Úrskurðir og álit
-
-
07. febrúar 2013 /Mál nr. 38/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 16. desember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14974 „Rammasamningsútboð gifs og fylgihlutir fyrir heilbrigðisstofnanir“.
-
-
-
-
07. febrúar 2013 /Mál 25/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 24. júlí 2012, kærði Hamarsfell byggingafélag ehf. ákvörðun Mosfellsbæjar um val á tilboði í útboði nr. 1209 „Þjónustumiðstöð við Hlaðhamra Mosfellsbæ“.
-
-
-
07. febrúar 2013 /Mál nr. 76/2012
Fjölburafæðing þar sem annað barnið fæðist lifandi en hitt andvana.
-
07. febrúar 2013 /Mál nr. 29/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 4. október 2012, kærir Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hafna öllum tilboðum sem bárust í útboði nr. 12842 „Metanbifreiðar, flokkabifreiðar“.
-
-
07. febrúar 2013 /Mál 36/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærðu Kynnisferðir ehf. útboð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nr. A-SSS-01 „Útboð á akstri til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar“.
-
07. febrúar 2013 /Mál nr. 21/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, kærir Verktakafélagið Glaumur ehf. útboð Vegagerðarinnar „Strandavegur (643): Djúpvegur – Geirmundarstaðavegur“.
-
-
06. febrúar 2013 /Mál nr. 28/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 2. október 2012, kærir ÍAV hf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð Loftorku Reykjavíkur ehf. í útboðinu „Álftanesvegur (415) Hafnafjarðarvegur - Bessastaðavegur“.
-
06. febrúar 2013 /Mál nr. 32/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 29. október 2012, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala – háskólasjúkrahúss nr. 1201 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.
-
06. febrúar 2013 /Mál nr. 23/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 16. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Sturla Stefánsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.
-
06. febrúar 2013 /Mál nr. 24/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 20. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 23. sama mánaðar, kærir Grund ehf. útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.
-
05. febrúar 2013 /Mál nr. 22/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir Sigurður Ingi Þorsteinsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016. Með bréfi, dags. 19. júlí 2012, kom kærandi að viðbótarsjónarmiðum í tilefni af kærunni.
-
05. febrúar 2013 /Mál nr. 27/2012: Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 12. september 2012, kærir Rafkaup hf. ákvörðun Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar um að hafna tilboði kæranda og taka tilboði S. Guðjónssonar ehf. í verðfyrirspurn nr. 12874, „Renewal of lighting museum of Kjarvalstaðir“.
-
05. febrúar 2013 /Mál nr. 17/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 20. júní 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kæra Davíð Ólafsson og Einar Steinþór Traustason útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.
-
-
31. janúar 2013 /A-470/2013. Úrskurður frá 31. janúar 2013
Kærð var afgreiðsla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á beiðni kæranda um afrit af samningi Kennarasambands Íslands og Fjölbrautaskólans í Breiðholti (sumarskóla FB) um laun kennara í sumarskóla. Gögn ekki fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi. Frávísun. Fallist á að afhenda bæri samkomulag um launagreiðslur til kennara við Sumarskólann í FB sumarið 2002.
-
31. janúar 2013 /A-471/2013. Úrskurður frá 31. janúar 2013
Kærð var synjun Orkustofnunar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Gögn ekki fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi. Skylda stjórnvalds skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt. Samþykki samningsaðila. Fallist á að afhenda bæri annars vegar lista yfir málsgögn sem og afrit af samningi.
-
31. janúar 2013 /A-472/2013. Úrskurður frá 31. janúar 2013
Kærð var synjun Akureyrarbæjar á beiðni kæranda um aðgang að tilboði [C] ehf. og fylgigögnum þess í verkið „Sorphirða í Akureyrarkaupstað“ sem opnað var 13. mars 2010. Kærandi var þátttakandi í umræddu útboði og nýtur því réttar til aðgangs að umræddum gögnum samkvæmt ákvæði 9. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem greinir í 2. og 3. mgr. ákvæðisins. Ekki var talið að fyrir hendi væru lagaskilyrði til að synja um afhendingu gagnanna, hvorki í heild né hluta, með vísan til 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Hagsmunir kæranda af því að fá gögnin taldir vega þyngra en hagsmunir aðila. Gögnin varði m.a. ráðstöfun opinberra fjármuna og hagsmuni kæranda af því að rétt hafi verið staðið að mati á tilvoðum í umræddu útboði.
-
31. janúar 2013 /A-474/2013. Úrskurður frá 31. janúar 2013
Kærð var synjun Hafnarfjarðarbæjar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum „vegna lánasamninga sem bærinn gerði fyrir hönd bæjarbúa við Depfa banka“. Talið að um markaðsviðskipti væri að ræða en ekki lántöku af þýska ríkinu eða fjölþjóðlegri stofnun. Úskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að veita ætti aðgang að hlutum skjalsins. Byggist sú niðurstaða á því annars vegar að þar komi fram upplýsingar sem ekki verði séð að muni valda samningsaðilum tjóni verði þær gerðar opinberar og hins vegar að um sé að ræða upplýsingar sem lúti með svo beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna að þær beri af þeim sökum að gera opinberar með vísan til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.
-
31. janúar 2013 /A-473/2013. Úrskurður frá 31. janúar 2013
Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytsins á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum og útreikningum sem ráðuneytið kynni að hafa vegna breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við aðra umræðu fjárlaga ársins 2012 vegna ákvörðunar um að auka við fjárheimildir Sinfóníuhljómsveitar Íslands um 69 milljónir kr. vegna kjarasamninga sem gerðir voru eftir að fjárlög voru lögð fram. Kærunni var vísað fram þar sem upplýsingalögin tóku ekki samkvæmt orðalagi sínu og markmiðum til þess þegar stjórnvöld óska eftir upplýsingum hjá öðrum stjórnvöldum. Tekið er fram að sömu niðurstöðu leiðir af gildandi upplýsingalögum nr. 140/2012.
-
-
30. janúar 2013 /Mál nr. 45/2012
Sérstakar húsaleigubætur. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði 15. gr. reglna um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur þar sem hann var talinn í öruggri leiguíbúð. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
30. janúar 2013 /Mál nr. 66/2012
Sérstakar húsaleigubætur. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði b- og c-liðar 4. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík þar sem hún bjó ekki í sveitarfélaginu síðustu þrjú ár og tekjur hennar voru umfram tekjumörk. Ekki talin skilyrði til að veita undanþágu. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
30. janúar 2013 /Mál nr. 87/2012
Sérstakar húsaleigubætur. Ómálefnalegt að byggja synjun á órökstuddri fullyrðingu um að hið leigða húsnæði standi ekki öllum íbúum sveitarfélagsins til boða og að leiga á húsnæðinu sé mögulega hagkvæmari en annars staðar. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar meðferðar.
-
30. janúar 2013 /Mál nr. 74/2012
Sérstakar húsaleigubætur. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði 7. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík þar sem tekjur hennar voru umfram tekjumörk. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
-
25. janúar 2013 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11110215
Vestmannaeyjarbær: Ágreiningur um ráðningu í starf
-
25. janúar 2013 /Mál nr. 186/2011
Kærandi gegndi starfi á grundvelli þríhliða samstarfssamnings Atvinnuleysistryggingasjóðs, kæranda og aðila sem hafði hann í tímabundinni vinnu. Kærandi átti á þessu tímabili ekki rétt á grunnatvinnuleysisbótum og uppfyllti því ekki skilyrði þess að fá desemberuppbót úr Atvinnuleysistryggingasjóði í desember 2011.
-
25. janúar 2013 /Mál nr. 33/2012
Kærandi var talin hafa hafnað atvinnuviðtali skv. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
25. janúar 2013 /Mál nr. 85/2012
Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að synja kæranda um að aðstoða hann við að sækja um störf þar sem þess er krafist að umsækjandi um starf sé með vinnuvélaréttindi, þar sem hann er ekki með slík réttindi.
-
25. janúar 2013 /Mál nr. 20/2012
Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.
-
25. janúar 2013 /Mál nr. 8/2012
Ekki er til staðar ágreiningsefni í málinu og því vísað frá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða.
-
24. janúar 2013 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11050293
Ísafjarðarbær: Ágreiningur um ráðningu í starf
-
24. janúar 2013 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11050283
Ísafjarðarbær: Ágreiningur um ráðningu í starf
-
24. janúar 2013 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11050294
Ísafjarðarbær: Ágreiningur um ráðningu í starf
-
-
-
24. janúar 2013 /Mál nr. 18/2012: Úrskurður kærunefndar útboðsmála
Með bréfi, dags. 4. júlí 2012, kærði VB Landbúnaður ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12760 „Dráttavélar og fylgibúnaður“.
-
24. janúar 2013 /Mál nr. 39/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála
Með bréfi, dags. 22. desember 2011, kærði Hópferðamiðstöðin ehf. ákvörðun Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um að semja við Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á Suðurlandi.
-
-
23. janúar 2013 /Mál nr. 7/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 20. mars 2012, kærði Hafnarnes Ver ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15178 „Netarall 2012“.
-
-
21. janúar 2013 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11020176
Sveitarfélagið Árborg: Ágreiningur um endurgreiðslu tiltekins kostnaðar vegna innheimtu fasteignarskatts
-
-
16. janúar 2013 /Mál nr. 18/2012
Beiðni kæranda um endurupptöku fyrri úrskurðar kærunefndar barnaverndarmála þess efnis að synja kröfu kæranda um nafnleynd. Hin kærða ákvörðun Barnaverndar B varðandi beiðni um afléttingu nafnleyndar var verin tekin af starfsmanni nefndarinnar en ekki barnaverndarnefndinni sjálfri.
-
-
-
15. janúar 2013 /Kæra Hundagallerís ehf., á ákvörðun Matvælastofnunar frá 1. mars 2012 um að banna dreifingu hunda.
Dreifing hunda - Dýrasjúkdómar - Meðalhófsreglan - Jafnræðisreglan
-
11. janúar 2013 /Mál nr. 36/2011
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli a- og b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
11. janúar 2013 /Mál nr. 41/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
11. janúar 2013 /Mál nr. 38/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að synja kærendum um eignarráðstöfun á grundvelli 2. mgr. 2. gr. laga nr. 103/2010 um tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota.
-
11. janúar 2013 /Mál nr. 33/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
11. janúar 2013 /Mál nr. 61/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
11. janúar 2013 /Mál nr. 39/2011
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um að synja kærendum um eignarráðstöfun á grundvelli 2. mgr. 2. gr. laga nr. 103/2010 um tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota.
-
11. janúar 2013 /Mál nr. 26/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
08. janúar 2013 /Baugás ehf., kærir ákvörðun Fiskistofu, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun af byggðakvóta Þingeyrar í Ísafjarðarbæ fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 til bátsins Elínar ÍS-76, skipaskrárnúmer 6360.
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Umsóknarfrestur - Kæruheimild
-
08. janúar 2013 /Barði ehf., kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 6. júlí 2012, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun af byggðakvóta Þingeyrar í Ísafjarðarbæ fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 til bátsins Heru ÍS-104, skipaskrárnúmer 6194.
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar - Kærufrestur
-
08. janúar 2013 /Tryggvi Aðal ehf., kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 12. júlí 2012, um úthlutun byggðakvóta á Kópaskeri í Norðurþingi fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 til bátsins Rósu í Brún ÞH-50, skipaskrárnúmer 6347.
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Landaður afli
-
08. janúar 2013 /Mál nr. 32/2012
Mál þetta varðar 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Kærandi var staddur erlendis en hann tilkynnti Vinnumálastofnun ekki fyrirfram að hann yrði ekki staddur á landinu á tilteknu tímabili. Hin kærða ákvörðun um að fella niður bótarétt kæranda í tvo mánuði var staðfest. Þá átti kærandi ekki rétt á greiðslum atvinnuleysisbóta fyrir þann tíma sem hann var erlendis.
-
08. janúar 2013 /Mál nr. 187/2011
Staðfest var ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að biðtími kæranda héldi áfram að líða eftir að hún sótti um atvinnuleysisbætur aftur, enda hafði kærandi ekki áunnið sér rétt til nýs bótatímabils skv. 5. mgr. 56. gr. og 4. mgr. 29. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Bótaréttur kæranda hafði áður verið felldur niður á grundvelli 1. mgr. 54. gr., sbr. 1. mgr. 56. gr., laga um atvinnuleysistryggingar í þrjá mánuði.
-
08. janúar 2013 /Mál nr. 5/2012
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að krefja kæranda um endurgreiðslu á ofgreiddum atvinnuleysisbótum var felld úr gildi en greiðslur til kæranda voru stöðvaðar þar sem kærandi var ekki talinn uppfylla skilyrði g-liðar 1. mgr. 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og gæti því ekki talist launamaður í skilningi 13. gr. laganna. Kærandi var talin launþegi í skilningi laganna.
-
08. janúar 2013 /Mál nr. 30/2012
Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
08. janúar 2013 /Mál nr. 22/2012
Mál þetta varðar 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Kærandi var stödd erlendis en hann tilkynnti Vinnumálastofnun ekki fyrirfram að hún yrði ekki stödd á landinu á tilteknu tímabili. Hin kærða ákvörðun um að fella niður bótarétt kæranda í þrjá mánuði var staðfest en kærandi sætti ítrekunaráhrifum, sbr. 61. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
08. janúar 2013 /Mál nr. 7/2012
Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009. Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í tvo mánuði var staðfest.
-
08. janúar 2013 /Valgeirsson ehf., kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 6. júlí 2012, um að hafna umsókn kæranda um að bátnum Rán ÍS-261, skipaskrárnúmer 7118 verði úthlutað af byggðakvóta Flateyrar í Ísafjarðarbæ fyrir fiskveiðiárið 2011/2012.
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar - Kærufrestur
-
-
-
-
03. janúar 2013 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11110151
Sveitarfélagið X: Ágreiningur um afslátt á fasteignarskatti
-
28. desember 2012 /A-467/2012. Úrskurður frá 28. desember 2012.
Kærð afgreiðsla stjórnvalda á beiðni þar sem óskað var eftir upplýsingum um nýtt fyrirkomulag á byrjunaruppboðum hjá sýslumannsembættunum. Afgreiðsla máls hjá stjórnvaldi. Innanríkisráðuneytinu bar að taka fyrir á ný til lögmætrar afgreiðslu beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Vísað var frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru á hendur Sýslumanninum í Bolungarvík. Gögn þegar verið afhent.
-
28. desember 2012 /A-468/2012. Úrskurður frá 28. desember 2012
Kærð var synjun kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa á beiðni um aðgang að tilgreindum gögnum í máli kærunefndarinnar nr. M-36/2011. Um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum hjá kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa fer eftir 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kæru vísað frá.
-
28. desember 2012 /A-469/2012. Úrskurður frá 28. desember 2012
Kærð var synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni kæranda um aðgang að „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011.“ Ekki varð séð að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði með ákvörðun sinni 16. september 2012, afgreitt beiðni kæranda á réttum lagagrundvelli. Beiðninni var vísað til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til nýrrar meðferðar og afgreiðslu á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.
-
21. desember 2012 /Úrskurður velferðarráðuneytisins
Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli.
-
-
21. desember 2012 /Álit innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11020137
Mosfellsbær, sjálfsskuldarábyrgð
-
21. desember 2012 /Kæra vegna synjunar á innritun í nám
Ár 2012, föstudaginn 21. desember, er kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur úrskurður Kæruefnið og málsmeðferð. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst þann 14. september )...
-
-
-
-
-
20. desember 2012 /A-461/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012.
Vísað var frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru þar sem farið var fram á gögn er vörðuðu útboð. Kærandi var einn af þeim sem lagði fram tilboð. Um rétt til aðgangs að umbeðnum upplýsingum fór eftir ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Beiðni skal beint að stjórnvaldi sem tekur stjórnvaldsákvörðun.
-
-
20. desember 2012 /A-460/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012.
Kærð var synjun efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, nú fjármála- og efnahagsráðuneyti, á beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum nefndar um fjármálastöðugleika þar sem fjallað var um málefni tiltekins eignarhaldsfélags, fyrir og eftir 1. október 2009. Réttur aðila til aðgangs að upplýsingum um hann sjálfan. Þagnarskylda. Vinnuskjöl. Fallist á að ráðuneytinu bæri að afhenda fundargerðirnar eftir 1. október 2009. Kæru vegna kröfu um afhendingu fundargerða fyrir þann tíma vísað frá nefndinni þar sem nefndinni hafði þá verið stýrt af fulltrúa forsætisráðuneytisins en beiðni um aðgang að gögnunum hafði ekki verið beint að forsætisráðuneytinu í upphafi og erindið ekki verið framsent á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
20. desember 2012 /A-462/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012.
Staðfest var synjun Fjármálaeftirlitsins á því að afhenda afrit af skýrslu PricewaterhouseCoopers ehf. um starfshætti Sparisjóðsins í Keflavík. Kæru vísað frá að því er varðar beiðni um upplýsingar um það hvort Fjármálaeftirlitið hafi kært tiltekin efnisatriði sem fram komi í skýrslunni til sérstaks saksóknara eða áframsent skýrsluna með einhverjum hætti til hans.
-
-
20. desember 2012 /Úrskurður um stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, þess efnis að veita versluninni Nettó áminningu
Áminning - Þvingunarúrræði - Matvælaeftirlit - Túlkun lagaákvæða - Leiðbeiningar- og viðmiðunarreglur
-
20. desember 2012 /A-463/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012
Kærð var synjun umboðsmanns skuldara fundargerðum samráðshóps vegna hæstaréttardóms nr. 600/2011 frá 15. febrúar 2012 sem og öðrum gögnum sem tengdust vinnu hans frá upphafi til enda. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Viðskiptahagsmunir. Þagnarskylda. Fallist á að umboðsmanni bæri að afhenda umrædd gögn.
-
20. desember 2012 /A-466/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012.
Kærð var synjun Akureyrarbæjar á beiðni um aðgang að tveim skýrslum er vörðuðu eineltismál. Skýrsla gagn í máli sem lokið var með ákvörðun um rétt og skyldu kæranda. Einkamálefni einstaklinga. Vísað frá varðandi aðra skýrsluna. Staðfest synjun að undanskildum tilteknum hlutum úr hinni skýrslunni.
-
20. desember 2012 /A-465/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012.
Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að gögnum. Gögn ekki fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Frávísun að hluta. Synjun staðfest að hluta.
-
20. desember 2012 /A-464/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012
Kærð var afgreiðsla Samkeppniseftirlitsins á beiðni um aðgang að gögnum sem aflað var í tengslum við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 17/2010. Aðgangur veittur að hluta. Synjun staðfest að hluta. Kærunni að öðru leyti vísað frá.
-
19. desember 2012 /Hjalti Proppé Antonsson, kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 19. júlí 2012, um að ekki verði úthlutað byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 til bátsins Hamónu ÍS-36, skipaskrárnúmer 1695.
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Umsóknarfrestur
-
19. desember 2012 /Hólmgeir Pálmason, kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 19. júlí 2012, um að ekki verði úthlutað byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 til bátsins Pálma ÍS-24, skipaskrárnúmer 6911.
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Umsóknarfrestur
-
-
-
19. desember 2012 /Mál nr. 190/2011
110%. Endurskoðað verðmat. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest að öðru leyti en að miðað skyldi við hið endurskoðaða verðmat.
-
19. desember 2012 /Mál nr. 132/2011
110%. Endurskoðað verðmat. Síðari ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest. Fyrri ákvörðun Íbúðalánasjóðs felld úr gildi.
-
19. desember 2012 /Mál nr. 172/2011
110%. Endurskoðað verðmat. Raunvirði bifreiðar ekki nægilega kannað. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar meðferðar.
-
19. desember 2012 /Mál nr. 193/2011
110%. Endurskoðað verðmat. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest að öðru leyti en að miðað skyldi við hið endurskoðaða verðmat.
-
-
19. desember 2012 /Mál nr. 196/2011
110%. Endurskoðað verðmat. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest að öðru leyti en að miðað skyldi við hið endurskoðaða verðmat.
-
18. desember 2012 /Mál nr. 185/2011
Kæranda var synjað um 60% atvinnuleysisbætur þar sem hann taldist vera sjálfstætt starfandi einstaklingur í 40% starfshlutfalli í skilningi b-liðar 3. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og samkvæmt f- og g-liðum 18. gr. laga um atvinnuleysistryggingar þarf sjálfstætt starfandi einstaklingur að hafa stöðvað rekstur og lagt fram staðfestingu á stöðvun reksturs til að geta átt rétt á slíkum bótum.
-
18. desember 2012 /Mál nr. 2/2012
Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hennar á atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Kærandi lagið fyrst fram læknisvottorð eftir að hún hafnaði atvinnutilboðinu og tók ekki fram í umsókn um atvinnuleysisbætur að hún stríddi við skerta vinnufærni. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest.
-
18. desember 2012 /Mál nr. 16/2012
Í eftirlitsferð fulltrúa aðila vinnumarkaðarins var komið að kæranda við störf hjá fyrirtæki á meðan hann þáði atvinnuleysisbætur. Ákvörðun Vinnumálastofnunar skv. 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 23. gr. laga nr. 134/2009 sbr. og 4. gr. laga nr. 103/2011, og 35. gr. a laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest. Þá var einnig staðfest að kæranda bæri að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
14. desember 2012 /Úrskurður um kröfu um endurupptöku umsóknar um greiðsluuppgjör
Kæra þar semþess var krafist að ráðuneytið endurupptaki umsókn félags um frest til greiðsluuppgjörs.
-
-
-
14. desember 2012 /Mál nr. 48/2012
Tímabundinn leigusamningur: Riftun vegna ástands húsnæðis. Endurgreiðsla tryggingarfjár.
-
-
14. desember 2012 /Sjóferðir Arnars ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna kröfu kæranda um að byggðakvóti sem úthlutaður var skipinu Þingey ÞH-51, (1650) fyrir fiskveiðiárið 2010/2011 verði fluttur af skipinu og kæranda, veitt heimild til að veiða byggðakvótann.
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Flutningur aflahlutdeilda - Skilyrði úthlutunar
-
14. desember 2012 /Mál nr. 38/2012
Tímabundinn leigusamningur. Uppsögn. Sérstakar aðstæður. Uppsagnarfrestur. Afhending bankaábyrgðar.
-
14. desember 2012 /Krókaleiðir ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 7. júní 2012, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 til bátsins Steina G SK-14, skipaskrárnúmer 6988.
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar
-
14. desember 2012 /Krókaleiðir ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 7. júní 2012, um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðárið 2011/2012 til bátsins Óskars SK-13, skipaskrárnúmer 7022.
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Landaður afli
-
-
-
-
-
-
-
-
12. desember 2012 /I.F.S. ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu dags. 12. júní 2012 „um að hafna beiðni kæranda dags. 2. júní 2012 vegna framkvæmdar hlutkestis um leyfi til veiða á bláuggatúnfiski í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 400/2012“.
Veiðileyfi -Bláuggatúnfiskur -Hlutkesti -Lögbókandagerðir
-
-
12. desember 2012 /Mál nr. 14/2012
Kröfur kæranda eru í fjórum liðum auk beiðni um að úrskurður B um aðgang að gögnum yrði felldur úr gildi en hann var staðfestur. Fyrsta lið, um að felld verði úr gildi ráðstöfun barnsins í fóstur í 12 mánuði var vísað frá, sbr. 25. gr. barnaverndarlaga. Öðrum lið, um að úrskurður B um að barnið yrði áfram í fóstri í allt að tvo mánuði, eftir að tímabundinni fósturráðstöfun lauk, var einnig vísað frá, sbr. 2. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga. Þriðja lið, um umgengi við barnið var líka vísað frá nefndinni þar sem B hafði ekki tekið ákvörðun þess efnis, skv. 74. gr. barnaverndarlaga. Fjórða lið, um fjárstyrk vegna lögmannskostnaðar var vísað heim til löglegrar meðferðar, sbr. 3. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
05. desember 2012 /Mál nr. 61/2012
Uppgreiðsluþóknun. Yfirlýsing skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Rannsóknarskylda framsalshafa skuldabréfs. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki í andstöðu við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 173/2011
Með hliðsjón af 3. mgr. 9. gr., c-liðar 1. mgr. 13. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kærandi hafi ekki átt rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta á því tímabili sem hún var stödd erlendis og að fella skuli niður bótarétt hennar í tvo mánuði skv. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar sbr. 22. gr. laga nr. 134/2009 og 3. gr. laga nr. 153/2010, staðfest. Þá var einnig staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kærandi ætti að endurgreiða þær atvinnuleysisbætur sem hún þáði á þeim tíma, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 65/2012
Uppgreiðsluþóknun. Yfirlýsing skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki í andstöðu við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 146/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að bótaréttur A væri 53% var felld úr gildi og vísað til löglegrar meðferðar Vinnumálastofnunar. Talið var að Vinnumálastofnun hafi við töku ákvörðunarinnar brotið á rannsóknareglu stjórnsýslulaga, sbr. 10. gr. þeirra laga.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 179/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr. 58. gr., og 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest þar sem kærandi hafnaði þátttöku á námskeiði á vegum Vinnumálastofnunar og kærandi hafði ekki upplýst fyrirfram um skerta vinnufærni sína eins og honum bar að gera.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 141/2011
Endurupptaka. Uppgreiðsluþóknun. Yfirlýsing skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki í andstöðu við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 178/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009, var felld úr gildi. Ekki var talið að um hafi verið að ræða ráðningarsamband á milli kæranda og vinnuveitanda hennar eftir að fæðingarorlofi hennar lauk.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 48/2012
Uppgreiðsluþóknun. Yfirlýsing skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Rannsóknarskylda framsalshafa skuldabréfs. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki í andstöðu við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 50/2011
Endurupptaka. Fjárhagsaðstoð. Sveitarfélagi gert að endurgreiða framfærslustyrk sem kæranda var veittur og hún endurgreiddi sveitarfélaginu.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 184/2011
Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun var staðfest og í samræmi við 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var kæranda einnig gert að standa skil á ofgreiddum atvinnuleysisbótum ásamt 15% álagi.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 21/2012
Uppgreiðsluþóknun. Yfirlýsing skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki í andstöðu við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 42/2012
Uppgreiðsluþóknun. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki stjórnvaldsákvörðun. Kæru vísað frá.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 164/2011
Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 172/2011
Kærandi kveðst hafa hætt námi af fjárhagslegum ástæðum. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þær ástæður séu ekki gildar í skilningi 1. mgr. 55. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og ber því að láta kæranda sæta tveggja mánaða biðtíma eftir greiðslu atvinnuleysistrygginga. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
04. desember 2012 /Mál nr. IRR12050173
Vegagerðin: Ágreiningur um endurgreiðslu kostnaðar vegna styrkingar á vegi
-
30. nóvember 2012 /Mál 12070082 Mat á umhverfisáhrifum, Arnarlax ehf.
Úrskurður vegna beiðni um endurupptöku úrskurðar ráðuneytisins frá 4. júlí 2012 um að fyrirhugað eldi Arnarlax ehf. á 3000 tonnum af laxi í Arnarfirði skyldi háð mati á umhverfisáhrifum.
-
-
-
-
-
28. nóvember 2012 /Hafnarnes Ver hf., kærir ákvörðun Fiskistofu dags. um að synja félaginu um leyfi til endurvigtunar á afla skv. reglugerð nr. 224/2006 um vigtun og skráningu sjávarafla, með áorðnum breytingum.
Vigtunarleyfi - Endurvigtun - Rannsóknarreglan - Leiðbeiningarskylda
-
-
-
23. nóvember 2012 /Neitun um skólavist í sérskóla
9. nóvember árið 2012 var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur úrskurður Kæruefni Mennta- og menningarmálaráðuneyti barst með bréfi, dags. 15. maí sl., stjórnsýslukæra )...
-
-
22. nóvember 2012 /A-459/2012. Úrskurður frá 22. nóvember 2012.
Kærð var synjun Ríkiskaupa á beiðni um aðgang að upplýsingum um utanlandsferðir allra starfsmanna stofnunarinnar á hennar vegum frá ársbyrjun 2010 til þess dags er beiðni var sett fram. Í beiðninni fólst að óskað var eftir upplýsingum í ótilteknum fjölda mála. Skylda til að útbúa gögn ekki fyrir hendi. Frávísun.
-
22. nóvember 2012 /A-458/2012. Úrskurður frá 22. nóvember 2012.
Kærð var sú ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja um aðgang að skýrslum nafngreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Þagnarskylda. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest.
-
-
-
20. nóvember 2012 /Mál nr. 79/2012
Vanskil félags hjá Íbúðalánasjóði. Ekki fyrirliggjandi stjórnvaldsákvörðun. Kæru vísað frá.
-
20. nóvember 2012 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR12110268
Garðarbær: kæra vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga
-
20. nóvember 2012 /Mál nr. 201/2011
110%. Réttaráhrif ákvörðunar Íbúðalánasjóðs um niðurfærslu veðlána miðast við birtingu ákvörðunarinnar. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
-
20. nóvember 2012 /Mál nr. 32/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
-
-
-
-
-
-
20. nóvember 2012 /Mál nr. 31/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
-
-
-
19. nóvember 2012 /Veiðifélags Mývatns, kærir ákvörðun stjórnar Fiskræktarsjóðs, dags. 24. apríl 2012, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun úr sjóðnum fyrir almanaksárið 2012.
Fiskrækt - Úthlutun úr sjóði - Verksvið
-
19. nóvember 2012 /Kristþór Gunnarsson f.h. áhugamanna um ræktun Eldvatns á Brunasandi, kærir ákvörðun stjórnar Fiskræktarsjóðs, dags. 24. apríl 2012, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun úr sjóðnum fyrir almanaksárið 2012.
Fiskrækt - Úthlutun úr sjóði - Verksvið
-
16. nóvember 2012 /A-457/2012. Úrskurður frá 15. nóvember 2012
Vísað var frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru þar sem farið var fram á gögn er vörðuðu skipun í embætti skólameistara en kærandi var meðal umsækjenda um stöðuna. Um rétt hennar til aðgangs að umbeðnum upplýsingum fór því eftir ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í 1. málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993
-
15. nóvember 2012 /A-456/2012. Úrskurður frá 15. nóvember 2012
Fallist var á að Vestmannaeyjabæ bæri að afhenda kæranda afrit tveggja samninga, án útstrikana, sem gerðir höfðu verið við tiltekið einkahlutafélag um sorphirðu. Ekki talið að samningarnir hefðu að geyma upplýsingar sem féllu undir undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga.
-
15. nóvember 2012 /A-455/2012. Úrskurður frá 15. nóvember 2012
Vísað var frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru vegna synjunar ÁTVR á beiðni um upplýsingar um heildarsölu stofnunarinnar samkvæmt reglum sem byggja á lögum nr. 96/1995 um gjald af áfengi og tóbaki, sbr. 3. tölul. 6. gr. laganna, sundurliðað eftir árum á tímabilinu 2005 til 2012 og sölu ÁTVR á áðurnefndu tímabili til hvers og eins þeirra aðila sem heyri undir fyrrgreinda reglu. ÁTVR talið falla undir gildissvið upplýsingalaga skv. 1.m gr. 1. gr. laganna. Í beiðni kæranda fólst að óskað var eftir upplýsingum í ótilteknum fjölda mála og samræmdist það ekki tilgreiningarreglu upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr., sbr. 10. gr. upplýsingalaga. Þær upplýsingar sem óskað var eftir lágu jafnframt ekki fyrir hjá stofnuninni og varð henni ekki gert að útbúa þær í ríkara mæli en leiðir af 7. gr. upplýsingalaga. Var málinu því vísað frá.
-
15. nóvember 2012 /A-453/2012. Úrskurður frá 15. nóvember 2012
Staðfest var sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að bls. 27-31 í viðauka C við samnings Og fjarskipta ehf. (Vodafone) við varnarmálastofnun, dags. 1. febrúar 2010. Fallist á að að stærstur upplýsinganna sem fram kæmu í umbeðnum gögnum gætu varðað mikilvæga samkeppnishagsmuni fyrirtækisins.
-
15. nóvember 2012 /A-454/2012. Úrskurður frá 15. nóvember 2012
Vísað var frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru einkahlutafélags vegna synjunar beiðni um aðgang að upplýsingum um samskipti Portusar ehf. og tiltekin félags um kaup á flyglum fyrir Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús. Portus ehf. er einkaréttarlegt félag og fellur þar af leiðandi ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá lá ekki fyrir að félaginu hafi verið falið að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærandi gat jafnframt ekki byggt sjálfstæðan rétt til aðgangs að gögnum á ákvæðum upplýsingalaga um endurnot opinberra upplýsinga.
-
-
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.