Úrskurðir og álit
-
28. febrúar 2022 /Úrskurður v. skráningar í fyrirtækjaskrá. Skráning tilkynningar um breytingu á samþykktum einkahlutafélags
Úrskurður v. skráningar í fyrirtækjaskrá. Skráning tilkynningar um breytingu á samþykktum einkahlutafélags, lögmæti hluthafafundar, deilur um eignarhald á félagi.
-
28. febrúar 2022 /Mál nr. 8/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Lögvarðir hagsmunir. Viðmiðunarfjárhæðir. Útboðsskylda. Hugbúnaðargerð. Valdsvið kærunefndar. Frávísun að hluta. Stjórnvaldssekt.
-
28. febrúar 2022 /Mál nr. 46/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Lögvarðir hagsmunir. Málskostnaður.
-
28. febrúar 2022 /Mál nr. 40/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Val á tilboði. Tæknilegt hæfi. Hönnunarvernd.
-
28. febrúar 2022 /Mál nr. 4/2022. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Valforsendur. Fjárhagslegt hæfi. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar.
-
28. febrúar 2022 /Mál nr. 1/2022. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvunarkröfu hafnað. Valforsendur.
-
-
25. febrúar 2022 /Úrskurður v. skráningar í fyrirtækjaskrá. Skráning í fyrirtækjaskrá, álagning dagsekta, afmörkun sakarefnis, kæruheimild, breytt stjórnsýsluframkvæmd.
Úrskurður v. skráningar í fyrirtækjaskrá. Skráning í fyrirtækjaskrá, álagning dagsekta, afmörkun sakarefnis, kæruheimild, breytt stjórnsýsluframkvæmd.
-
24. febrúar 2022 /1066/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022
Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum, með undirritun fulltrúanna. Við málsmeðferðina kom í ljós að til voru siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum sem staðfestar höfðu verið af innanríkisráðuneytinu og voru þær afhentar kæranda. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að ekki lægju fyrir frekari gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðna um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunum því vísað frá nefndinni.
-
24. febrúar 2022 /1065/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022
Í málinu var deilt um rétt blaðamanns til aðgangs að upplýsingum um hvort sjúklingar sem lágu inni á gjörgæsludeild Landspítala vegna Covid-19 hefðu verið bólusettir. Beiðninni var synjað á þeim grundvelli að hópurinn væri fámennur og upplýsingarnar vörðuðu þannig trúnaðarskyldu og persónuvernd. Úrskurðarnefndin féllst á að í þessu tilviki kynnu upplýsingarnar í raun að varða einkahagsmuni, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðun spítalans því staðfest.
-
24. febrúar 2022 /Mál nr. 639/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði þar sem kærandi sinnti ekki atvinnuviðtali.
-
24. febrúar 2022 /Mál nr. 636/20210 - Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í þrjá mánuði þar sem kærandi hafnaði atvinnuviðtali.
-
24. febrúar 2022 /1064/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022
Deilt var um afgreiðslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni um afrit af samningum sem stofnunin hafði gert við lögmannsstofur. Stofnunin afhenti kæranda einn verksamning en við meðferð málsins hjá nefndinni var að auki afhent afrit af gjaldskrá og viðskiptaskilmálum. Úrskurðarnefndin taldi mega ætla að ýmis samskipti lægju fyrir sem gætu falið í sér samkomulag um að veita tiltekna þjónustu, þ.e. samninga, og að ekki væri hægt að útiloka að slík gögn féllu undir upplýsingarétt almennings. Nefndin taldi stofnunina ekki hafa tekið rökstudda afstöðu til þessa og vísaði því málinu heim til nýrrar og lögmætrar meðferðar og afgreiðslu.
-
24. febrúar 2022 /Nr. 98/2022 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
24. febrúar 2022 /1063/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022
Orkuveita Reykjavíkur synjaði beiðni um aðgang að gögnum sem vörðuðu reikningsskil félagsins. Félagið vísaði til 9. gr. upplýsingalaga synjuninni til stuðnings og taldi að ef gögnin yrðu gerð opinber gætu þau villt um fyrir fjárfestum og haft áhrif á verðmæti skuldabréfa. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leysti úr málinu á grundvelli 4. tölul. 10. gr. en taldi upplýsingarnar ekki þess eðlis að félaginu væri heimilt að undanþiggja þær upplýsingarétti. Var félaginu gert að afhenda kæranda umbeðin gögn.
-
24. febrúar 2022 /Nr. 111/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að afturkalla alþjóðlega vernd og dvalarleyfi kæranda hér á landi ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða er felld úr gildi.
-
24. febrúar 2022 /1062/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022
Kærð var afgreiðsla Lindarhvols ehf. á beiðni um upplýsingar úr fundargerðum. Félagið hafði veitt kæranda aðgang að hluta fundargerðanna en strikað yfir hluta þess sem þar kom fram, á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefndin taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að tilteknum upplýsingum sem honum hafði verið synjað um og lagði fyrir Lindarhvol að veita kæranda aðgang að þeim.
-
24. febrúar 2022 /626/2021-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði þar sem kærandi hafnaði starfi.
-
24. febrúar 2022 /Mál nr. 599/2021 - Úrskurður
Biðtími. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Ekki rannsakað nægjanlega hvort ástæður kæranda fyrir uppsögn hafi verið gildar. Málinu vísað til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.
-
24. febrúar 2022 /Nr. 41/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
24. febrúar 2022 /Nr. 94/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Síle er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
24. febrúar 2022 /Nr. 79/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Argentínu er staðfest.
-
24. febrúar 2022 /Nr. 69/2022 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kæranda og barns hennar um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þær til Grikklands eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda og barns hennar til efnismeðferðar.
-
24. febrúar 2022 /Nr. 110/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
24. febrúar 2022 /Mál nr. 520/2021 - Úrskurður
Frávísun. Úrskurðarnefnd velferðarmála var þegar búin að úrskurða um ágreiningsefni málsins.
-
-
24. febrúar 2022 /Nr. 106/2022 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
24. febrúar 2022 /Mál nr. 678/2021 - Úrskurður
Frávísun. Kæru vísað frá þar sem ekki lá fyrir endanleg ákvörðun í máli kæranda.
-
24. febrúar 2022 /Mál nr. 625/2021 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki talið afsakanlegt að kæra barst ekki fyrr né að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
24. febrúar 2022 /Mál nr. 616/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta. Ekki heimilt að skerða atvinnuleysisbætur vegna orlofs, orlofsuppbótar og desemberuppbótar í þeim mánuði sem sú greiðsla var innt af hendi. Málinu vísað til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.
-
-
24. febrúar 2022 /Mál nr. 613/2021 - Úrskurður
Frávísun. Kæru vísað frá þar sem ekki lá fyrir endanleg ákvörðun í máli kæranda.
-
24. febrúar 2022 /Mál nr. 534/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta. Ekki heimilt að skerða atvinnuleysisbætur vegna orlofs og orlofsuppbótar í þeim mánuði sem sú greiðsla var innt af hendi. Málinu vísað til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.
-
24. febrúar 2022 /Mál nr. 530/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta. Ekki heimilt að skerða atvinnuleysisbætur vegna orlofs, orlofsuppbótar og desemberuppbótar í þeim mánuði sem sú greiðsla var innt af hendi. Málinu vísað til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.
-
24. febrúar 2022 /Mál nr. 521/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta. Ekki heimilt að skerða atvinnuleysisbætur vegna orlofs og orlofsuppbótar í þeim mánuði sem sú greiðsla var innt af hendi. Málinu vísað til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.
-
24. febrúar 2022 /Nr. 93/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Póllands er staðfest.
-
23. febrúar 2022 /Mál nr. 605/2021 - Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja beiðni um framlengingu samþykktar á greiðsluþátttöku í kostnaði vegna tannréttinga.
-
23. febrúar 2022 /Mál nr. 564/2021 - Úrskurður
Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um upphæð greiðsluþátttöku í svuntuaðgerð.
-
23. febrúar 2022 /Mál nr. 345/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
23. febrúar 2022 /Nr. 27/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 4. mgr. 51. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
23. febrúar 2022 /Nr. 101/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 78. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
23. febrúar 2022 /Nr. 105/2022 Úrskurður
Kæru kæranda á ákvörðun Útlendingastofnunar er vísað frá kærunefnd útlendingamála.
-
23. febrúar 2022 /Mál nr. 452/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Varanleg örorka. Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu felld úr gildi.
-
23. febrúar 2022 /Nr. 103/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um að endurkomubann hans til Íslands verði fellt úr gildi er staðfest.
-
23. febrúar 2022 /Nr. 100/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 65. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
23. febrúar 2022 /Nr. 102/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 58. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
23. febrúar 2022 /Nr. 44/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarskírteini fyrir útlending sem ekki er EES- eða EFTA-borgari á grundvelli hjúskapar með EES- eða EFTA-borgara, sbr. 90. gr. og 2. mgr. 92. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
23. febrúar 2022 /Nr. 104/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum endurkomubann til Íslands í tíu ár er staðfest.
-
23. febrúar 2022 /Mál nr. 644/2021 - Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum.
-
23. febrúar 2022 /Mál nr. 641/2021 - Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum.
-
23. febrúar 2022 /Mál nr. 612/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
23. febrúar 2022 /Mál nr. 610/2021 - Úrskurður
Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 5% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.
-
23. febrúar 2022 /Mál nr. 584/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
22. febrúar 2022 /Úrskurður í máli nr. IRN22010633
Hornafjörður: Ákvörðun bæjarráðs um að hafna beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda úrskurðuð ólögmæt
-
-
22. febrúar 2022 /Mál nr. 579/2021 - Úrskurður
Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um enga umgengni kæranda við börn hennar.
-
17. febrúar 2022 /1061/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022
Kærð var synjun Herjólfs ohf. á beiðni um afrit af ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Úrskurðarnefndin rakti að skv. 7. gr. upplýsingalaga ætti almenningur að jafnaði ekki rétt á upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir lögin. Í 7. gr. kæmu fram nokkrar undantekningar frá þeirri meginreglu en ráðningarsamningur og starfslýsing framkvæmdastjóra opinbers hlutafélags féllu ekki undir þær. Var synjun Herjólfs því staðfest.
-
17. febrúar 2022 /1060/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022
Deilt var um aðgang kæranda að tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs í þjóðgarðinum. Málinu var vísað til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs var byggt á því að tilkynningin væri undanþegin gildissviði upplýsingalaga á grundvelli 1. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi tilkynninguna ótvírætt vera hluta af rannsókn sakamáls. Aðgangur að henni yrði því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Synjun á beiðni um aðgang að henni verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
17. febrúar 2022 /1059/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022
Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðni kæranda um aðgang að samskiptum ráðuneytisins við forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins vegna breytinga á launum vegna COVID-19 faraldursins. Beiðni kæranda var hafnað með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Fram kom að forstjóra ÁTVR hefðu ekki verið ákvörðuð viðbótarlaun, sbr. reglur um greiðslu viðbótarlauna forstöðumanna, nr. 491/2019. Úrskurðarnefndin taldi gögnin bera ótvírætt með sér að tilheyra máli þar sem tekin væri ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og vörðuðu þar af leiðandi „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Synjun ráðuneytisins var því staðfest.
-
17. febrúar 2022 /1058/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu synjaði kæranda um aðgang að dagbókarfærslu sem varð til vegna tilkynningar kæranda til lögreglunnar um að barn hans væri týnt. Lögreglan vísaði til þess að þegar aðili kæmi á lögreglustöð og tilkynnti um týndan einstakling skyldi lögregla hefja rannsókn máls, þótt ekki lægi fyrir grunur um refsiverða háttsemi, sbr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Úrskurðarnefndin taldi dagbókarfærsluna tilheyra rannsóknargögnum sakamáls og yrði aðgangur að þeim því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Synjun á beiðni um aðgang að þeim verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
17. febrúar 2022 /1057/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022
Deilt um afgreiðslu Garðabæjar á gagnabeiðnum kæranda en hann taldi sveitarfélagið ekki hafa yfirsýn og gæti því ekki sannað að öll umbeðin gögn hefðu verið afhent. Úrskurðarnefndin rakti að skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga væri úrskurðarvald nefndarinnar afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Það væri ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld hafi yfirsýn yfir afgreiðslu upplýsingabeiðna og afhendingu gagna, eða með hvaða hætti þau skrá upplýsingar um meðferð mála hjá sér. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
17. febrúar 2022 /1056/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022
Deilt var um það hvort yfirmönnum hjúkrunarheimilisins Dyngju væri heimilt að takmarka upplýsingar til kæranda um það hverjir veittu honum þjónustu hverju sinni og krefjast þess að kærandi bæði þrisvar sinnum á sólarhring um upplýsingarnar. Úrskurðarnefndin tók fram að kæruheimild til nefndarinnar væri bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Það væri ekki á valdsviði nefndarinnar að leggja mat á hvort viðvarandi upplýsingagjöf til einstaklings væri í samræmi við persónuverndarlöggjöf eða hvernig slíkri upplýsingagjöf skyldi hagað til framtíðar. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
16. febrúar 2022 /Mál nr. 37/2022 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki var talið afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr eða að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
16. febrúar 2022 /Mál nr. 664/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
16. febrúar 2022 /Mál nr. 519/2021 - Úrskurður
Endurhæfingalífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um greiðslu endurhæfingarlífeyris. Endurhæfingaráætlun var ekki talin uppfylla skilyrði 7. gr. laga um félagslega aðstoð þar sem að hún var hvorki talin nægjanlega umfangsmikil né markviss.
-
16. febrúar 2022 /Mál nr. 575/2021 - Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um uppbót/styrk til bifreiðakaupa og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til mats á göngugetu kæranda. Að mati úrskurðarnefndar var málið ekki nægjanlega upplýst áður kærð ákvörðun var tekin.
-
16. febrúar 2022 /Mál nr. 649/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til mats á örorku. Að mati úrskurðarnefndar er starfsendurhæfing ekki raunhæf að svo stöddu.
-
16. febrúar 2022 /Mál nr. 637/2021 - Úrskurður
Umönnunarmat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að ákvarða umönnun sonar kæranda samkvæmt 5. flokki, 0% greiðslur
-
15. febrúar 2022 /Úrskurður nr. 5/2022
Í málinu hafði kærandi kvartað til embættis landlæknis vegna meintra mistaka og vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu, sbr. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, sem hann taldi hafa átt sér stað er hann sótti þjónustu lækna á heilsugæslustöð. Embætti landlæknis taldi kvörtun kæranda frekar fela í sér athugasemd við þjónustu samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga og tók kvörtunina ekki til efnislegrar meðferðar. Kærði kærandi þá málsmeðferð til ráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins sagði m.a. að svo kvörtun til embættis verði tekin til meðferðar á grundvelli 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu verði hún að gefa að einhverju leyti til kynna að mistök eða vanræksla hafi átt sér stað við veitingu heilbrigðisþjónustu. Taldi ráðuneytið að gögn málsins bentu til þess kærandi væri að gera athugasemdir við þá þjónustu sem hann hefði fengið á heilsugæslu, en ekki meint mistök eða vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu. Var málsmeðferð embættis landlæknis því staðfest.
-
-
-
-
-
-
-
15. febrúar 2022 /Mál nr. 115/2021 - Úrskurður
Kröfu leigusala um að ganga að tryggingu leigjenda hafnað.
-
15. febrúar 2022 /Mál nr. 111/2021 - Úrskurður
Tryggingarfé. Leigusali vísaði ágreiningi um bótaskyldu leigjanda ekki til kærunefndar innan lögbundins frests.
-
15. febrúar 2022 /Mál nr. 108/2021 - Álit
ÁLIT KÆRUNEFNDAR HÚSAMÁLA í máli nr. 108/2021 Sameign/séreign: Forstofugangur og útidyr á jarðhæð. I. Málsmeðferð kærunefndar Með álitsbeiðni, dags. 1. nóvember 2021, beindu A, f.h. B ehf., C og D,)...
-
15. febrúar 2022 /Mál nr. 107/2021 - Álit
í máli nr. 107/2021 Frávísun: Málið skuli fyrst afgreitt innan húsfélagsins.
-
15. febrúar 2022 /Mál nr. 106/2021 - Úrskurður
Tryggingarfé. Ágreiningi um bótaskyldu leigjanda ekki vísað til nefndarinnar innan lögbundins frests.
-
-
15. febrúar 2022Úrskurður um sekt vegna gististarfsemi
Heimagisting. Stjórnvaldssekt. Gististarfsemi.
-
-
-
10. febrúar 2022 /Nr. 81/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar í máli kæranda er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál hans til meðferðar á ný.
-
10. febrúar 2022 /Mál nr. 670/2021 - Úrskurður
Húsnæðisbætur. Staðfest synjun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á beiðni kæranda um niðurfellingu skuldar vegna ofgreiddra húsnæðisbóta. Skilyrði 3. mgr. 22. gr. reglugerðar nr. 1200/2016 um húsnæðisbætur ekki uppfyllt.
-
10. febrúar 2022 /Mál nr. 647/2021 - Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Staðfest ákvörðun Reykjavíkurborgar um að greiða kæranda skerta fjárhagsaðstoð vegna fjármuna á bankareikningi.
-
10. febrúar 2022 /Mál nr. 603/2021 - Úrskurður
Félagslegt leiguhúsnæði. Lögvarðir hagsmunir. Kæru vísað frá þar sem kærandi hafði þegar fengið úthlutað húsnæði.
-
10. febrúar 2022 /Mál nr. 368/2019 - Úrskurður
Félagslegt leiguhúsnæði. Felld úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um að úthluta kærendum félagslegu leiguhúsnæði sem áfangahúsnæði.
-
10. febrúar 2022 /Mál nr. 87/2021 - Álit
Ákvörðunartaka. Hagnýting og leiga á hluta sameiginlegar lóðar.
-
09. febrúar 2022 /Mál nr. 597/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2020.
-
09. febrúar 2022 /Mál nr. 574/2021 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki var talið afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr eða að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
09. febrúar 2022 /Mál nr. 573/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2020.
-
09. febrúar 2022 /Mál nr. 571/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2020. Ekki fallist á að flokka slysadagpeninga eins atvinnutekjur með tilheyrandi frítekjumarki þar sem að slysadagpeningar flokkast sem tekjur sem falla undir 2. tölul. A-liðar laga um tekjuskatt og njóta því ekki 1.200.000 kr. frítekjumarks sem getið er um í 3. málsl. 1. mgr. 23. gr. laga um almannatryggingar.
-
03. febrúar 2022 /Nr. 80/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Austurríkis er staðfest.
-
03. febrúar 2022 /Nr. 67/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
03. febrúar 2022 /Nr. 74/2022 Úrskurður
Kröfu kærenda um endurupptöku er vísað frá kærunefnd útlendingamála.
-
03. febrúar 2022 /Nr. 75/2022 Úrskurður
Beiðni kærenda um endurupptöku er samþykkt. Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi og lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda til efnismeðferðar.
-
03. febrúar 2022 /Mál nr. 567/2021 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki talið afsakanlegt að kæra barst ekki fyrr né að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
03. febrúar 2022 /Mál nr. 559/2021 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki talið afsakanlegt að kæra barst ekki fyrr né að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
03. febrúar 2022 /Nr. 72/2022 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku á máli kærunefndar útlendingamála er vísað frá kærunefnd.
-
03. febrúar 2022 /Mál nr. 522/2021 - Úrskurður
Ráðningarstyrkur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um ráðningarstyrk þar sem tiltekinn starfsmaður hafði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu.
-
03. febrúar 2022 /Nr. 78/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Argentínu er felld úr gildi og lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til efnismeðferðar.
-
03. febrúar 2022 /Nr. 73/2022 Úrskurður
Beiðni kærenda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd útlendingamála er vísað frá kærunefnd.
-
03. febrúar 2022 /Mál nr. 591/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði þar sem kærandi mætti ekki á boðaðan fund hjá stofnuninni.
-
03. febrúar 2022 /Mál nr. 561/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í þrjá mánuði þar sem kærandi mætti ekki á boðaðan fund hjá stofnuninni.
-
03. febrúar 2022 /Mál nr. 558/202 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði þar sem kærandi hafnaði starfi.
-
03. febrúar 2022 /Mál nr. 553/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði þar sem kærandi hafnaði starfi.
-
03. febrúar 2022 /Mál nr. 550/2021 - Úrskurður
Biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Starfi sagt upp án gildra ástæðna.
-
-
-
-
02. febrúar 2022 /Mál nr. 582/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
02. febrúar 2022 /Mál nr. 540/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
02. febrúar 2022 /Mál nr. 538/2021 - Úrskurður
Slysatrygging/örorka. Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 5% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss er staðfest.
-
02. febrúar 2022 /Mál nr. 177/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
02. febrúar 2022 /Mál nr. 454/2021 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Synjun Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um bætur úr sjúklingatryggingu staðfest.
-
02. febrúar 2022 /Mál nr. 596/2021 - Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum.
-
02. febrúar 2022 /Mál nr. 380/2021 - Úrskurður
Slysatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um endurgreiðslu kostnaðar úr slysatryggingum almannatrygginga.
-
01. febrúar 2022 /Úrskurður nr. 4/2022
Kærandi kærði málsmeðferð embættis landlæknis vegna álits þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann hefði gert mistök við veitingu heilbrigðisþjónustu. Byggði kærandi m.a. á því að honum hefði ekki verið veitt tækifæri til að tjá sig um umsögn óháðs sérfræðings sem embætti landlæknis hafði aflað við meðferð málsins. Í niðurstöðu ráðuneytisins segir að umsagnir óháðra sérfræðinga hafi almennt talsverða þýðingu fyrir niðurstöðu slíkra mála. Þar sem kæranda hafi ekki verið veitt færi á tjá sig um umsögnina hafi meðferð málsins ekki verið í samræmi við andmælareglu 13. gr. stjórnsýslulaga. Var meðferð málsins því ómerkt og lagt fyrir embætti landlæknis að taka málið til nýrrar meðferðar.
-
-
27. janúar 2022 /Mál nr. 663/2021 - Úrskurður
Félagslegt leiguhúsnæði. Staðfest synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um félagslegt leiguhúsnæði. Skilyrði e-liðar 4. gr. reglna sveitarfélagsins um félagslegt leiguhúsnæði ekki uppfyllt.
-
27. janúar 2022 /Mál nr. 634/2021 - Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Felld úr gildi ákvörðun Kópavogsbæjar um að synja umsókn kæranda um fjárhagsaðstoð. Kærandi hafði lagt fram óyggjandi gögn um að innstæða tiltekins bankareiknings væri ekki í hans eigu og því ekki eign í skilningi 18. gr. reglna Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð. Þeim þætti kærunnar er laut að kröfu um greiðslu skaða- og miskabóta og að tilmælum yrði beint til sveitarfélagsins var vísað frá.
-
27. janúar 2022 /Mál nr. 589/2021 - Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Staðfest synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um fjárhagsaðstoð þar sem tekjur voru hærri en grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.
-
27. janúar 2022 /Nr. 49/2022 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum vísa henni og börnum hennar frá Íslandi er staðfest.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 556/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 560/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar áður en til örorkumats kemur.
-
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 543/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt
-
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 536/2021 - Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um uppbót/styrk til bifreiðakaupa. Skilyrði um hreyfihömlun samkvæmt 10. gr. laga nr. 99/2007 ekki uppfyllt.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 594/2021 - Úrskurður
Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni kærandi við börn hennar.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 514/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á andlegri færni kæranda.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 572/2021 - Úrskurður
Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni kæranda við börn hennar.
-
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 194/2021 Úrskurður 26. janúar 2022
Beiðni um eiginnafnið Óríon (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 190/2021 Úrskurður 26. janúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Telekía (kvk.) er samþykkt og skal það fært á mannanafnaskrá.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 188/2021 Úrskurður 26. janúar 2022
Beiðni um eiginnafnið Ástmarý (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 16/2022 Úrskurður 26. janúar 2022
Beiðni um eiginnafnið Lucy (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 15/2022 Úrskurður 26. janúar 2022
Beiðni um eiginnafnið Ýda (kvk.) er hafnað.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 14/2022 Úrskurður 26. janúar 2022
Beiðni um eiginnafnið Norður er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá á lista yfir kynhlutlaus nöfn.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 570/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 13/2022 Úrskurður 26. janúar 2022
Beiðni um eiginnafnið Matheo (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 12/2022 Úrskurður 26. janúar 2022
Beiðni um eiginnafnið Ragn er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá á lista yfir kynhlutlaus nöfn.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 11/2022 Úrskurður 26. janúar 2022
Beiðni um eiginnafnið Dylan (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 5/2022 Endurupptökubeiðni Úrskurður 26. janúar 2022
Beiðni um eiginnafnið Eldhamar (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá. Millinafnið Eldhamar skal tekið af mannanafnaskrá.
-
26. janúar 2022 /Nr. 48/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 68. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
26. janúar 2022 /Nr. 45/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar er staðfest hvað varðar ákvörðun um brottvísun kæranda. Endurkomubann kæranda er ákveðið 5 ár.
-
26. janúar 2022 /Nr. 43/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 68. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
26. janúar 2022 /Nr. 46/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 68. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
26. janúar 2022 /Nr. 42/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 71. gr. laga um útlendinga er staðfest. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka til skoðunar hvort kærandi uppfylli skilyrði til útgáfu dvalarleyfis á grundvelli sérstakra tengsla við landið, sbr. 78. gr. laga um útlendinga.
-
26. janúar 2022 /Nr. 32/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 71. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
26. janúar 2022 /Nr. 25/2022 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
26. janúar 2022 /Mál nr. 602/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar áður en til örorkumats kemur.
-
24. janúar 2022 /Mál nr. 114/2021 - Úrskurður
Tryggingarfé: Leigusali vísaði ágreiningi um bótaskyldu leigjanda ekki til kærunefndar innan lögbundins frests.
-
-
-
-
24. janúar 2022 /Mál nr. 104/2021 - Álit
Sameiginlegur kostnaður/sérkostnaður: Viðgerðir vegna leka frá svölum.
-
24. janúar 2022 /Mál nr. 103/2021 - Úrskurður
Leigusala heimilt að ganga að tryggingu vegna leiguvanskila en kröfu hans að öðru leyti hafnað.
-
-
-
24. janúar 2022 /Mál nr. 71/2021 - Úrskurður
Jafnskiptur kostnaður/hlutfallsskiptur kostnaður. Skuld vegna notkunar á hita í séreignarhlutum. Krafa um sameiginlegan kostnað aftur í tímann.
-
20. janúar 2022 /Nr. 3/2022 Úrskurður
Kröfu kæranda og barns hennar um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
20. janúar 2022 /Nr. 1/2022 Úrskurður
Kröfu kæranda um endurupptöku og frestun réttaráhrifa er hafnað.
-
20. janúar 2022 /Mál nr. 497/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta. Kærandi hafði fengið greitt fyrir mistök.
-
-
20. janúar 2022 /Mál nr. 490/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt kæranda í þrjá mánuði. Kærandi tilkynnti forföll vegna boðaðs viðtals.
-
-
-
-
-
20. janúar 2022 /Nr. 38/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Póllands er staðfest.
-
20. janúar 2022 /Mál nr. 541/2021 - Úrskurður
Biðtími. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Ekki rannsakað nægjanlega hvort ástæður kæranda fyrir uppsögn hafi verið gildar. Málinu vísað til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.
-
20. janúar 2022 /Mál nr. 528/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta þar sem kærandi sinnti ekki atvinnuviðtali.
-
20. janúar 2022 /Mál nr. 523/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta þar sem kærandi mætti ekki í boðað vegabréfaeftirlit.
-
20. janúar 2022 /Mál nr. 518/2022 - Úrskurður
Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt kæranda í þrjá mánuði. Ekki sýnt fram á að kærandi hafi sannanlega verið boðið starf og hann hafnað því.
-
20. janúar 2022 /Mál nr. 516/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði þar sem kærandi mætti ekki á námskeið.
-
20. janúar 2022 /Mál nr. 513/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði þar sem kærandi hafnaði störfum.
-
20. janúar 2022 /Mál nr. 508/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta vegna tekna kæranda. Tekjuáætlun ekki í samræmi við rauntekjur.
-
20. janúar 2022 /Mál nr. 507/2021 - Úrskurður
Bótaréttur. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um bótarétt kæranda. Ekki rétt staðið að útreikningi á bótarétti og málinu því vísað til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.
-
20. janúar 2022 /Mál nr. 504/2021 - Úrskurður
Sjálfstætt starfandi. Almenn skilyrði. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur þar sem hún var með opna launagreiðendaskrá.
-
20. janúar 2022 /Nr. 30/2022 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
20. janúar 2022 /Nr. 29/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Póllands er staðfest.
-
19. janúar 2022 /Synjun um rétt til að nota starfsheitið kennari
Kærandi óskaði eftir að fá útgefið leyfi til að nota starfsheitið kennari og vísar í rétt sinn samkvæmt eldri lögum, sem hann telur enn til staðar. Ákvörðun Menntamálastofnunar um að synja umsókn kæranda er staðfest.
-
19. janúar 2022 /Mál nr. 91/2021
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að meðhöndla lífeyrisgreiðslur kæranda frá Svíþjóð sem lífeyrissjóðstekjur við endurreikning og uppgjör bóta.
-
19. janúar 2022 /Mál nr. 552/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Skuldajöfnun. Staðfest ákvörðun um að skuldajafna inneign sem myndaðist við endurreikning og uppgjör tekjutengdra greiðslna ársins 2020 upp í eldri skuldir.
-
19. janúar 2022 /Mál nr. 503/2021 - Úrskurður
Formannmarki. Kæru vísað frá þar sem að ekki er til staðar ágreiningur á milli kæranda og Tryggingastofnunar ríkisins um nein af þeim ágreiningsefnum sem tilgreind eru í 13. gr. laga um almannatryggingar.
-
19. janúar 2022 /Mál nr. 496/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2020.
-
19. janúar 2022 /Nr. 47/2022 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um útgáfu vegabréfsáritunar er staðfest
-
19. janúar 2022 /Mál nr. 537/2021 - Úrskurður
Sérstakt framlag. Staðfest ákvörðun Sýslumannsins á Norðurlandi Eystra um að hafna beiðni kæranda um úrskurð um sérstakt framlag vegna tannréttinga dóttur hennar. Með vísan til 2. og 3. mgr. 20. gr. a. laga um almannatryggingar er það mat úrskurðarnefndar að beiðni kæranda hafi ekki verið lögð fram innan tilskilinna tímamarka.
-
19. janúar 2022 /Mál nr. 439/2021 - Úrskurður
Ellilífeyrir. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um hálfan ellilífeyri og málinu heimvísað til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var Tryggingastofnun ekki heimilt að synja kæranda um hálfan ellilífeyri með vísan til athugasemda með 3. málsl. 4. mgr. 17. gr. laga um almannatryggingar í frumvarpi til laga nr. 75/2020 þegar af þeirri ástæðu að hann væri einungis með 1% starfshlutfall.
-
19. janúar 2022 /Úrskurður nr. 3/2022
Málið varðaði umsókn lyfjaverslunar um undanþágu frá ákvæði 5. mgr. 37. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 um tvo lyfjafræðinga að störfum. Byggðu kærendur á því að við mat á umfangi starfsemi í skilningi ákvæðisins hefði Lyfjastofnun ekki litið til þess að opnunartími verslunarinnar væri mun lengri en almennur afgreiðslutími lyfjaverslana. Var það mat ráðuneytisins að mat Lyfjastofnunar hefði ekki tekið nægilegt tillit til aðstæðna í málinu og verið ófullnægjandi. Vísaði ráðuneytið í þessu sambandi m.a. til sjónarmiða um skyldubundið mat og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Var ákvörðun Lyfjastofnunar því felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar.
-
19. janúar 2022 /Úrskurður nr. 2/2022
Málið varðaði umsókn lyfjaverslunar um undanþágu frá ákvæði 5. mgr. 37. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 um tvo lyfjafræðinga að störfum. Byggðu kærendur á því að Lyfjastofnun hefði ekki tekið tillit til raunverulegs álagstíma í lyfjaversluninni auk þess sem afgreiðsla á vélskömmtuðum lyfjum væri hátt, en þær afgreiðslur væru ekki sambærilegar afgreiðslum úr verslun. Í úrskurðinum féllst ráðuneytið rök Lyfjastofnunar um að ekki skyldi gera greinarmun á afgreiðslum vélskammtaðra lyfja og afgreiðslum í verslun við mat á umfangi starfsemi. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun Lyfjastofnunar að mestu leyti en taldi unnt að veita undanþágu frá ákvæði 5. mgr. 37. gr. lyfjalaga á tilteknum tímum dags, þegar umfang starfsemi væri lítið í skilningi ákvæðisins.
-
19. janúar 2022 /Vörslusvipting nautgripa á grundvelli 37. gr. laga nr. 55/2013, um velferð dýra
Vörslusvipting, lög um velferð dýra, 10. Gr. laga um velferð dýra, aðbúnaður nautgripa ábótavant
-
19. janúar 2022 /Mál nr. 563/2021 - Úrskurður
Bifreiðamál. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um uppbót/styrk vegna kaupa á bifreið. Ekki voru liðin 5 ár frá síðustu styrkveitingu.
-
19. janúar 2022 /Mál nr. 279/2021 - Úrskurður
Ellilífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar um að skerða ellilífeyrisgreiðslur til kæranda vegna lífeyrisgreiðslna frá Svíþjóð.
-
-
13. janúar 2022 /Mál nr. 9/2022 Úrskurður 13. janúar 2022
Beiðni um eiginnafnið Issa (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. janúar 2022 /Mál nr. 8/2022 Úrskurður 13. janúar 2022
Beiðni um eiginnafnið Chris (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.