður 25. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Dolma (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. apríl 2022 /Mál nr. 46/2022 úrskurður 25. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Denný (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. apríl 2022 /Mál nr. 45/2022 Úrskurður 25. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Rayna (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. apríl 2022 /Mál nr. 43/2022 Úrskurður 25. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Benni (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. apríl 2022 /Mál nr. 42/2022 Endurupptökubeiðni Úrskurður 25. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Theadór (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. apríl 2022 /Mál nr. 41/2022 úrskurður 25. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Jóda (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. apríl 2022 /Mál nr. 40/2022 Úrskurður 25. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Tangi (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. apríl 2022 /1076/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022
Hagstofa Íslands synjaði kæranda um aðgang að upplýsingum um árlegar tölur með skiptingu í allar flokkunarbreytur fyrir fjölda foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsökum. Synjun Hagstofunnar byggist á 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, þar sem kveðið er á um þagnarskyldu um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að líta bæri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, sem gengi framar ákvæðum upplýsingalaga. Var því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni.
-
22. apríl 2022 /1075/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022
Deilt var um afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni um gögn sem varða lokun starfsemi og sölu húsnæðis við Brákarbraut sem var í eigu sveitarfélagsins. Beiðni kæranda um yfirlit úr málaskrá yfir öll gögn sveitarfélagsins vegna málsins á tilteknu tímabili var hafnað. Þá taldi sveitarfélagið sér óheimilt að veita kæranda aðgang gögnum varðandi tilboð sem sveitarfélaginu hefði borist í eignir við Brákarbraut með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Borgarbyggð væri skylt að veita kæranda aðgang að yfirliti yfir gögn í málaskrá sem varða lokun á starfsemi við Brákarbraut. Þá var það mat nefndarinnar að gögn um tilboð í eignir við Brákarbraut teldust ekki veita svo viðkvæmar upplýsingar um fjármál viðkomandi aðila að óheimilt sé að veita aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Var Borgarbyggð því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum, en kærunni að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
22. apríl 2022 /1074/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022
Sjúkratryggingar Íslands synjuðu beiðni kæranda um aðgang að samningi stofnunarinnar við Íslandshótel hf. um afnot af fasteign við Þórunnartún í Reykjavík um sérstaka hótelþjónustu fyrir einstaklinga í sóttkví vegna Covid-19-faraldursins. Ákvörðun Sjúkratrygginga byggðist á því að óheimilt væri að veita aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um aðgang kæranda að samningnum færi skv. 14. gr. upplýsingalaga þar sem kærandi væri eigandi fasteignarinnar. Hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að samningnum voru taldir vega þyngra en hagsmunir Íslandshótela af því að hann færi leynt, m.a. þar sem samningurinn hefði verið gerður án samþykkis kæranda. Þá féllst úrskurðarnefndin ekki á að almannahagsmunir stæðu því í vegi að kæranda yrði veittur aðgangur að samningnum. Var Sjúkratryggingum því gert að afhenda kæranda samninginn.
-
22. apríl 2022 /1073/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022
Kærandi óskaði eftir gögnum um hlutabótaleið stjórnvalda hjá Vinnumálastofnun. Stofnunin afhenti kæranda hluta af gögnunum en taldi sér ekki skylt að útbúa ný gögn eða samantektir til að verða við beiðni um fjölda starfsmanna einstakra fyrirtækja sem hefðu sótt um hlutabætur og heildarfjárhæð sem greidd hefði verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að af svörum Vinnumálastofnunar yrði ekki annað ráðið en að í kerfum stofnunarinnar lægju upplýsingarnar fyrir og að þær væri unnt að kalla fram með tiltölulega einföldum hætti. Ekki yrði séð að vinna við samantekt gagnanna væri frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefðust almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu beiðna um upplýsingar. Ákvörðun Vinnumálastofnunar var því felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
22. apríl 2022 /7/2021 A gegn Háskóla Íslands
Ár 2022, 22. apríl, lauk áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema, þau Einar Hugi Bjarnason lögmaður og formaður nefndarinnar, Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og Eva Halldórsdóttir lögmaður málinu nr. 7/2021 A gegn Háskóla Íslands.
-
22. apríl 2022 /Mál nr. 679/2021 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um greiðslur til kæranda.
-
22. apríl 2022 /Mál nr. 674/2021 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um greiðslur til kæranda.
-
22. apríl 2022 /Mál nr. 100/2022 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um greiðslur til kæranda.
-
-
13. apríl 2022 /Nr. 170/2022 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi og lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til efnismeðferðar.
-
13. apríl 2022 /Nr. 163/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðleag vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
13. apríl 2022 /Nr. 164/2022 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Argentínu eru staðfestar.
-
13. apríl 2022 /Nr. 162/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Síle er felld úr gildi.
-
11. apríl 2022 /Mál nr. 665/2021 - Úrskurður
Ákvörðun barnaverndar um að loka máli barns felld úr gildi og vísað til nýrrar meðferðar.
-
11. apríl 2022 /Mál nr. 62/2022 - Úrskurður
Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála. Kærufrestur liðinn.
-
07. apríl 2022 /6/2021 A gegn Háskólanum á Akureyri
Ár 2022, 4. apríl, lauk áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema, þau Einar Hugi Bjarnason lögmaður og formaður nefndarinnar, Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og Eva Halldórsdóttir lögmaður málinu nr. 6/2021 A gegn Háskólanum á Akureyri
-
07. apríl 2022 /5/2021 A gegn Háskóla Íslands
Ár 2022, 4. apríl, lauk áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema, þau Einar Hugi Bjarnason lögmaður og formaður nefndarinnar, Eva Halldórsdóttir lögmaður og Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður málinu 5/2021 A gegn Háskóla Íslands.
-
07. apríl 2022 /4/2021 A gegn Háskóla Íslands
Ár 2022, 14. mars, lauk áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema, þau Einar Hugi Bjarnason lögmaður og formaður nefndarinnar, Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og Eva Halldórsdóttir lögmaður málinu nr. 4/2021, A gegn Háskóla Íslands.
-
-
-
-
-
-
-
-
07. apríl 2022 /Mál nr. 587/2021 - Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Staðfest synjun Reykjanesbæjar á umsókn kæranda um fjárhagsaðstoð. Kærandi átti fjármuni á bankareikningi sem honum bar að nýta sér til framfærslu.
-
07. apríl 2022 /Mál nr. 6/2022 - Úrskurður
Krafa sóknaraðila er að viðurkennt verði að varnaraðila beri að endurgreiða tryggingarfé að fullu.
-
07. apríl 2022 /Mál nr. 51/2022 - Úrskurður
Félagslegt leiguhúsnæði. Málshraði. Frávísun. Lögvarðir hagsmunir. Kæru vísað frá þar sem kærandi hafði þegar fengið úthlutað húsnæði.
-
-
07. apríl 2022 /Nr. 156/2022 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
06. apríl 2022 /Mál nr. 70/2022 - Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um uppbót/styrk til bifreiðakaupa. Skilyrði um hreyfihömlun samkvæmt 10. gr. laga nr. 99/2007 ekki uppfyllt.
-
06. apríl 2022 /Mál 64/2022 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi láti reyna á endurhæfingu áður en til örorkumats kemur.
-
06. apríl 2022 /Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um vörslusviptingu á tík á grundvelli 38. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra.
Vörslusvipting, lög um velferð dýra 38. og 10. gr., málsmeðferðarreglur (meðalhóf og rannsóknarregla)
-
06. apríl 2022 /Úrskurður nr. 8/2022
Í málinu höfðu almenn samtök kvartað til embættis landlæknis vegna aðgerða sóttvarnalæknis í tengslum við bólusetningar barna. Embætti landlæknis tók kvörtunina ekki til meðferðar og kærðu samtökin þá málsmeðferð til ráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins var rakið hverjir gætu fengið kvörtun á grundvelli 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu til meðferðar hjá landlækni, en það væri að meginstefnu til bundið við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Væri kvartandi annar en sjúklingur eða aðstandandi sjúklings þyrfti hann að hafa hagsmuna að gæta í máli til að kvörtun yrði tekin til meðferðar. Taldi ráðuneytið að ekki yrði séð að kærandi í málinu hefði lögvarinna eða sérstakra hagsmuna að gæta af því að fá álit landlæknis um þau atriði sem kvartað var undan. Þá var ekki talið að samtökin gætu átt kæruaðild í málinu. Var kærunni því vísað frá ráðuneytinu.
-
06. apríl 2022 /Mál nr. 691/2021 - Úrskurður
Bifreiðamál. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um 60% styrk vegna kaupa á bifreið.
-
06. apríl 2022 /Mál nr. 566/2021 - Úrskurður
Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til mats á örorku. Að mati úrskurðarnefndar er endurhæfing fullreynd að svo stöddu.
-
06. apríl 2022 /Mál nr. 698/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi láti reyna á endurhæfingu áður en til örorkumats kemur.
-
06. apríl 2022 /Mál nr. 334/2022 - Úrskurður
Endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um endurhæfingarlífeyri. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að ráðið yrði af gögnum málsins að kærandi hefði ekki stundað virka endurhæfingu í samræmi við endurhæfingaráætlun.
-
06. apríl 2022 /Mál nr. 525/2021 - Úrskurður
Endurhæfingarlífeyri. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um greiðslu endurhæfingarlífeyris. Endurhæfingaráætlun var ekki talin uppfylla skilyrði 7. gr. laga um félagslega aðstoð þar sem að hún var hvorki talin nægjanlega umfangsmikil né markviss.
-
06. apríl 2022 /Mál nr. 492/2021 - Úrskurður
Umönnunarmat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að ákvarða umönnun sonar kæranda samkvæmt 5. flokki, 0% greiðslur
-
05. apríl 2022 /Mál nr. 39/2022 Úrskurður 5. apríl 2022
Beiðni um eiginnafnið Eyvin (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
04. apríl 2022 /Úrskurður nr. 7/2022
Í málinu hafði kærandi kvartað til embættis landlæknis vegna heilbrigðisþjónustu í kjölfar slyss sem hann hafði lent í árið 1978, þá 14 ára gamall, sem mun enn hafa andlegar og líkamlegar afleiðingar. Embætti landlæknis vísaði kvörtun kæranda frá á grundvelli 4. mgr. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, þar sem atvik væru eldri en 10 ára og sérstakar ástæður mæltu ekki með því að kvörtunin yrði tekin til meðferðar. Í úrskurði ráðuneytisins var talið að litlar líkur væru á því að málið yrði upplýst með fullnægjandi hætti auk þess sem erfitt væri að meta hvort heilbrigðisþjónusta sem kæranda hefði verið veitt hefði samrýmst almennt viðurkenndum aðferðum þess tíma. Þá var það mat ráðuneytisins að málið hefði ekki almenna þýðingu fyrir eftirlitshlutverk embættis landlæknis. Féllst ráðuneytið á með embætti landlæknis að ekki væru fyrir hendi sérstakar ástæður sem mæltu með því að kvörtun kæranda yrði tekin til meðferðar og staðfesti málsmeðferð embættisins.
-
31. mars 2022 /Nr. 153/2022 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau aftur til Síle eru felldar úr gildi. Þá er ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn dóttur kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda og dóttur þeirra til meðferðar á ný.
-
31. mars 2022 /Nr. 152/2022 Úrskurður
Beiðni kærenda um endurupptöku er samþykkt. Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi og lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda til efnismeðferðar.
-
-
-
31. mars 2022 /Mál nr. 658/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta vegna tekna kæranda. Tekjuáætlun ekki í samræmi við rauntekjur.
-
31. mars 2022 /Mál nr. 694/2021 - Úrskurður
Almenn skilyrði. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta þegar kærandi hafði náð 70 ára aldri. Ekki fallist á að sú ákvörðun fæli í sér brot á jafnræði.
-
31. mars 2022 /Mál nr. 693/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki í boðað viðtal hjá stofnuninni.
-
31. mars 2022 /Mál nr. 692/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Ekki sýnt fram á að kæranda hafi sannanlega verið boðið starf og hann hafnað því.
-
31. mars 2022 /Mál nr. 686/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Ákvörðun um að hafna starfi réttlætanleg vegna aldurs þar sem um var að ræða meira en fullt starf.
-
31. mars 2022 /Mál nr. 660/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan hópfund. Lagt fyrir Vinnumálastofnun að greiða kæranda vexti í samræmi við 3. mgr. 35. gr. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar þar sem ekki var heimilt að halda eftir greiðslu til hans.
-
31. mars 2022 /Nr. 148/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Svíþjóðar er staðfest.
-
31. mars 2022 /Nr. 149/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Svíþjóðar er staðfest.
-
31. mars 2022 /Mál nr. 20/2022 - Úrskurður
Bótaréttur. Sjálfstætt starfandi. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um 78% bótahlutfall kæranda þar sem reiknað endurgjald var lægra en viðmiðunarfjárhæð Ríkisskattstjóra.
-
31. mars 2022 /Mál nr. 15/2022 - Úrskurður
Almenn skilyrði. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta þar sem kærandi skilaði ekki umbeðnum gögnum.
-
31. mars 2022 /Mál nr. 5/2022 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann hafnaði starfi.
-
31. mars 2022 /Mál nr. 4/2022 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta þar sem kærandi mætti ekki í boðað viðtal.
-
30. mars 2022 /Mál nr. 622/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
30. mars 2022 /Mál nr. 283/2021 - Úrskurður
Slysatrygging. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga og vísað til nýrrar meðferðar Sjúkratrygginga Íslands.
-
-
24. mars 2022 /Mál nr. 10/2022 - Úrskurður
Málefni fatlaðs fólks. Felld úr gildi synjun Akureyrarbæjar á umsókn kæranda um styrk vegna námskostnaðar. Kærandi hafði ekki fengið greiddan hámarksstyrk samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
-
24. mars 2022 /Mál nr. 73/2022 - Úrskurður
Afskrift veðkröfu. Staðfest synjun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á umsókn kærenda um afskrift áhvílandi húsnæðisláns. Fasteignin hafði ekki eyðilagst af óviðráðanlegum orsökum, sbr. 2. mgr. 47. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál.
-
24. mars 2022 /Nr. 141/2022 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls hans fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
23. mars 2022 /Nr. 144/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum endurkomubann til Íslands í fimm ár er staðfest.
-
23. mars 2022 /Nr. 135/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að afturkalla dvalarleyfi á grundvelli 59. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi.
-
23. mars 2022 /Nr. 133/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 58. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
23. mars 2022 /Nr. 127/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 4. mgr. 51. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
23. mars 2022 /Nr. 126/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 4. mgr. 51. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
23. mars 2022 /Nr. 134/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum endurkomubann til Íslands í 14 ár er staðfest.
-
23. mars 2022 /Mál nr. 690/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
23. mars 2022 /Mál nr. 683/2021 - Úrskurður
Slysatrygging. Staðfest er ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga
-
23. mars 2022 /Mál nr. 643/2021 - Úrskurður
Læknismeðferð erlendis. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um endurgreiðslu á kostnaði vegna læknismeðferðar erlendis.
-
23. mars 2022 /Mál nr. 701/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
23. mars 2022 /Mál nr. 681/2021 - Úrskurður
Slysatrygging/örorka. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 5% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss og varanleg læknisfræðileg örorka ákvörðuð 13%.
-
23. mars 2022 /Mál nr. 680/2021 - Úrskurður
Tannlækningar erlendis. Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands frá 2. desember 2021 á umsókn um þátttöku í kostnaði vegna tannlækninga erlendis.
-
23. mars 2022 /Mál nr. 673/2021 - Úrskurður
Ferðakostnaður innanlands. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku í ferðakostnaði.
-
23. mars 2022 /Mál nr. 666/2021 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.
-
23. mars 2022 /Mál nr. 619/2021 - Úrskurður
Slysatrygging/örorka. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 5% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss og varanleg læknisfræðileg örorka ákvörðuð 18%.
-
23. mars 2022 /Mál nr. 609/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu. Málinu vísað til Sjúkratrygginga Íslands til nýrrar meðferðar.
-
22. mars 2022 /Mál nr. 35/2022 Úrskurður 22. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Meinert (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. mars 2022 /Mál nr. 34/2022 Úrskurður 22. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Eyð (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. mars 2022 /Mál nr. 33/2022 Úrskurður 22. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Arntýr (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. mars 2022 /Mál nr. 32/2022 Úrskurður 22. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Hröfn (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. mars 2022 /Mál nr. 31/2022 Úrskurður 22. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Miðrik (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. mars 2022 /Mál nr. 30/2022 Úrskurður 22. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Isak (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði eiginnafnsins Ísaks.
-
22. mars 2022 /Mál nr. 29/2022 Úrskurður 22. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Dillý (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. mars 2022 /Mál nr. 28/2022 Úrskurður 22. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Ayah (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. mars 2022 /Mál nr. 37/2022 úrskurður 22. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Alexsandra (kvk.) er hafnað.
-
21. mars 2022 /Mál nr. 657/2021 - Úrskurður
Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni kæranda við dóttur sína.
-
21. mars 2022 /Mál nr. 654/2021 - Úrskurður
Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni kæranda við son hennar.
-
21. mars 2022 /Mál nr. 653/2021 - Úrskurður
Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni kæranda við börn hennar.
-
18. mars 2022 /Mál nr. 9/2022. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
18. mars 2022 /Mál nr. 10/2022. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Tilboð. Valforsendur. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
18. mars 2022 /Mál nr. 48/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Verksamningur. Viðmiðunarfjárhæð. Valdsvið kærunefndar. Frávísun.
-
-
18. mars 2022 /Mál nr. 44/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Valforsendur. Óeðlilega lágt tilboð.
-
-
18. mars 2022 /Mál nr. 5/2022. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Hæfisskilyrði. Útboðsgögn. Kröfu um afléttingu stöðvunar samningsgerðar hafnað.
-
17. mars 2022 /Mál nr. 669/2021 - Úrskurður
Almenn skilyrði. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur. Kærandi hafði ekki heimild til að ráða sig til vinnu hér á landi án takmarkana. Þeim þætti málsins er laut að ákvörðun stofnunarinnar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta var vísað frá þar sem skuld hafði verið felld niður.
-
17. mars 2022 /Nr. 130/2022 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda og barns um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þá til Grikklands er staðfest.
-
17. mars 2022 /Mál nr. 659/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta vegna tekna kæranda. Tekjuáætlun ekki í samræmi við rauntekjur.
-
17. mars 2022 /Mál nr. 635/2021 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
17. mars 2022 /Mál nr. 632/2021 - Úrskurður
Biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Kærandi missti starf sitt af ástæðum sem hann bar sjálfur ábyrgð á.
-
17. mars 2022 /Mál nr. 631/2022 - Úrskurður
Afturvirkar greiðslur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um greiðslu atvinnuleysisbóta aftur fyrir umsóknardag.
-
17. mars 2022 /Mál nr. 578/2021 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
17. mars 2022 /Mál nr. 562/2020 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
17. mars 2022 /Mál nr. 554/2021 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
17. mars 2022 /Nr. 132/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Grikklands er staðfest.
-
17. mars 2022 /Nr. 131/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
17. mars 2022 /Mál nr. 42/2022 - Úrskurður
Frávísun. Úrskurðarnefnd velferðarmála var þegar búin að úrskurða um ágreiningsefni málsins.
-
17. mars 2022 /Mál nr. 684/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Ekki sýnt fram á að kæranda hafi sannanlega verið boðið starf og hann hafnað því.
-
17. mars 2022 /Mál nr. 677/2021 - Úrskurður
Desemberuppbót. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kærandi ætti ekki rétt á greiðslu desemberuppbótar þar sem hún staðfesti ekki atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2021.
-
17. mars 2022 /Mál nr. 676/2021 - Úrskurður
Biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Starfi sagt upp án gildra ástæðna.
-
17. mars 2022 /Nr. 112/2022 Úrskurður
Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 1. mgr. 77. gr. laga um útlendinga. Ákvörðun Útlendingastofnunar í máli kæranda varðandi umsókn hans um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
16. mars 2022 /Mál nr. 95/2022 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki var talið afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr eða að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
16. mars 2022 /Mál nr. 667/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum ársins 2020.
-
16. mars 2022 /Mál nr. 533/2021 - Úrskurður
Örorkubætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að lækka mánaðarlegar greiðslur tekjutryggingar til kæranda. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að draga væntanlega ofgreiðslukröfu vegna ársins 2021 frá greiðslu ágústmánaðar 2021.
-
16. mars 2022 /Mál nr. 668/2021 - Úrskurður
Formannmarki. Kæru vísað frá þar sem að ekki liggur fyrir stjórnvaldsákvörðun í málinu.
-
16. mars 2022 /Mál nr. 642/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2020.
-
16. mars 2022 /Mál nr. 547/2021 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki var talið afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr eða að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
16. mars 2022 /Mál nr. 125/2022 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem meira en ár leið frá því að kæranda var tilkynnt um kærða ákvörðun og þar til kæra barst nefndinni, sbr. 2. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga.
-
16. mars 2022 /Mál nr. 96/2022 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki var talið afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr eða að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
-
-
15. mars 2022 /Nr. 129/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 4. mgr. 51. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
-
-
14. mars 2022 /Úrskurður v. skráningar firmaheitis. Skráning firmaheitis, lögmætisregla, jafnræðisregla, meðalhóf, lagagrundvöllur máls.
Úrskurður v. skráningar firmaheitis. Skráning firmaheitis, lögmætisregla, jafnræðisregla, meðalhóf, lagagrundvöllur máls.
-
10. mars 2022 /Mál nr. 600/2021 - Úrskurður
Málefni fatlaðra. Húsnæði. Málshraði. Afgreiðsla Reykjanesbæjar í máli kæranda var ekki í samræmi við málshraðareglu 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
10. mars 2022 /Mál nr. 63/2022 - Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Staðfest synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um styrk til að greiða fyrir dvöl á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands. Skilyrði 27. gr. reglna sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð ekki uppfyllt.
-
10. mars 2022 /Mál nr. 588/2021 - Úrskurður
Stuðningsþjónusta. Felld úr gildi ákvörðun Dalvíkurbyggðar um að synja umsókn kæranda um stuðningsþjónustu. Ekki lagt mat á stuðningsþörf.
-
10. mars 2022 /Nr. 123/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest. Lagt er fyrir stofnunina að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.
-
10. mars 2022 /Nr. 124/2022 Úrskurður
Beiðni kærenda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
10. mars 2022 /Nr. 120/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar í máli kæranda er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að veita kæranda vegabréf.
-
09. mars 2022 /Mál nr. 74/2022 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
09. mars 2022 /Mál nr. 470/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Synjun Sjúkratrygginga Íslands á umsókn kæranda um bætur úr sjúklingatryggingu staðfest.
-
09. mars 2022 /Mál nr. 432/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
09. mars 2022 /Mál nr. 67/2022 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
09. mars 2022 /Mál nr. 60/2022 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
09. mars 2022 /Mál nr. 652/2021 - Úrskurður
Örorkumat og endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um endurhæfingarlífeyri og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar velferðarmála var mál kæranda ekki nægjanlega upplýst áður en Tryggingastofnun tók hina kærðu ákvörðun, sbr. 38. gr. laga um almannatryggingar. Þá taldi úrskurðarnefndin ekki heimilt að synja um greiðslur endurhæfingarlífeyris þegar af þeirri ástæðu að endurhæfing færi fram erlendis, enda komi hvorki fram í 7. gr. laga um félagslega aðstoð né reglugerð nr. 661/2020 að endurhæfing þurfi að fara fram hérlendis til þess að réttur til greiðslna sé fyrir hendi.
-
08. mars 2022 /Mál nr. 593/2021 - Úrskurður
Felldur úr gildi úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni.
-
08. mars 2022 /Mál nr. 585/2021 - Úrskurður
Felldur úr gildi úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni kæranda við son sinn.
-
-
04. mars 2022 /Úthlutun byggðakvóta til sveitarfélags.
Byggðakvóti. Úthlutun byggðakvóta til sveitarfélaga. Kæruheimild. Stjórnvaldsákvörðun. Frávísun.
-
04. mars 2022 /Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
Aflaheimildir Byggðastofnunar. Úthlutun aflaheimilda. Stjórnvaldsákvörðun. Mat stjórnvalda. Málsmeðferð.
-
03. mars 2022 /Mál nr. 662/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann hafnaði starfi.
-
03. mars 2022 /Mál nr. 661/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann hafnaði starfi.
-
03. mars 2022 /Mál nr. 648/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta þar sem kærandi hafnaði starfi.
-
03. mars 2022 /Mál nr. 640/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hún mætti ekki á boðaðan fund hjá stofnuninni.
-
03. mars 2022 /Nr. 116/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda [ hann til Grikklands er staðfest.
-
03. mars 2022 /Mál nr. 633/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Kærandi tilkynnti forföll vegna boðaðs viðtals.
-
03. mars 2022 /Mál nr. 595/2022 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
03. mars 2022 /Mál nr. 592/2021 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
03. mars 2022 /Mál nr. 583/2021 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
03. mars 2022 /Nr. 118/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Frakklands er staðfest.
-
03. mars 2022 /Mál nr. 551/2021 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
03. mars 2022 /Nr. 115/2022 Úrskurður
Beiðni kærenda um endurupptöku er samþykkt. Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi og lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda og barna þeirra til efnismeðferðar.
-
-
03. mars 2022 /Mál nr. 577/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði þar sem kærandi hafnaði starfi.
-
-
02. mars 2022 /Mál 11 /2021 Úrskurður
Ráðning í starf. Stjórnvald. Kyn. Aldur. Sönnunarregla. Ekki fallist á brot.
-
02. mars 2022 /Mál nr. 685/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á andlegri færni kæranda.
-
02. mars 2022 /Mál nr. 2/2022 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Úrskurðarnefndin telur rétt að láta reyna á endurhæfingu áður en til örorkumats kemur.
-
02. mars 2022 /Mál nr. 621/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar velferðarmála var mál kæranda ekki nægjanlega upplýst áður en kærð ákvörðun var tekin, sbr. 38. gr. laga um almannatryggingar.
-
02. mars 2022 /Mál 614/2021 - Úrskurur
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar velferðarmála var mál kæranda ekki nægjanlega upplýst áður en kærð ákvörðun var tekin, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
02. mars 2022 /Mál nr. 628/2021 - Úrskurður
Örorkumat, endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um endurhæfingarlífeyri. Úrskurðarnefndin fellst á að skilyrði fyrir greiðslum endurhæfingarlífeyris séu uppfyllt og málinu heimvísað til ákvörðunar á tímalengd endurhæfingarlífeyris.
-
01. mars 2022 /1072/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022
Kærðar voru tafir á afgreiðslu sveitarfélagsins Rangárþings eystra á beiðni um gögn varðandi ráðningu í starf. Kærandi var meðal umsækjanda um starfið og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni.
-
01. mars 2022 /1071/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022
Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Reykjavíkurborg sem vörðuðu málefni látinnar sambýliskonu hans. Synjun Reykjavíkurborgar byggði á því að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga enda væri um að ræða gögn um einkamálefni látins einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Þá taldi borgin að hluti gagnanna væri vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin leysti úr málinu á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, hún taldi hvorki að forsendur væru til þess að takmarka aðgang kæranda að gögnunum vegna einkahagsmuna konunnar né að gögnin gætu talist vinnugögn í raun og lagði fyrir Reykjavíkurborg að veita kæranda aðgang að þeim.
-
01. mars 2022 /1070/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022
Nefnd um eftirlit með lögreglu synjaði beiðni blaðamanns um aðgang að ákvörðun nefndarinnar í máli sem varðaði starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu, og kvörtun til nefndarinnar vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu. Úrskurðarnefndin taldi kvörtunina tengjast sakamálarannsókn sem enn væri í gangi og væri hún þannig undanþegin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu væri gagn sem tengdist málefnum starfsmanna í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin að þær upplýsingar sem fram kæmu í ákvörðuninni yrðu ekki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. Loks væri í ákvörðuninni ekki að finna upplýsingar um einkahagsmuni viðkomandi starfsmanna sem óheimilt væri að veita aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Var nefnd um eftirlit með lögreglu því gert að veita kæranda aðgang að ákvörðuninni í heild sinni.
-
01. mars 2022 /1069/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022
Deilt var um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um afrit af gögnum sem varða úthlutun lóða á Sjómannaskólareit. Kærandi hafði fengið afhent nokkuð af gögnum og Reykjavíkurborg fullyrti að engin frekari gögn væru fyrirliggjandi. Eins og atvikum málsins var háttað taldi úrskurðarnefndin ekki um að ræða synjun um aðgang að gögnum og var kærunni því vísað frá.
-
01. mars 2022 /1068/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022
Deilt var um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang svarbréfi Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda. Synjunin byggði á því að bréfið væri vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Einnig að ráðuneytinu væri óheimilt að veita aðgang að því með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá vísaði ráðuneytið til þess að bréfið innihéldi að stórum hluta umfjöllun um sömu atriði og fram kæmu í bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem úrskurðarnefndin hafi talið með úrskurði nr. 1004/2021 að væri undirorpið sérstakri þagnarskyldu á grundvelli 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Að mati úrskurðarnefndarinnar bar ráðuneytinu að veita kæranda aðgang að bréfinu fyrir utan upplýsingar í því sem vísuðu annaðhvort orðrétt eða svo til orðrétt til bréfs setts ríkisendurskoðanda.
-
01. mars 2022 /1067/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022
Kærð var afgreiðsla Garðabæjar á beiðni um tiltekin gögn sem kærandi taldi sig hafa staðreynt að lægju fyrir hjá sveitarfélaginu. Hins vegar lá ekki fyrir í málinu ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum. Kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar er skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum. Því vísaði nefndin málinu frá.
-
01. mars 2022 /Mál nr. 38/2022 Úrskurður 1. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Nieljohníus (kk.) er samþykkt.
-
01. mars 2022 /Mál nr. 26/2022 Úrskurður 1. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Diddi (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
01. mars 2022 /Mál nr. 24/2022 Úrskurður 1. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Karna (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
01. mars 2022 /Mál nr. 25/2022 Úrskurður 1. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Paradís (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
01. mars 2022 /Mál nr. 23/2022 Endurupptaka Úrskurður 1. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Ýda (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnsins Ída (kvk.).
-
01. mars 2022 /Mál nr. 17/2021 - Úrskurður
Beiting agaviðurlaga. Kynbundin mismunun. Ekki fallist á brot.
-
01. mars 2022 /Mál nr. 22/2022 Endurupptaka Úrskurður 1. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Amarie (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
01. mars 2022 /Mál nr. 21/2022 Úrskurður 1. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Villiblóm er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.
-
01. mars 2022 /Mál nr. 20/2022 Úrskurður 1. marsl 2022
Beiðni um eiginnafnið Hildís (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
01. mars 2022 /Mál nr. 19/2022 Úrskurður 1. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Þórunnborg (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
01. mars 2022 /Mál nr. 18/2022 Úrskurður 1. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Mattheó (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
01. mars 2022 /Mál nr. 17/2022 Úrskurður 1. mars 2022
Beiðni um eiginnafnið Ivan (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
01. mars 2022 /Úrskurður nr. 6/2022
Ráðuneytið taldi að læknir, sem veitt hafði umsögn sem óháður sérfræðingur vegna meintra mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu, hefði verið vanhæfur til að veita umsögn í málinu, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Vísaði ráðuneytið til þess að læknirinn starfaði á sömu læknastofu og sá læknir, sem kvartað var undan í málinu, auk þess að vera stjórnarformaður stofunnar sem kynni að hafa fjárhagslegra hagsmuna að gæta af niðurstöðu embættis landlæknis. Var málsmeðferð embættis landlæknis í málinu því ómerkt og lagt fyrir embættið að taka málið til nýrrar meðferðar.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.