Úrskurðir og álit
-
04. febrúar 2020 /Nr. 8/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 70. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka umsókn kæranda til nýrrar meðferðar.
-
04. febrúar 2020 /Nr. 9/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um ótímabundið dvalarleyfi á grundvelli 58. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka umsókn kæranda til nýrrar meðferðar.
-
04. febrúar 2020 /Nr. 39/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum sjö ára endurkomubann er staðfest.
-
04. febrúar 2020 /Nr. 10/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 70. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka umsókn kæranda til nýrrar meðferðar.
-
04. febrúar 2020 /Ákvörðun Fiskistofu kærð vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019
Byggðakvóti. Byggðakvóti. Úthlutun aflaheimilda. Skilyrði fyrir úthlutun. Heimilisfang eiganda báts. Lögvarðir hagsmunir.
-
04. febrúar 2020 /Nr. 11/2020 Úrskurður
Kæru kæranda á ákvörðun Útlendingastofnunar er vísað frá kærunefnd útlendingamála.
-
04. febrúar 2020 /Nr. 12/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 71. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka umsókn kæranda til nýrrar meðferðar.
-
04. febrúar 2020 /Nr. 29/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum tveggja ára endurkomubann er staðfest.
-
-
-
-
-
03. febrúar 2020 /Nr. 41/2020 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til efnismeðferðar.
-
03. febrúar 2020 /Mál nr. 29/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 20. desember 2018 kærði Hraðbraut ehf. að þjónustusamningar mennta- og menningarmálaráðuneytisins (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) við Verslunarskóla Íslands ses., Tækniskólann ehf., og Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. hefðu ekki verið boðnir út í samræmi við ákvæði laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Kærandi gerir þær kröfur að „ráðherra tryggi að útboð þessara þjónustusamninga fari fram sem fyrst“ í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup. Til vara er þess krafist „að ráðherra sæti fjárhagslegri ábyrgð.“ Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Kærandi krefst jafnframt málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Skilaði hann greinargerð 21. febrúar 2019, sem skilja verður með þeim hætti að hann krefjist þess að öllum kröfum kæranda verði hafnað. Með bréfum 9. júní 2019 og 28. ágúst 2019 var óskað frekari upplýsinga frá varnaraðila sem svarað var með bréfum mótteknum 12. júní og 23. september 2019. Verzlunarskóla Íslands ses., Tækniskólanum ehf. og Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. voru jafnframt kynnt gögn málsins og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Verzlunarskóli Íslands ses. og Tækniskólinn ehf. skiluðu greinargerðum mótteknum 11. og 12. september 2019 án þess að í þeim kæmu fram sérstakar kröfur um málsúrslit. Menntaskóli Borgarfjarðar ehf. lét málið ekki til sín taka. Kærandi kom frekari röksemdum á framfæri með greinargerðum sem mótteknar voru 11. mars og 30. september 2019. Með erindi 26. nóvember 2019 tilkynnti kærunefnd útboðsmála aðilum að hún hefði til skoðunar að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort framlög ríkisins til framhaldsskóla samkvæmt þjónustusamningum leiði til þess að útboðsskylda sé til staðar, sbr. tilskipun nr. 2014/24/ESB. Var aðilum gefið færi á að tjá sig um þetta, sbr. 3. mgr. 108. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Athugasemdir bárust frá kæranda og varnaraðila 5. desember 2019, en aðrir aðilar hafa ekki látið þennan þátt málsins til sín taka.
-
31. janúar 2020 /Kærð var ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 22. nóvember 2016 um að synja umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í fl. II að.
Synjun á umsókn um útgáfu rekstrarleyfis í flokki II – Gististaðir
-
31. janúar 2020 /Synjun á umsókn um útgáfu rekstrarleyfis í flokki II – Gististaðir.
Kærð var ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, frá 22. nóvember 2016 um að synja umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í fl. II að [Y].
-
29. janúar 2020 /Nr. 32/2020 Úrskurður
Beiðni kærenda um endurupptöku máls þeirra fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
29. janúar 2020 /Mál nr. 439/2019 - Úrskurður
Slysatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að ekki hafi verið um óvæntar ytri aðstæður að ræða í tilviki kæranda.
-
29. janúar 2020 /Mál nr. 422/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Úrskurðarnefndin féllst á að skilyrði 50% örorku væru uppfyllt. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til ákvörðunar á tímalengd greiðslu örorkustyrks.
-
29. janúar 2020 /Nr. 28/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
29. janúar 2020 /Mál nr. 304/2019 - Úrskurður
Slysatrygging/örorka. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um 10% varanlega örorku kæranda. Úrskurðarnefndin taldi að varanleg örorka kæranda væri hæfilega metin 19%.
-
29. janúar 2020 /Nr. 33/2020 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands eru staðfestar.
-
29. janúar 2020 /Mál nr. 447/2019 - Úrskurður
Örorka. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
29. janúar 2020 /Mál nr. 445/2019 - Úrskurður
Slysatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga. Ekki um skyndilegan utanaðkomandi atburð að ræða í tilviki kæranda.
-
29. janúar 2020 /Mál nr. 444/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
29. janúar 2020 /Nr. 35/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Grikklands er staðfest.
-
29. janúar 2020 /Nr. 37/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Svíþjóðar er staðfest.
-
29. janúar 2020 /Nr. 34/2020 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kæranda og barna hans um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands eru staðfestar.
-
29. janúar 2020 /Mál nr. 344/2019 - Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja þátttöku í kostnaði vegna tannlækninga. Tannvandi kæranda ekki talinn falla undir þágildandi 1. tölul. 15. gr. reglugerðar nr. 451/2013. Ekki fallist á vanhæfi lektors við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Ekki talið að Sjúkratryggingar Íslands hefðu brotið gegn 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða 11. gr. sömu laga.
-
29. janúar 2020 /Nr. 391/2019 - Úrskurður
Læknismeðferð erlendis. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja kæranda um greiðslu ferðastyrks fylgdarmanns vegna læknismeðferðar erlendis. Ekki fallist á að mjög mikil áhætta fylgi ferðalaginu eða að kærandi sé ósjálfbjarga í skilningi 8. gr. reglugerðar nr. 712/2010.
-
28. janúar 2020 /Mál nr. 519/2019 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.
-
-
-
28. janúar 2020 /Mál nr. 378/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta.
-
-
28. janúar 2020 /Mál nr. 458/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta á grundvelli 46. gr. laga nr. 54/2006. Kærandi tilkynnti ekki um heimkomu.
-
28. janúar 2020 /Mál nr. 448/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að hafna umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur. Fullnægjandi vottorð frá fyrrverandi vinnuveitanda lá ekki fyrir.
-
28. janúar 2020 /Mál nr. 306/2019 - Úrskurður
Bótahlutfall, viðurlög og ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um leiðréttingu á bótahlutfalli og innheimtu ofgreiddra bóta. Felld úr gildi ákvörðun um að fella niður bótarétt í tvo mánuði.
-
24. janúar 2020 /Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030116
Stjórnsýsla Sveitarfélagsins Skagafjarðar
-
23. janúar 2020 /Nr. 22/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum vísa henni frá Íslandi er staðfest.
-
23. janúar 2020 /Nr. 30/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er felld úr gildi að hluta. Lagt er fyrir stofnunina að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.
-
23. janúar 2020 /Nr. 24/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda og börnum hennar um fjölskyldusameiningu á grundvelli 3. mgr. 45. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til meðferðar að nýju.
-
23. janúar 2020 /Nr. 21/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Kæranda er veitt alþjóðleg vernd á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 1. mgr. 40. gr. s.l. Lagt er fyrir stofnunina að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 73. gr. laga um útlendinga.
-
23. janúar 2020 /Nr. 26/2020 úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kæranda og A um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum og vísa þeim frá Íslandi er staðfest.
-
23. janúar 2020 /Nr. 23/2020 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar í málum kærenda er felld úr gildi. Kærendum er veitt alþjóðleg vernd á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 1. mgr. 40. gr. s.l. og 2. mgr. 45. gr. s.l. Lagt er fyrir stofnunina að veita kærendum dvalarleyfi á grundvelli 73. gr. laga um útlendinga.
-
23. janúar 2020 /Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18120080
Stjórnsýsla Norðurþings
-
22. janúar 2020 /Höfnun framhaldsskóla á umsókn um iðnmeistaranám
Ár 2020, miðvikudaginn 22. janúar, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur úrskurður
-
22. janúar 2020 /Mál nr. 408/2019 - Úrskurður
Meðlag. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að hafa milligöngu um meðlagsgreiðslur til barnsmóður kæranda. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að túlka yrði heimild Tryggingastofnunar til greiðslu aftur í tímann samkvæmt 4. mgr. 63. gr. laga um almannatryggingar á þá leið að stofnuninni bæri almennt að greiða aftur í tímann í samræmi við lagaákvæðið ef meðlagsákvörðun gæfi tilefni til þess
-
22. janúar 2020 /Mál nr. 407/2019 - Úrskurður
Meðlag. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að hafa milligöngu um meðlagsgreiðslur til barnsmóður kæranda. Lögformleg meðlagsákvörðun lá fyrir.
-
22. janúar 2020 /Mál nr. 401/2019 - Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um uppbót/styrk til bifreiðakaupa. Kærandi ekki talinn uppfylla skilyrði 1. tölul. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 170/2009 um að ökumaður kæranda væri heimilismaður hans.
-
22. janúar 2020 /Mál nr. 400/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum. Mat úrskurðarnefndarinnar var að miða skyldi við fjármagnstekjur fyrir skatt við endurreikning og uppgjör bóta.
-
22. janúar 2020 /Mál nr. 395/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um barnalífeyri vegna náms. Eignir kæranda voru yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar nr. 1200/2018 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri
-
22. janúar 2020 /Mál nr. 390/2019 - Úrskurður
Hjálpartæki. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um styrk til kaupa á hjólastólalyftu í bíl, festingu í bifreið og ísetningu tækja. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi ljóst að kærandi dveldist á öldrunarstofnun og uppfyllti því ekki skilyrði 5. gr. reglugerðar nr. 1155/2013.
-
22. janúar 2020 /Mál nr. 295/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu. Kæru vegna frádráttar staðgreiðslu af bótum til kæranda vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála og kröfu um greiðslu lögmannskostnaðar hafnað.
-
22. janúar 2020 /Mál nr. 374/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum kæranda og innheimtu ofgreiddra bóta.
-
22. janúar 2020 /Mál nr. 370/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum. Tekjur kæranda á árinu 2018 reyndust vera hærri en gert hafði verið ráð fyrir í tekjuáætlun.
-
22. janúar 2020 /Mál nr. 360/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2018. Ástæða þess að bætur voru vangreiddar til kæranda var að rekja til þess að tekjur kæranda vegna ársins í heild voru vanáætlaðar í tekjuáætlunum.
-
20. janúar 2020 /Mál nr. 431/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Barnaverndar að aflétta ekki nafnleynd vegna tilkynningar um aðstæður dóttur kæranda.
-
20. janúar 2020 /Mál nr. 415/2019 - Úrskurður
Felld úr gildi ákvörðun Barnaverndar að loka máli vegna dóttur kæranda.
-
20. janúar 2020 /Mál nr. 371/2019 - Úrskurður
Felld úr gildi ákvörðun Barnaverndar um að loka máli vegna sonar kæranda.
-
18. janúar 2020 /Mál nr. 26/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. október 2019 kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. örútboð Framkvæmdasýslu ríkisins á búnaði fyrir hjúkrunarheimili á Sléttuvegi í Reykjavík, sem efnt var til á grundvelli rammasamnings nr. 20674. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila frá 10. október 2019 um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði. Jafnframt er gerð krafa um að kæruefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Kærandi skilaði viðbótarupplýsingum með kæru 22. október 2019. Varnaraðila var kynnt kæran og þær viðbótarupplýsingar sem fylgdu með henni og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð móttekinni 24. október 2019 krafðist hann þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Með tölvubréfi 2. nóvember 2019 óskaði kærunefnd útboðsmála eftir frekari upplýsingum og gögnum frá kæranda sem bárust 4. nóvember 2019. Varnaraðili skilaði viðbótarathugasemdum af sinni hálfu með tölvubréfum 22. nóvember og 4. desember 2019. Kærandi skilaði andsvörum 19. desember 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 8. nóvember 2019 var fallist á þá kröfu kæranda að hið kærða útboð yrði stöðvað um stundarsakir.
-
18. janúar 2020 /Mál nr. 22/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 19. júlí 2019 kærði Orkuvirki ehf. útboð Landsnets hf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Substation Hnappavellir – HNA-40 New 132 kV substation EPC“. Kærandi krefst þess að viðurkennt verði að kærandi teljist „lægstbjóðandi í útboðinu og Landsneti hafi á grundvelli útboðsgagna borið að semja við“ fyrirtækið. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 29. júlí 2019 krafðist hann þess að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað, auk málskostnaðar. Með bréfi 12. ágúst 2019 óskaði kærunefnd útboðsmála eftir frekari upplýsingum og gögnum frá varnaraðila sem bárust 16. ágúst 2019, auk frekari skýringa 23. ágúst 2019. RST net ehf. skilaði greinargerð 23. júlí 2019, sem skilja verður með þeim hætti að þess sé krafist að kröfum kæranda verði hafnað. Kærandi skilaði andsvörum sem voru móttekin 4. desember 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 27. ágúst 2019 var aflétt sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar sem komist hafði á með kæru.
-
18. janúar 2020 /Mál nr. 18/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 25. júní 2019 kærði Tyrfingsson ehf. útboð Reykjavíkurborgar f.h. Strætó bs. (hér eftir vísað til sameiginlega sem varnaraðila) nr. 14403 auðkennt „Purchase of Hydrogen Buses.“ Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila 5. júní 2019 um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda samkvæmt 2. mgr. 111. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum 2. júlí og 15. ágúst 2019 krafðist hann þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Kærandi skilaði andsvörum 16. september 2019. Vegna aðkomu innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar að hinu kærða útboði gaf nefndin Reykjavíkurborg kost á að koma að athugasemdum vegna málsins og bárust þær 2. desember 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 16. júlí 2019 var hafnað þeirri kröfu kæranda að stöðva hið kærða innkaupaferli um stundarsakir.
-
18. janúar 2020 /Mál nr. 24/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 6. ágúst 2019 kærði Almenna umhverfisþjónustan ehf. innkaup Grundafjarðarbæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) á verki auðkennt „Steypt gata við G. Run – milli Nesvegar og Sólvalla“. Skilja verður kæru svo að þess sé krafist að sú ákvörðun varnaraðila að ganga til samninga við Þ.G. Þorkelsson verktaka ehf. um verkið sé ógild og að samið verði við kæranda. Auk þess er krafist málskostnaðar. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefin kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum 13. og 29. ágúst 2019 krafðist varnaraðili þess að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað. Kærandi skilaði andsvörum móteknum 24. september 2019. Þ.G. Þorkelsson verktaki ehf. hefur ekki látið málið til sín taka. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 15. ágúst 2019 var hafnað þeirri kröfu kæranda að samningsgerð um framangreint verk yrði stöðvað um stundarsakir.
-
16. janúar 2020 /Nr. 4/2020 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands eru staðfestar.
-
16. janúar 2020 /Nr. 15/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Portúgal er staðfest.
-
16. janúar 2020 /Nr. 6/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
16. janúar 2020 /Nr. 14/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
16. janúar 2020 /Nr. 7/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
16. janúar 2020 /Nr. 13/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
16. janúar 2020 /Nr 5/2020 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Ítalíu eru staðfestar.
-
-
-
-
15. janúar 2020 /Mál nr. 429/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að við endurupptöku ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki legið fyrir ný gögn er gæfu tilefni til að breyta fyrri ákvörðun um synjun bótaskyldu.
-
15. janúar 2020 /Mál nr. 402/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu. Úrskurðarnefndin taldi að varanleg örorka vegna sjúklingatryggingaratburðarins hafi verið réttilega verið metin 5%.
-
15. janúar 2020 /Mál nr. 414/2019 - Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um styrk til kaupa á bifreið og uppbót til reksturs bifreiðar þar sem kærandi var ekki talin uppfylla skilyrði 3. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 170/2009. Ekki talið að Tryggingastofnun hefði brotið gegn jafnræðisreglu.
-
15. janúar 2020 /Mál nr. 397/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Fallist á að skilyrði 75% örorku væru uppfyllt. Málinu vísað aftur til Tryggingastofnunar til ákvörðunar á tímalengd greiðslu örorkulífeyris.
-
15. janúar 2020 /Mál nr. 396/2019 - Úrskurður
Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um greiðsluþátttöku í ferðakostnaði innanlands. Umrædd þjónusta var talin vera fyrir hendi í heimahéraði kæranda.
-
15. janúar 2020 /Mál nr. 531/2019 - Úrskurður
Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um greiðsluþátttöku í ferðakostnaði innanlands. Umrædd þjónusta var talin vera fyrir hendi í heimahéraði kæranda.
-
15. janúar 2020 /Mál nr. 245/2019 - Úrskurður
Örorkumat/endurhæfingarlífeyrir. Staðfestar ákvarðanir Tryggingastofnunar um að synja kæranda um örorkumat og greiðslu endurhæfingarlífeyris
-
15. janúar 2020 /Mál nr. 376/2019 - Úrskurður
Hjálpartæki. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um styrk til kaupa á hjólastólahjóli. Úrskurðarnefnd taldi að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að hjálpartækið væri kæranda nauðsynlegt líkt og áskilið sé í 26. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar.
-
15. janúar 2020 /Mál nr. 364/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja kæranda um breytingu á upphafstíma örorkumats.
-
15. janúar 2020 /Mál nr. 358/2019 - Úrskurður
Umönnunarmat. Staðfest ákvörðun Tryggingarstofnunar ríkisins um að ákvarða umönnun sonar kæranda samkvæmt 4. flokki, 25% greiðslur vegna tímabilsins 1. nóvember 2019 til 31. desember 2019 og 5. flokki, 0%. greiðslur vegna tímabilsins 1. janúar 2020 til 31. janúar 2024.
-
15. janúar 2020 /Mál nr. 334/2019 - Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um uppbót/styrk til bifreiðakaupa. Hreyfiskerðing kæranda ekki talin svo mikil að kærandi teldist búa við mikla fötlun í skilningi 5. gr. reglugerðarinnar.
-
15. janúar 2020 /Mál nr. 104/2019 - Úrskurður
Uppgjör við lok leigutíma: Leiga. Þrif. Skemmdir. Matsskýrsla. Lögfræðiþjónusta.
-
14. janúar 2020 /Mál nr. 3/2020 Úrskurður 14. janúar 2020
Beiðni um eiginnafnið Hannalísa (kvk) er hafnað.
-
14. janúar 2020 /Mál nr. 2/2020 Úrskurður 14. janúar 2020
Beiðni um eiginnafnið River (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
14. janúar 2020 /Mál nr. 1/2020 Úrskurður 10. janúar 2020
Beiðni um eiginnafnið Hafalda (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá
-
14. janúar 2020 /Mál nr. 124/2019 Úrskurður 14. janúar 2020
Beiðni um eiginnafnið Ullur (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
14. janúar 2020 /Mál nr. 123/2019 Úrskurður 14. janúar 2020
Beiðni um eiginnafnið Theó (kk.) er hafnað
-
14. janúar 2020 /Mál nr. 122/2019 Úrskurður 14. janúar 2020
Beiðni um eiginnafnið Hrafnsunna (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
14. janúar 2020 /Mál nr. 121/2019 Úrskurður 14. janúar 2020
Beiðni um eiginnafnið Lúsífer (kk.) er hafnað
-
14. janúar 2020 /Mál nr. 117/2019 Úrskurður 14. janúar 2020
Beiðni um eiginnafnið Bened (kvk.) er hafnað.
-
14. janúar 2020 /Mál nr. 106/2019 Úrskurður 14. janúar 2020
Beiðni um eiginnafnið Ivar (kk.) er samþykkt á mannanafnaskrá sem ritháttur nafnsins Ívar (kk.)
-
14. janúar 2020 /Mál nr. 441/2019 - Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Staðfest synjun Kópavogsbæjar á umsókn kæranda um lán/styrk til greiðslu vímuefnameðferðar. Tekjur yfir grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.
-
14. janúar 2020 /Mál nr. 410/2019 - Úrskurður
Málefni fatlaðra. Afgreiðsla Mosfellsbæjar á umsókn kæranda um notendastýrða persónulega aðstoð var ekki í samræmi við málshraðareglu 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
14. janúar 2020 /Mál nr. 409/2019 - Úrskurður
Málefni fatlaðra. Afgreiðsla Mosfellsbæjar á umsókn kæranda um notendastýrða persónulega aðstoð var ekki í samræmi við málshraðareglu 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
13. janúar 2020 /Ákvörðunar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 26. október 2018 um að leggja 440.000 kr. stjórnvaldssekt á kæranda vegna óskráðrar gististarfsemi, kærð
Stjórnvaldssekt – Heimagisting.
-
13. janúar 2020 /Nr. 20/2020 Úrskurður
Beiðni kærenda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Ítalíu er felld úr gildi.
-
10. janúar 2020 /Mál nr. 2/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 1. mars 2019 kærði Íslensk orkumiðlun ehf. kaup RARIK ohf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) á raforku frá Orkusölunni ehf. til að mæta dreifitapi í dreifikerfi raforku. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila að framkvæma kaup á umræddri raforku án útboðs, að kærunefnd lýsi samninga milli varnaraðila og Orkusölunnar ehf. um kaupin óvirka og leggi fyrir varnaraðila að bjóða út kaup á raforku til að mæta tapi í dreifikerfinu. Þá er krafist málskostnaðar. Varnaraðila og Orkusölunni ehf. var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 6. maí 2019 krafðist varnaraðili aðallega frávísunar á kröfum kæranda en til vara að þeim yrði hafnað. Kærandi skilaði andsvörum 11. júní 2019. Með bréfi 19. ágúst 2019 óskaði kærunefnd eftir nánari upplýsingum og gögnum um raforkukaup varnaraðila og Orkusölunnar ehf., sem bárust nefndinni 13. september 2019. Kærandi kom frekari athugasemdum á framfæri við nefndina með tölvupósti 2. október 2019. Orkusalan ehf. hefur ekki látið málið til sín taka.
-
10. janúar 2020 /Nr. 19/2018 Úrskurður
Réttaráhrifum úrskurðar kærunefndar útlendingamála í málum aðila, dags. 5. desember 2019, er frestað á meðan aðilar reka mál sitt fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegum ákvörðunum í málum sínum á stjórnsýslustigi. Frestun réttaráhrifa úrskurðarins er bundin því skilyrði að aðilar beri málið undir dómstóla innan fimm daga frá birtingu ákvörðunar þessarar og óski eftir flýtimeðferð. Sé beiðnum um flýtimeðferð synjað skal þá höfða mál innan sjö daga frá þeirri synjun.
-
10. janúar 2020 /Úrskurður nr. 1/2020
Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um starfsleyfi sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Ráðuneytið felldi ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir embættið að taka málið til nýrrar meðferðar.
-
09. janúar 2020 /Nr. 1/2020 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar í málum kærenda og barns þeirra eru staðfestar. Lagt er fyrir kærendur og barn þeirra að hverfa af landi brott. Kærendum og barni þeirra er veittur 7 daga frestur til að yfirgefa landið sjálfviljug.
-
09. janúar 2020 /Nr. 2/2020 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að vísa honum frá Íslandi er staðfest.
-
05. janúar 2020 /Nr. 3/2020 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru staðfestar. Ákvarðanir varðandi brottvísanir og endurkomubönn eru staðfestar.
-
05. janúar 2020 /Nr. 3/2020 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja kærendum og börnum þeirra um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa þeim frá Íslandi eru staðfestar.
-
04. janúar 2020 /Mál nr. 32/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 27. nóvember 2019 kærir Reykjafell hf. samningsgerð Reykjavíkurborgar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) við Smith & Norland hf. um vélbúnað og hugbúnað auk þjónustusamnings vegna uppfærslu á miðlægri stýringu umferðarljósa í Reykjavík og útboð varnaraðila nr. 14356 auðkennt „Rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi innkaupaferli varnaraðila þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru. Þá er þess jafnframt krafist að kærunefnd útboðsmála „lýsi óvirkan, með eða án annarra viðurlaga, samning milli varnaraðila og Smith & Norland/Siemens um vélbúnað og hugbúnað auk þjónustusamnings vegna uppfærslu á miðlægri stýringu umferðarljósa í Reykjavík“. Jafnframt er þess krafist að hið kærða útboð verði fellt úr gildi og að lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða að nýju út innkaup á stýribúnaði umferðarljósa. Þess er einnig krafist að að „[h]ið nýja útboð lúti að stýribúnaði í heild sinni og verði án skilyrða sem lúta að tækni og búnaði frá einum framleiðanda (t.d. Sitraffic Scala, Sitraffic Office, Sitraffic STREAM og MOTION frá Siemens) og annarra skilyrða sem leiða til þess að einungis eitt fyrirtæki geti í raun boðið í alla hluta útboðsins.“ Kærandi krefst þess til vara að hið kærða útboð verði fellt úr gildi og að lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða út að nýju innkaup á stýribúnaði umferðarljósa og til þrautavara að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi varnaraðila.
-
04. janúar 2020 /Mál nr. 30/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 22. nóvember 2019 kærir Mertex UK Limited útboð Orku nátúrunnar ohf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. ONIK-2019-14 auðkennt „ Casings and Liners“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála „stöðvi þegar í stað innkaupaferli og fyrirhugaða samningsgerð Orku náttúrunnar ohf. við Vatn og veitur ehf.“ Þess er einnig krafist að felldar verði úr gildi þær ákvarðanir varnaraðila að velja tilboð frá Vatni og veitum ehf. og að vísa frá tilboði kæranda í hinu kærða útboði „á þeim grundvelli að afhendingardagur væri ekki í samræmi við skilmála útboðsgagna“. Jafnframt er þess krafist að „lagt verði fyrir Orku náttúrunnar ohf. að ganga til samninga við sóknaraðila í samræmi við tilboð félagsins í hinu umdeilda útboði.“ Til vara er þess krafist til vara að útboðið verði lýst ógilt í heild sinni og að lagt verði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju, auk þess sem óskað er álits á skaðabótaábyrgð varnaraðila gagnvart kæranda. Í öllum tilvikum er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa stöðvunar hins kærða útboðs sem komst á með kæru í máli þessu.
-
04. janúar 2020 /Mál nr. 29/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 17. nóvember 2019 kærir Ridango AS útboð Strætó bs. nr. 14580 auðkennt „Rafrænt greiðslukerfi fyrir Strætó bs“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun Strætó bs. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) frá 28. október 2019 um að velja tilboð Fara AS í hinu kærða útboði. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að velja tilboð kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar um stundarsakir. Varnaraðili krefst þess að stöðvunarkröfu kæranda verði hafnað, en athugasemdir hans bárust nefndinni 26. nóvember sl. Jafnframt bárust athugasemdir frá Fara AS hinn 5. desember sl. og er þess krafist að stöðvunarkröfunni verði hafnað.
-
04. janúar 2020 /Mál nr. 28/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. nóvember 2019 kærir Vátryggingafélag Íslands hf. útboð Borgarbyggðar auðkennt „Vátryggingaútboð Borgarbyggðar 2020“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi innkaupaferli varnaraðila þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru. Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála „felli niður 3. tölul. 6.1. gr. útboðsskilmála“ í hinu kærða útboði, sem hljóðar svo: „Bjóðandi starfræki starfsstöð í Borgarbyggð með starfsmanni a.m.k. 16 tíma á viku. Starfsstöð í borgarbyggð skuli að lágmarki vera komin 6 mánuðum eftir að samningur er undirritaður við viðkomandi bjóðanda um verkið og skal hún starfrækt a.m.k. út samningstímann.“ Þess er jafnframt krafist að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva hið kærða útboð um stundarsakir. Af hálfu varnaraðila er þess krafist að kröfunni verði hafnað.
-
04. janúar 2020 /Mál nr. 27/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála
Með kæru 28. október 2019 kærði Puhastusekspert útboð sveitarfélagsins Árborgar er nefnist „Ræsting og hreingerning stofnana Árborgar“. Kærandi krefst þess að hið kærða útboð verði ógilt og að sveitarfélaginu Árborg (hér eftir vísað til sem varnaraðila) verði gert að auglýsa það að á nýjan leik. Þá er gerð krafa um að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun innkaupaferlis, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar. Af hálfu varnaraðila er þess krafist að kröfunni verði hafnað.
-
02. janúar 2020 /Kærð er ákvörðun [S], dags. 15. nóvember 2017, um að stöðva seiðaeldi kæranda sem rekið er án rekstrarleyfis.
Vegna ákvörðunar [S] um að synja [R] um seiðaeldi.
-
02. janúar 2020 /Mál nr. 125/2019 Úrskurður 2. janúar 2020
Beiðni um eiginnafnið Birmir (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
30. desember 2019 /Úrskurður nr. 30/2019
Kærð var ákvörðun Lyfjastofnunar þar sem kæranda var gert að breyta verklagi sínu við afhendingu og meðferð lyfja á hjúkrunarheimili þar sem kærandi hafði lyfjafræðilega umsjá. Ráðuneytið felldi ákvörðunina úr gildi þar sem Lyfjastofnun skorti viðhlítandi lagastoð fyrir hinni kærðu ákvörðun.
-
28. desember 2019 /Nr. 611/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa þeim frá Íslandi og ákveða endurkomubann er staðfest.
-
27. desember 2019 /Matsmál nr. 13/2019, úrskurður 10. október 2019
Vegagerðin gegn Agli Marteini Benediktssyni
-
27. desember 2019 /Matsmál nr. 12/2019, úrskurður 10. október 2019
Vegagerðin gegn Kristjáni Jónssyni
-
27. desember 2019 /Matsmál nr. 11/2019, úrskurður 10. október 2019
Vegagerðin gegn Stefáni Trausta Sigurðssyni
-
27. desember 2019 /Matsmál nr. 9/2019, úrskurður 10. október 2019
Vegagerðin gegn Miðskersbúinu ehf.
-
27. desember 2019 /Matsmál nr. 8/2019, úrskurður 10. október 2019
Vegagerðin gegn Akurnesbúinu ehf.
-
27. desember 2019 /Matsmál nr. 7/2019, úrskurður 10. október 2019
Vegagerðin gegn Ásgeiri Núpan Ásgeirssyni
-
27. desember 2019 /Matsmál nr. 6/2019, úrskurður 10. október 2019
Vegagerðin gegn Hjalta Egilssyni og Eiríki Egilssyni
-
27. desember 2019 /Matsmál nr. 4/2019, úrskurður 10. október 2019
Vegagerðin gegn Kjartani Jónssyni og Lovísu Eymundsdóttur
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 15/2019
A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 27/2019
A dvalarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 24/2019
A dvalarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 17/2019
A heimili aldraðra, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 21/2019
A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 14/2019
A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 26/2019
A dvalarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 23/2019
A dvalarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 20/2019
A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 16/2019
A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 28/2019
A dvalarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 25/2019
A dvalarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 22/2019
A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 19/2019
A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
20. desember 2019 /Úrskurður nr. 18/2019
A heimili aldraðra, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.
-
19. desember 2019 /Nr. 598/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til efnismeðferðar.
-
19. desember 2019 /Nr. 602/2019 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar í málum kærenda og barns þeirra eru felldar úr gildi. Kærendum og barni þeirra er veitt alþjóðleg vernd á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 1. mgr. 40. gr. s.l. Lagt er fyrir stofnunina að veita kærendum og barni þeirra dvalarleyfi á grundvelli 73. gr. laga um útlendinga.
-
19. desember 2019 /Nr. 601/2019 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
19. desember 2019 /Nr. 593/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Svíþjóðar er staðfest.
-
19. desember 2019 /Nr. 590/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Frakklands er staðfest.
-
19. desember 2019 /Nr. 591/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Spánar er staðfest.
-
19. desember 2019 /Nr. 592/2019 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
-
13. desember 2019 /861/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019
Deilt var um synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að skýrslu um opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna þess. Synjunin var byggð á því að skýrslan teldist hluti af rannsókn í sakamáli og þannig undanþegin gildissviði upplýsingalaga skv. 1. mgr. 4. gr. þeirra. Í umsögn ráðuneytisins kom m.a. fram að umrædd rannsókn hefði farið fram í samræmi við lagareglur sem á þeim tíma giltu um meðferð sakamála. Þeir aðilar sem boðaðir voru til skýrslugjafar vegna rannsóknarinnar höfðu ýmist réttarstöðu vitnis eða sakbornings. Úrskurðarnefndin taldi að m.a. með hliðsjón af því teldi nefndin ótvírætt að rannsóknin teldist rannsókn sakamáls. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
13. desember 2019 /860/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019
Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um afrit af ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga á almenningur að jafnaði ekki rétt á upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir lögin. Í 7. gr. koma fram nokkrar undantekningar frá þeirri meginreglu en ráðningarsamningur og starfslýsing framkvæmdastjóra opinbers hlutafélags falla ekki undir þær og var synjun Herjólfs því staðfest.
-
13. desember 2019 /859/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019
Kærð var afgreiðsla Fjársýslu ríkisins á beiðni um upplýsingar um innkaup lögreglu á vörum vegna reksturs rannsóknarlögreglu á tilteknu tímabili. Beiðninni var synjað á þeim grundvelli að Fjársýslunni væri óheimilt að veita slíkar upplýsingar og kæranda var þess í stað bent á að beina beiðninni til lögreglunnar. Úrskurðarnefndin taldi málsmeðferð Fjársýslunnar ekki samræmast ákvæðum upplýsingalaga og lagt var fyrir Fjársýsluna að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
13. desember 2019 /858/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019
Kærð var afgreiðsla Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni um gögn varðandi friðlýsingartillögu. Stofnunin kvaðst þegar hafa afhent kæranda öll gögn málsins að undanskildum vinnugögnum, sbr. 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál var vafalaust að um vinnugögn væri ræða og var ákvörðun Náttúrufræðistofnunar því staðfest.
-
13. desember 2019 /857/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019
Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni blaðamanns um gögn varðandi bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Beiðnin sneri m.a. að greiðslum fyrirtækja fyrir aðstöðu við flugvöllinn og rekstrarkostnaði Isavia af bílastæðum árið 2017. Beiðninni var synjað á grundvelli viðskipta- og samkeppnishagsmuna, sbr. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, auk þess sem Isavia kvað hluta umbeðinna gagna ekki liggja fyrir hjá fyrirtækinu. Hins vegar lá fyrir hve mikið hópbifreiðafyrirtæki greiddu fyrir afnot af bílastæðum. Viðkomandi fyrirtæki lögðust ekki gegn afhendingu gagnanna og var Isavia gert að afhenda kæranda þau gögn. Úrskurðarnefndin vísaði hluta beiðninnar aftur til Isavia til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, en hluta kærunnar var vísað frá.
-
13. desember 2019 /Ákvörðun Matvælastofnunar frá 28. nóvember 2018, um synjun á sérstökum stuðningsbótum sem greiddar voru til sauðfjárbænda vegna kjaraskerðingar í upphafi árs 2018.
Stuðningsbætur til sauðfjárbænda vegna kjaraskerðingar
-
13. desember 2019 /Leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070076
Stjórnsýsla Seyðisfjarðarkaupstaðar
-
12. desember 2019 /LKærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 23. febrúar 2018, um breytingu á aflaskráningu skips
Synjun Fiskistofu um breytingu á aflaskráningu skips
-
12. desember 2019 /856/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019
Kærð var synjun Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni um aðgang að lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. . mgr. 7. gr. upplýsingalaga næði réttur almennings almennt ekki til gagna í málum sem varði umsóknir í starf hjá þeim aðilum sem heyri undir upplýsingalög. Undantekningar frá þessari reglu væru hins vegar að finna vegna umsókna um opinbera starfsmenn en þá væri skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur væri liðinn. Úrskurðarnefndin taldi hugtakið opinbera starfsmenn aðeins taka til starfsmanna stjórnvalda. Því gæti ákvæði 2. mgr. 7. gr. ekki átt við um starfsmenn Ríkisútvarpsins. Var það því niðurstaða nefndarinnar að félaginu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda um nöfn umsækjenda.
-
12. desember 2019 /855/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019
Kærð var synjun Vesturbyggðar á beiðni um gögn varðandi ráðningu í starf. Kærandi var meðal umsækjenda um starfið og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni.
-
12. desember 2019 /Nr. 586/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
12. desember 2019 /Mál nr. 430/2019 - Úrskurður
Biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Starfi sagt upp án gildra ástæðna.
-
12. desember 2019 /854/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019
Kærð var afgreiðsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um gögn varðandi korta- og gagnagrunna sem stofnunin ÍSOR hefði í sínum vörslum. Ráðuneytið taldi fyrirspurn kæranda ekki fela í sér beiðni um tiltekin fyrirliggjandi gögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttaði að ráðuneytinu hafi borið að taka til athugunar hvort fyrirliggjandi væru gögn í málaskrá þess sem felld yrðu undir gagnabeiðni kæranda. Þar sem það hafði ekki verið gert var það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið tekin rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda líkt og upplýsingalög geri ráð fyrir. Var því lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
12. desember 2019 /Mál nr. 411/2019 - Úrskurður
Biðtími og bótahlutfall. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um bótahlutfall og að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Starfi sagt upp án gildra ástæðna.
-
12. desember 2019 /853/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019
Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni um aðgang að CITES-leyfum vegna útflutnings á hvalaafurðum árið 2018. Ákvörðunin byggðist á 9. gr. upplýsingalaga en útflutningsfyrirtækið sem átti í hlut lagðist gegn afhendingu leyfanna. Úrskurðarnefndin taldi fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins ekki koma í veg fyrir að veittur yrði aðgangur að leyfunum að undanskildum upplýsingum um kaupanda vörunnar. Var því Fiskistofu gert að afhenda kæranda leyfin en afmá úr þeim upplýsingar um kaupanda.
-
12. desember 2019 /852/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019
Kærð var synjun Flóahrepps á beiðni um aðgang að heildarupphæðum tilboða í efniskaup vegna Flóafjóss. Kæranda var synjað um hluta umbeðinna gagna á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga með vísan til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna tilboðsgjafanna en upplýsingarnar segðu til um einingarverð þeirra. Við meðferð málsins veitti einn tilboðsgjafi samþykki sitt fyrir því að veittur yrði aðgangur að upplýsingum hann og var Flóahreppi því gert að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum. Úrskurðarnefndin staðfesti hins vegar ákvörðun Flóahrepps varðandi upplýsingar um heildarupphæð tilboða annarra tilboðsgjafa með vísan til þess að ekki væri um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna af hálfu stjórnvalda og að hagsmunir tilboðsgjafanna af því að upplýsingar um einingarverð í tilboðum þeirra færu leynt vægju þyngra en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér upplýsingarnar.
-
12. desember 2019 /851/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019
Kærð var afgreiðsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á beiðni Hvalaskoðunarsamtaka Íslands um upplýsingar varðandi skýrslu stofnunarinnar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skorti á að stofnunin hafi tekið rökstudda afstöðu til gagnabeiðni kæranda. Hin kærða ákvörðun var því haldin verulegum efnislegum annmörkum. Var því lagt fyrir Hagfræðistofnun að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.
-
12. desember 2019 /Mál nr. 389/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta.
-
12. desember 2019 /Mál nr. 386/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta.
-
12. desember 2019 /Nr. 594/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 62 . gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
12. desember 2019 /Nr. 595/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 62. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
-
-
11. desember 2019 /Mál nr. 92/2019 - Álit
Ótímabundinn leigusamningur. Endurgreiðsla tryggingarfjár.
-
-
11. desember 2019 /Mál nr. 90/2019 - Úrskurður
Lok leigutíma. Kostnaður vegna úttektar og skemmda á hinu leigða.
-
-
-
-
11. desember 2019 /Mál nr. 120B/2019 Úrskurður 11. desember 2019
Beiðni um eiginnafnið Arían (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 120/2019 Úrskurður 11. desember 2019
Beiðni um eiginnafnið Arian (kk.) er hafnað.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 119/2019 Úrskurður 11. desember 2019
Beiðni um eiginnafnið Bastian (kk.) er hafnað.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 118/2019 Úrskurður 11. desember 2019
Beiðni um millinafnið Hlíðbekk er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 116/2019 Úrskurður 11. desember 2019
Beiðni um eiginnafnið Erica (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd af nafninu Erika.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 437/2019 - Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um uppbót/styrk til bifreiðakaupa. Kærandi ekki talin uppfylla skilyrði 3. tölul. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 170/2009 um verulega hreyfihömlun.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 115/2019 Úrskurður 11. desember 2019
Beiðni um eiginnafnið Sófús (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd af nafninu Sófus.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 114/2019 Úrskurður 11. desember 2019
Beiðni um eiginnafnið Siggi (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 428/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 112/2019 Úrskurður 11. desember 2019
Beiðni um eiginnafnið Ramses (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 111/2019 Úrskurður 11. desember 2019
Beiðni um úrskurð um eiginnafnið Ormsvíkingur (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 359/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu. Talið að sjúklingatryggingaratvikið hafi ekki valdið skerðingu á aflahæfi kæranda.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 110/2019 Úrskurður 11. desember 2019
Beiðni um eiginnafnið Deda (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 109/2019 Úrskurður 11. desember 2019
Beiðni um eiginnafnið Lambi (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 388/2019 - Úrskurður
Úrskurðarnefnd velferðarmála Mál nr. 388/2019 Miðvikudaginn 11. desember 2019 A v/B gegn Tryggingastofnun ríkisins Ú R S K U R Ð U R Mál þetta úrskurða Rakel Þorsteinsdóttir lögfræðingur, Eva Dís Pálm)...
-
11. desember 2019 /Mál nr. 382/2019 - Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um uppbót/styrk til bifreiðakaupa. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi ljóst að hreyfihömlun kæranda væri tímabundin og því uppfyllti hún ekki skilyrði fyrir veitingu uppbótar/styrks til bifreiðakaupa.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 406/2019 - Úrskurður
Foreldragreiðslur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um foreldragreiðslur. Kærandi fær örorkulífeyrisgreiðslur.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 107/2019 Úrskurður 11. desember 2019
Beiðni um millinafnið Kvist er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 384/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar áður en til örorkumats kemur.
-
-
11. desember 2019 /Mál nr. 361/2019 - Úrskurður
Hjálpartækjastyrkur. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um styrk til kaupa á öryggiskallkerfi. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi málið ekki nægjanlega upplýst, sbr. rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
11. desember 2019 /Mál nr. 345/2019 - Úrskurður
Tannlæknakostnaður. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja þátttöku í kostnaði vegna tannlækninga. Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku samkvæmt IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013 ekki talin uppfyllt í tilviki kæranda.
-
-
11. desember 2019 /Mál nr. 101/2019 - Álit
Sameiginlegur kostnaður/sérkostnaður. Viðgerðir vegna leka. Reikningur vegna vinnu eiganda.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.