Hoppa yfir valmynd

Úrskurðir og álit


Sýni 13401-13600 af 19407 niðurstöðum.

Áskriftir

  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 7/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með kæru 1. mars 2013 kærði Kone ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að velja tilboð Íslandslyftna ehf. í útboði nr. 15373 „FLE – Lyftur og rúllustigar Endurhönnun Suðurbyggingar 2013“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 5/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi mótteknu 14. febrúar 2013, kærði Rafey ehf. útboð Vegagerðarinnar „Fáskrúðsfjarðargöng – Endurbætur á rafkerfi 2013“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 9/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 4. apríl 2013, kærir Grafa og grjót ehf. útboð Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 15420 „Nýtt fangelsi á Hólmsheiði, jarðvinna og heimlagnir“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 14/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi mótteknu 7. maí 2013 kærir Gámaþjónustan hf. ákvörðun Garðabæjar og Mosfellsbæjar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. vegna útboðsins „Sorphirða í Garðabæ og Mosfellsbæ 2013-2017“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 12/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 16. maí 2012, kærði Iceland Express ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 15003: „Flugsæti til og frá Íslandi“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr 4/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með kæru, dags. 4. febrúar 2013, kærði Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að velja tilboð Heklu ehf. í útboði nr. 12929 „Bifreiðaútboð, flokkabifreiðar að 3,5 t. og að 7,5 t., pallbifreiðar og smærri sendibifreiðar“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 8/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 6. mars 2013 kærði CMS ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði kæranda í útboði varnaraðila nr. 15294 „Björgunarþyrlur á leigu fyrir LHG“. Kærandi krefst þess að viðurkennt verði að ákvörðun varnaraðila hafi verið ólögmæt og nefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 15/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni 15. maí 2013, kærði BYD Auto Limited Ltd. ákvörðun Strætó bs. um að hafna tilboði félagsins í samningskaupum nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 17/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 24. maí 2013 kærði Portfarma ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði kæranda í útboði varnaraðila nr. 15387 „Ýmis lyf 23“.


  • 07. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 13/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 19. apríl 2013, kærði Hestvík ehf. val á tilboði í útboði Vegagerðarinnar „Yfirborðsmerkingar á Suðursvæði 2013-2014“.


  • 07. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 12/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála

    Með ódagsettu bréfi kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.





  • A-487/2013. Úrskurður frá 6. júní 2013

    Kærð var ákvörðun Þjóðskjalasafn Íslands um að synja um aðgang að skýrslum nokkurra nafngreindra einstaklinga í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-487/2013 þar sem farið var yfir efni hverrar skýrslu og lagagrundvöll synjunar í hverju tilviki. Synjunin var staðfest.


  • A-483/2013. Úrskurður frá 6. júní 2013

    Kærð var afgreiðsla mennta- og menningarmálaráðuneytis á beiðnum kæranda um afrit af þjónustusamningi við Verzlunarskóla Íslands og Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. Erindunum hafði ekki verið svarað. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-483/2013 þess efnis að þau gögn sem kærandi óskaði eftir væru að hluta til ekki fyrirliggjandi hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og þau sem væru fyrirliggjandi hafi þegar verið afhent eða verið vísað til þess að þau séu kæranda aðgengileg, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Því lægi ekki fyrir synjun stjórnvalds um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærunni var því vísað frá.


  • A-482/2013. Úrskurður frá 6. júní 2013

    Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi aðgang að gögnum vegna sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-482/2013 um að ekki lægi fyrir synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og því væru skilyrði fyrir kæru til nefndarinnar ekki uppfyllt. Fyrirvari ráðuneytisins um hugsanlega gjaldtöku á grundvelli 3. mgr. 18. gr. laganna fæli ekki í sér synjun á afhendingu gagna  og haggi hann því ekki framangreindri niðurstöðu. Kærunni var því vísað frá nefndinni.


  • A-484/2013. Úrskurður frá 6. júní 2013

    Hagsmunasamtök heimilanna kærðu afgreiðslu velferðarráðuneytisins á beiðni um aðgang að reglugerð um greiðsluaðlögun einstaklinga. Samtökin gerðu ekki athugasemd við efnislega afgreiðslu ráðuneytisins en óskuðu samt sem áður eftir því að úrskurðað yrði um þá hlið málsins sem snúi að töfum á afgreiðslu fyrirspurnarinnar. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum eða dráttur á svörum sem kæranlegur er skv. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 var málinu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


  • A-485/2013. Úrskurður frá 6. júní 2013

    Hagsmunasamtök heimilanna kærðu afgreiðslu velferðarráðuneytisins á beiðni um aðgang að reglugerð um störf kærunefndar greiðsluaðlögunarmála. Samtökin gerðu ekki athugasemd við efnislega afgreiðslu ráðuneytisins en óskuðu samt sem áður eftir því að úrskurðað yrði um þá hlið málsins sem snúi að töfum á afgreiðslu fyrirspurnarinnar. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum eða dráttur á svörum sem kæranlegur er skv. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 var málinu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


  • A-486/2013. Úrskurður frá 6. júní 2013

    Kærð var ákvörðun Landsnets hf. um að synja um afhendingu gagna í tengslum við kostnaðaráætlun Landsnets hf. frá 2008 fyrir 200kV jarðstreng frá Blöndustöð til Akureyrar. Umræddar upplýsingar og gögn eru upplýsingar um umhverfismál er varða opinbert hlutverk Landsnets hf. í skilningi 2. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-486/2013 þess efnis að kærði hafi eðli máls samkvæmt ekki synjað kæranda um aðgang að kostnaðaráætlun sem ekki finnst. Kærunni var því vísað frá að þessu leyti. Upplýsingar úr verðbanka Landsnets hf. voru ekki fyrirliggjandi og ekki var talið að skylt væri að vinna sérstakar upplýsingar fyrir kæranda úr verðbankanum. Synjun Landsnets hf. var því staðfest. Ekki var fjallað um það skjal sem Landsnet hf. tók saman og afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í tilefni af máli þessu enda tekur kæruheimildin einungis til skjala sem synjað hefur verið um aðgang að og eðli máls samkvæmt þurfa þau því að hafa orðið til áður en upplýsingabeiðni er sett fram.


  • 05. júní 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 54/2012.

    110%. Endurupptaka. Tvær fasteignir keyptar með kaupsamningi dags., 10. desember 2008 og 12. janúar 2009. Synjun vegna fyrrnefndrar fasteignar felld úr gildi og málinu vísað heim þar sem stofnað var til láns vegna kaupanna fyrir 31. desember 2008, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Synjun vegna síðarnefndrar fasteignar staðfest þar sem stofnað var til láns vegna kaupanna eftir 31. desember 2008.


  • 05. júní 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 83/2012.

    Ferðaþjónusta fatlaðs fólks. Aldraðir. Aðfinnslur. Umsókn kæranda synjað þar sem hún hafi búið á hjúkrunarheimili. Nefndin taldi ekki upplýst hvort og hvaða almennu þjónustu kærandi ætti rétt á, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 125/1999. Sveitarfélagið hafi því ekki getað lagt mat á hvort þjónustuþörf kæranda hafi verið meiri en svo að henni yrði fullnægt innan almennrar þjónustu, sbr. 7. gr. laga nr. 59/1992. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað til nýrrar meðferðar.


  • 05. júní 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 46/2013

    Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., d-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 05. júní 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 43/2013

    Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., sbr. d-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 05. júní 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 48/2013

    Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., sbr. a-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 04. júní 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 76/2012

    Ágreiningur um hvort bráðabirgðarákvæði V við lög um atvinnuleysistryggingar sbr. 1. gr. laga nr. 131/2008 ætti við um kæranda eða ekki. Hin kærða ákvörðun var staðfest og kæranda gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur.


  • 04. júní 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 91/2012

    Ágreiningur var um hvort rétt væri að synja kæranda um atvinnuleysisbætur á  grundvelli 4. mgr. 51.gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi að sökum þess að ekki var lagastoð til þess að takmarka rétt kæranda til greiðslu hlutfallslegra atvinnuleysisbóta skv. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 54/2006.


  • 04. júní 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 110/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009. Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í tvo mánuði var staðfest.


  • 04. júní 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 108/2012.

    Kærandi var talinn hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hann fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Honum var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.


  • 04. júní 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 109/2012.

    Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.


  • 04. júní 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 115/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009. Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í tvo mánuði var staðfest.


  • 31. maí 2013 / Stjórnsýslukærur - úrskurðir

    Stjórnsýslukæra skv. 26. gr. stjórnsýslulaga

    Stjórnsýslukæra þar sem kærð er synjun ríkisskattstjóra á endurupptöku á úrskurði embættisins.


  • 29. maí 2013 / Stjórnsýslukærur - úrskurðir

    Stjórnsýslukæra - gjaldtaka tollstjóra vegna aðgangs að upplýsingum úr Tollalínu

    Kærð var gjaldtaka vegna aðgangs að upplýsingum úr tollalínu tollstjóra.


  • 29. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 93/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 22. gr. laga nr. 134/2009 og 3. gr. laga nr. 153/2010. Kærandi lét hjá liggja að tilkynna um tilfallandi vinnu á fullnægjandi hátt innan tímafrests sbr. 35 gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun um að fella niður bótarétt kæranda í tvo mánuði var staðfest.


  • 29. maí 2013 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 1/2013

    Ráðning í starf. Hæfnismat.


  • 29. maí 2013 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 11/2012

    Endurupptaka. Almannaskráning. Mismunun.


  • 28. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 46/2012

    Endurkrafa


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 37/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærir Kubbur ehf. ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar 13. sama mánaðar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. í útboðinu „Hafnarfjörður – Sorphirða 2013-2021“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 11/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 11. apríl 2013, kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að krefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15397 „Hjólaskófla fyrir Isavia“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 35/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 13. desember 2012, kærir Nortek ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 1533 „Aðgangsstýrikerfi fyrir LSH. 1. áfangi: Slysa- og bráðadeild“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 1/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr 37/2012B.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 3. apríl 2013, krafðist Íslenska gámafélagið ehf. þess með vísan til 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að mál nr. 37/2012, Kubbur ehf. gegn Hafnarfjarðarkaupstað, yrði endurupptekið. Í bréfinu var krafa Íslenska gámafélagsins ehf. orðuð með svofelldum hætti: „Fyrir hönd Íslenska gámafélagsins ehf. er þess krafist, með vísan til 24. gr. laga nr. 37/1993, að málið verði endurupptekið og að kveðinn verði upp nýr úrskurður í málinu þar sem fallist verði á kröfur og sjónarmið [Íslenska gámafélagsins ehf.] í málinu. Þá er þess krafist að kærunefndin afturkalli úrskurð í málinu með vísan til 25. gr. laga nr. 37/1993.“


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 9/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála

    Með bréfi, dags. 4. apríl 2013, kærir Grafa og grjót ehf. útboð Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 15420 „Nýtt fangelsi á Hólmsheiði, jarðvinna og heimlagnir“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 10/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 11. apríl 2013, kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að krefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15429 „Vörubifreið fyrir Isavia“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 32/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 29. október 2012, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1201 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.


  • 23. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 55/2012

    Endurkrafa


  • 23. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 63/2012

    Endurkrafa


  • 23. maí 2013 / Úrskurðir á sviði samgöngumála

    Mál nr. IRR13030379

    Siglingastofnun: Ágreiningur um farþegafjölda og björgunarbúnað


  • 22. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 81/2013

    Meðlag


  • 21. maí 2013 / Úrskurðir á sviði sveitarstjórnarmála

    Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR12030268

    Reykjavíkurborg: Ágreiningur um endurgreiðslu dagforeldris á framlagi vegna vistunar barns


  • 21. maí 2013 / Úrskurðir umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytisins

    Mál 12120081 Umhverfismat áætlana, Landsnet hf.

    Úrskurður um stjórnsýslukæru Ólafs Valssonar og Sifjar Konráðsdóttur vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 13. nóvember 2012 um að kerfisáætlun Landsnets hf. skv. lögum nr. 65/2003 falli ekki undir 3. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.









  • 15. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 42/2013

    Felld úr gildi ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 15. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 3/2013.

    Málið varðar styrk til greiðslu lögmannsaðstoðar, skv. 47. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi.  


  • 15. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 5/2013

    Fæðingarstyrkur námsmanna. Hætta námi vegna heilsufarsástæðna.


  • 15. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 59/2012

    Endurkrafa


  • 15. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 40/2013

    Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., sbr. a- liðar 1. mgr. 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 14. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 90/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, sbr., 23. gr. laga nr. 134/2009 og 4. gr. laga nr. 103/2011. Hin kærða ákvörðun um að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda var staðfest.


  • 14. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr.96/2012.

    Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.


  • 14. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 88/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar en kærandi var erlendis án þess að tilkynna Vinnumálastofnun um það. Hin kærða ákvörðun var staðfest.


  • 14. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 83/2012.

    Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hennar á atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Kærandi lagið fyrst fram læknisvottorð eftir að hún hafnaði atvinnutilboðinu og tók ekki fram í umsókn um atvinnuleysisbætur að hún stríddi við skerta vinnufærni. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest.


  • 14. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 82/2012.

    Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.


  • 14. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 46/2012.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að gera kæranda að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur var staðfest sbr. 2.mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.


  • A-481/2013. Úrskurður frá 3. maí 2013

    Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) kærðu þá ákvörðun tollstjóra að hafna beiðni um aðgang að gögnum um þá aðila sem nýttu sér  tollkvóta á landbúnaðarafurðum. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-481/2013 þess efnis að þagnarskylduákvæði 188. gr. tollalaga nr. 88/2005 væri sérstakt ákvæði um þagnarskyldu, í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Upplýsingar um hvort fyrirtæki hafi nýtt sér úthlutaðan WTO tollkvóta féllu þar með undir sérstakt þagnarskylduákvæði og því yrði réttur til aðgangs að þeim hjá tollstjóra ekki byggður á ákvæði 3. gr. upplýsingalaga.


  • 13. maí 2013 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Lotna ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu sviptingu fiskiskipsins Kristbjargar ÍS-177, á leyfi til veiða í atvinnuskyni.

    Veiðileyfi - Veiðileyfissvipting - Vigtun


  • 13. maí 2013 / Úrskurðir á sviði sveitarstjórnarmála

    Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR12040032

    Hafnarfjarðarbær: Ágreiningur um skil á lóð og endurgreiðslu gatnagerðargjalda vegna lóðarinnar


  • A-480/2013. Úrskurður frá 3. maí 2013

    Ótilgreind erlend tryggingarfélög kærðu synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni um aðgang a) að öllum gögnum rannsóknarnefndar Alþingis varðandi Kaupþing banka og b) að tilgreindum gögnum tengdum Kaupþingi banka. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-480/2013 um að beiðni um aðgang að öllum gögnum um þennan banka hafi ekki tengst tilteknu máli, þ.e. í skilningi upplýsingalaga. Málefni bankans kæmu við sögu í fjölmörgum köflum skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þeim væri ekki haldið til haga sem sérstöku máli. Auk þess væri ekki hægt að finna viss gögn sem beðið var um. Framangreindu var vísað frá safninu. Að öðru leyti var heimvísað og safninu gert að afgreiða efnislega beiðni um aðgang að tilgreindum gögnum, eða eftir atvikum takmarka hann vegna þagnarskyldu.


  • 10. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 163/2012

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 08. maí 2013 / Úrskurðir mennta- og menningarmálaráðuneytisins

    Synjun námsstyrkjanefndar um greiðslu á námsstyrk

    Ár 2013, miðvikudagurinn 8. maí, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur úrskurður


  • 08. maí 2013 / Úrskurðir mennta- og menningarmálaráðuneytisins

    Synjun námsstyrkjanefndar um greiðslu námsstyrks

    Ár 2013, miðvikudaginn 8. maí, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur úrskurður


  • A-479/2013. Úrskurður frá 3. maí 2013

    Tryggingamiðstöðin hf. kærði synjun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 5. júlí, á beiðni félagsins. Sú beiðni laut í fyrsta lagi að öllum gögnum er varða málið: „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis“. Í öðru lagi laut hún að aðgangi að tilteknum gögnum, í 23 nánar tilgreindum töluliðum, frá nefndinni. Í þriðja lagi laut hún að aðgangi að gögnum nefndarinnar, tengdum einstökum gerningum og/eða samningum, sem voru talin upp í 46 nánar tilgreindum töluliðum. Í fjórða lagi laut hún að aðgangi gögnum nefndarinnar í 29 sérstaklega tilgreindum töluliðum. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-479/2013 um að staðfesta þá ákvörðun Þjóðskjalasafnsins að synja um aðgang að öllum gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis nýtti við gerð skýrslu sinnar. Að öðru leyti var beiðnin ekki talin vera svo almenn að ekki hafi verið unnt að afgreiða hana efnislega, a.m.k. að hluta til, og var þeim hluta málsins vísað heim til Þjóðskjalasafns Íslands.


  • 08. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 2/2013.

    Kröfu kæranda um að aflétta nafnleynd tilkynnanda vegna sonar þeirra var staðfest skv. 2. mgr. 19. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.  


  • 08. maí 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 63/2012

    Sameiginlegur kostnaður: Ytri gluggaumbúnaður.


  • 08. maí 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 54/2012

    Sérkostnaður: Ofnar.


  • 08. maí 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 65/2012

    Ákvörðun húsfundar. Sameiginlegur kostnaður.


  • 07. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 81/2012.

    Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.


  • 07. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 69/2012.

    Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.


  • 07. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 80/2012.

    Í eftirlitsferð fulltrúa aðila vinnumarkaðarins var komið að kæranda við störf hjá fyrirtæki á meðan hún þáði atvinnuleysisbætur. Ákvörðun Vinnumálastofnunar skv. 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 23. gr. laga nr. 134/2009 sbr. og 4. gr. laga nr. 103/2011, og 35. gr. a laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest. Þá var einnig staðfest að kæranda bæri að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.


  • 03. maí 2013 / Stjórnsýslukærur - úrskurðir

    Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun RSK um endurgreiðslu virðisaukaskatts

    Ráðuneytinu barst stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar tollstjóra um lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts.


  • 02. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 54/2012

    Endurkrafa


  • 02. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 62/2012

    Endurkrafa


  • 02. maí 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 66/2012

    Endurkrafa


  • 30. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 71/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009. Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í tvo mánuði var staðfest.


  • 30. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 68/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009. Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í tvo mánuði var staðfest.


  • 30. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 168/2011.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009. Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í tvo mánuði var staðfest.


  • 30. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 39/2012.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að krefjast endurgreiðslu á ofgreiddum atvinnuleysisbótum til kæranda sem fékk ofgreiddar atvinnuleysisbætur á tímabilinu 1. til 19. apríl 2011 staðfest. Vísað var frá beiðni kæranda um 10% endurgreiðslu af endurgreiðslu hans til Vinnumálastodnunar.


  • A-476/2013. Úrskurður frá 12. apríl 2013

    Kærð var synjun embættis ríkisskattstjóra  um a) heildrænar, ópersónugreinanlegar upplýsingar um upphæðir og tilhögun greiðslu lögbundins tekjuskatts af eftirgjöf skulda og niðurfellingu persónulegra ábyrgða og b) um verklagsreglur og eftirfylgni embættis ríkisskattstjóra með áðurgreindu. Um fyrra atriðið vísaði úrskurðarnefndin til 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, um að kæra megi synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Þau gögn sem kærandi hafði óskað eftir lágu ekki fyrir hjá ríkisskattstjóra og þessum þætti var vísað frá. Um seinna atriði var vísað til 1. mgr. 3. gr. laga nr. 50/1996, um skyldu stjórnvalda til að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál. Þar sem nefndin taldi beiðnina ekki lúta að  „tilteknu máli“ eða tilgreindum málum í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996 var þessum þætti einnig vísað frá.


  • A-477/2013. Úrskurður frá 12. apríl 2013

    Kærð var synjun Barnaverndar Reykjavíkur á beiðni um aðgang að öllum gögnum er varða mál ólögráða dóttur kæranda. Úrskurðarnefndin leit til þess að Barnavernd Reykjavíkur starfar á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í 38. gr. þeirra kemur fram að um könnun barnaverndarmáls og málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd gilda stjórnsýslulög. Þar sem  upplýsingalög gilda ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum var talið að ágreiningur um rétt kæranda yrði ekki borinn undir nefndina, sbr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Var málinu vísað frá.


  • A-478/2013, Úrskurður 12. apríl 2013

    Akureyrarbær krafðist þess að réttaráhrifum úrskurðar nr. A-472/2013, sem kveðinn var upp 31. janúar 2013, yrði frestað vegna þess að nafn kæranda hafi verið rangt tilgreint. Nefndin taldi að af hálfu Akureyrarbæjar hefði ekkert komið fram um að uppfyllt væru framangreind skilyrði svo fyrir hendi væri sérstök ástæða, í skilningi 24. gr. laga nr. 140/2012, til að ákveða að fresta réttaráhrifum úrskurðarins. Kröfunni var því hafnað, en samhliða gefið út nýtt leiðrétt staðfest endurrit úrskurðar A-472/2013.


  • 24. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 53/2012

    Endurkrafa


  • 24. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 1/2013

    Mál þetta lýtur að kröfu móður um rýmri umgengni við tvö börn sín. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.


  • 24. apríl 2013 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Úrskurður um stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar Matvælastofnunar, um afturköllun starfsleyfis Ingunnarstaða ehf. dags. 9. nóvember 2012.

    Afturköllun starfsleyfis - Hollustuhættir við frumframleiðslu - Rannsóknarreglan - Meðalhófsreglan - Andmælaréttur


  • A-475//2013. Úrskurður frá 12. apríl 2013

    Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að gögnum í 26 töluliðum. FME hafði talið beiðnina vera of almenna og hafði synjað af þeirri ástæðu.  Úrskurðarnefndin benti á að ef beiðni væri sett fram í mörgum liðum bæri stjórnvaldi að afgreiða hvern lið fyrir sig. Fjármálaeftirlitið hafði ekki skoðað gert það heldur vísað beiðninni frá í heild sinni. Nefndin féllst á að hluti af þessum 26 töluliðum hafi verið of almennur til þess að hægt hafi verið að taka hann til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar en að öðru leyti var málinu vísað heim til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins.


  • 23. apríl 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 5/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi 12. mars 2012 kærir Cetus ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15068: Vökva- og sprautudælur, tengikvíar, skráningarkerfi og rekstrarvörur fyrir Landspítala.


  • 23. apríl 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 34/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru, dags. 5. nóvember 2012, kærði Sérverk ehf. val Kópavogsbæjar í útboðinu „Leikskóli Austurkór 1, Alútboð“.


  • 23. apríl 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 2/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru, dags. 18. janúar 2013, kærði Rafkaup hf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15270 „Byggingavörur og ljósaperur“.


  • 23. apríl 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál 36/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærðu Kynnisferðir ehf. útboð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nr. A-SSS-01 „Útboð á akstri til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar“.


  • 23. apríl 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 5/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 14. febrúar 2013, kærði Rafey ehf. útboð Vegagerðarinnar „Fáskrúðsfjarðargöng – Endurbætur á rafkerfi 2013“.


  • 22. apríl 2013 / Úrskurðir á sviði sveitarstjórnarmála

    Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11110186

    Grímsnes- og Grafningshreppur: Ágreiningur um byggingu golfvallar


  • 18. apríl 2013 / Stjórnsýslukærur - úrskurðir

    Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun RSK um endurgreiðslu virðisaukaskatts.

    Ráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðun ríkisskattstjóra um synjun endurgreiðslu virðisaukaskatts.


  • 17. apríl 2013 / Yfirfasteignamatsnefnd

    Mál nr. 1/2013

    Spildur á jörðinni Lágafelli, Mosfellsbæ


  • 16. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 37/2012

    Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda í tvo mánuði með vísan til 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, var ómerkt og málinu vísað aftur til Vinnumálstofnunar til löglegrar meðferðar, þar sem hin kærða ákvörðun hafi verið reist á röngum lagagrundvelli.


  • 16. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 65/2012

    Mál þetta lýtur að 47. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 um ávinnslutímabil í öðru aðildarríki. Kærandi taldi ráðgjöf um  rétt til atvinnuleysisbóta eftir að hafa verið búsettur erlendis ranga og ófullnægjandi. Hin kærða ákvörðun var staðfest.


  • 16. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 66/2012

    Mál þetta lýtur að 1. mgr. 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, um meginregluna um að námsmenn eigi ekki tilkall til atvinnuleysisbóta og var hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 16. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 65/2012.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja kæranda um atvinnuleysisbætur á grundvelli 1. mgr. 47. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, var staðfest.  Kærandi hafði ekki starfað á innlendum vinnumarkaði mánuði fyrir umsókn og ekki lá fyrir svokallað E-301 vottorð sem staðfesti atvinnu hans erlendis.


  • 16. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 37/2012.

    Hin kærða ákvörðun var reist á röngum lagagrundvelli, þ.e. beita átti fremur 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar í málinu í stað 59. gr. laganna. Þar sem viðurlög skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar eru afar íþyngjandi í garð atvinnuleitenda verður að veita þeim kost á að leita endurskoðunar á ákvörðun sem reist er á ákvæðinu. Því var hin kærða ákvörðun ómerkt og Vinnumálastofnun falið að taka málið til löglegrar meðferðar.


  • 16. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 66/2012.

    Kærandi stundaði nám samhliða því að fá greiddar atvinnuleysisbætur án þess að fyrir lægi námssamningur við stofnunina. Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva til hans greiðslur á grundvelli 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, var staðfest auk þess sem kæranda var gert að greiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur.


  • 12. apríl 2013 / Stjórnsýslukærur - úrskurðir

    Úrskurður vegna stjórnsýslukæru- ákvörðun ÁTVR

    Kærð var ákvörðun ÁTVR að hafna öllum tilboðum kæranda vegna auglýsingar eftir húsnæði fyrir Vínbúð ÁTVR í Garðabæ eða Hafnarfirði


  • 12. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 37/2013

    Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., sbr. a-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 12. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 52/2012

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á beiðni kröfuhafa um breytingu á skilmálum samnings um greiðsluaðlögun á grundvelli 1. mgr. 25. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 11. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 95/2012

    Viðmiðunartímabil


  • 11. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 60/2012

    Endurkrafa


  • 10. apríl 2013 / Stjórnsýslukærur - úrskurðir

    Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun RSK á endurgreiðslu virðisaukaskatts

    Ráðuneytinu barst stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar ríkisskattstjóra um lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað.


  • 10. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 26/2012.

    Mál þetta lýtur að kröfu föðurömmu  um umgengni við barnabarn sitt sem er í varanlegu fóstri. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 2. Mgr. 74.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.


  • 10. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 25/2012.

    Í málinu var til úrlausnar hvort sú ákvörðun barnaverndarnefnar, að loka máli því sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefndinni, hafi verið lögmæt. Hin kærða niðurstaða var felld úr gildi þar sem ljóst var af gögnum málsins að ekki hafi verið aflað viðhlítandi upplýsinga um líðan barnsins, aðbúnað þess og hagi.  


  • 10. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 52/2011

    Endurupptaka. Leiðrétting á úrskurðarorði. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun.


  • 10. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 52/2012

    Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Umsókn synjað, sbr. 3. og 8. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málið sent heim til löglegrar meðferðar.


  • 10. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 27/2012.

    Mál þetta lýtur að kröfu föður um rýmri umgengni við son sinn sem er í varanlegu fóstri. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.  


  • 10. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 28/2012.

    Málið varðar aðgang kæranda að gögnum barnaverndarnefndar vegna dætra kæranda. Byggði hinn kærði úrskurður á lögmætum sjónarmiðum og takmarkanir á aðgangi að gögnum gekk ekki lengra en nauðsyn bar til. Ber með vísan til þess að staðfesta úrskurðinn.



  • 09. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 78/2012.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að láta kæranda sæta tveggja mánaða biðtíma eftir greiðslu atvinnuleysisbóta var staðfest. Skýringar kæranda á ástæðum námsloka teljastekki gildar í skilningi 55. gr. laga um atvinnuleysistryggingar  


  • 09. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 77/2012.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að skerða bótarétt kæranda vegna makalífeyrisgreiðslna á grundvelli 36.gr. laga um atvinnuleysistrygginga nr. 54/2006, er staðfest.  


  • 09. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 25/2012.

    Mál þetta lýtur að því hvort kærandi hafi verið í virkri atvinnuleit skv. a-lið 13. gr. og 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Kærandi hafði þegið atvinnuleysisbætur án þess að vera með samning um þróun eigin viðskiptahugmyndar á grundvelli reglugerðar nr. 12/2009. Hin kærða ákvörðun var staðfest.


  • 09. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 74/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar en kærandi var erlendis án þess að tilkynna Vinnumálastofnun um það. Hin kærða ákvörðun var staðfest.


  • 04. apríl 2013 / Úrskurðir velferðarráðuneytisins 2011-2018

    Úrskurður velferðarráðuneytisins

    Ákvörðun stjórnar Ábyrgðarsjóðs launa um synjun ábyrgðar sjóðsins á kröfu kæranda FG staðfest. Ákvörðun stjórnar Ábyrgðarsjóðs launa um synjun á kröfu kæranda FP felld úr gildi.


  • 03. apríl 2013 / Stjórnsýslukærur - úrskurðir

    Kæra vegna synjunar tollstjóra á beiðni til niðurfellingar tekjuskatts

    Kærð var synjun tollstjóra á beiðni til niðufellingar tekjuskatts


  • 03. apríl 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 53/2012

    Frístundabyggð. Hlutverk félags. Viðhalds akvegar.


  • 03. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 44/2012

    Endurkrafa


  • 03. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 58/2012

    Endurkrafa


  • 03. apríl 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 11/2012

    Frístundahúsamál


  • 03. apríl 2013 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    A.Ó.A. útgerð hf. kærir ákvörðun Fiskistofu um afturköllun á tilfærslu aflamarks, 10 ágúst 2012.

    Aflamarksflutningar - Umframafli - Gjaldtaka - Sektarákvörðun


  • 03. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 49/2012

    Aflétting krafna, umfram söluverð, við frjálsa sölu. Beiðni kæranda synjað þar sem hann átti aðrar eignir og söluverð var ekki í samræmi við markaðsverð, sbr. a- og c-liða skilyrða stjórnar Íbúðalánasjóðs. Hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 03. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 34/2012

    Glatað veð. Beiðni um afskrift kröfu sem glataði veð við nauðungarsölu synjað, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 359/2010. Hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 03. apríl 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 13/2012

    Frístundahúsamál


  • 03. apríl 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 89/2012

    Fæðingarorlof stytt


  • 26. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 54/2012.

    Mál þetta lýtur að því að umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur var hafnað þar sem hann hafði þá ekki starfað að minnsta kosti í tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði frá því að ákvörðun um viðurlög skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 var tekin.


  • 26. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 35/2012

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, sbr., 23. gr. laga nr. 134/2009 og 4. gr. laga nr. 103/2011. Hin kærða ákvörðun um að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda var staðfest.


  • 26. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 34/2012.

    Felld var úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja kæranda um greiðslur atvinnuleysisbóta fyrir tímabilið 23. nóvember 2011 – 6. janúar 2012. Talið var að skilyrðum 6. mgr. 9. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, hafi verið fullnægt þegar kærandi sendi inn tilkynningu um tilfallandi vinnu á tímabilinu.


  • 26. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál 25/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 2. september 2011, kærði Logaland ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“.





  • 22. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 135/2012

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 22. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 90/2012

    Útreikningur


  • 22. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 12/2013

    Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., sbr. d-lið 1. mgr. 12. gr. og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 22. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 82/2012

    Endurkrafa


  • 22. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 15/2013

    Felld úr gildi ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., sbr. d-lið 1. mgr. 12. gr. og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.



  • 22. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 18/2013

    Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., sbr. a-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 22. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 79/2012

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 21. mars 2013 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 12/2012

    Ráðning í starf. Hæfnismat. Aðfinnslur.


  • 20. mars 2013 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Ákvörðun Matvælastofnunar dags. 4 október 2012, þess efnis að leggja hald á 49 lambskrokka, verði felld úr gildi

    Haldlagning - Eignarhald - Heimaslátrun -Einkaneysla - Dreifing


  • 20. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 11/2013

    Slysabætur


  • 20. mars 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 2/2012

    Eignarhald: Heimkeyrsla.


  • 20. mars 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 50/2012

    Ákvörðunartaka: Einangrun.


  • 20. mars 2013 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Ákvörðun Matvælastofnunar, dags. 4. október 2012, þess efnis að leggja hald á 49 lambskrokka, verði aðallega felld úr gildi,

    Haldlagning - Heimaslátrun - Endurupptaka að hluta - Einkaneysla - Dreifing


  • 20. mars 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 47/2012

    Frístundabyggð. Hlutverk félags. Þátttaka í sameiginlegum kostnaði.


  • 19. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 27/2012

    Ágreiningur var um túlkun 17. gr. laga um atvinnuleysistrygginga um greiðslur atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Hin kærða ákvörðun var staðfest.  


  • 19. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 52/2012

    Í máli þessu er deilt um það hvort Vinnumálastofnun sé heimilt að veita undanþágu frá c-lið 1. mgr. 13. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Þar er kveðið á um þá skyldu umsækjanda um atvinnuleysisbætur að vera staddur hér á landi til þess að teljast tryggður samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun var staðfest.


  • 19. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 61/2012

    Úrskurðarnefndin gerði ýmsar athugasemdir við meðferð máls þessa hjá Vinnumálastofnun. Var það mat úrskurðarnefndarinnar að hin kærða ákvörðun skyldi felld úr gildi vegna margvíslegra ágalla við meðferð málsins.  


  • 19. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 62/2012

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006 og var hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 18. mars 2013 / Úrskurðir velferðarráðuneytisins 2011-2018

    Úrskurður velferðarráðuneytisins

    Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli.


  • 18. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 181/2012

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli f-liðar 2. mgr. 6. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 15. mars 2013 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Dudda ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 2. október 2012, að svipta bátinn Nonna í vík SH-89, skipaskrárnúmer 2587 leyfi til strandveiða í eina viku.

    Veiðileyfi - Veiðileyfissvipting - Strandveiðar - Leyfilegur afli - Meðalhófsreglan


  • 14. mars 2013 / Álit á sviði sveitarstjórnarmála

    Álit innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12090310

    Tálknafjarðarhreppur veitir Hjallastefnu umboð til reksturs grunnskóla


  • 13. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 92/2012

    Fjárhagsaðstoð. Kærandi átti töluverða fjármuni á bankareikningi og umsókn hans því synjað á grundvelli 5. mgr. 12. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 13. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 71/2012

    Fjárhagsaðstoð. Umsókn kæranda um aðstoð vegna sérstakra erfiðleika til að greiða húsaleiguskuld við Félagsbústaði var synjað þar sem hann hafði ekki verið með fjárhagsaðstoð sér til framfærslu undanfarna sex mánuði eða lengur, sbr. a-lið 24. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 12. mars 2013 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Endurupptaka á máli Sjávargæða ehf. um ákvörðun Fiskistofu, dags. 19. júlí 2012, um að ekki verði úthlutað byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 til bátsins Garðars ÍS-22 (2494).

    Endurupptaka - Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar - Umsóknarfrestur


  • 12. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 192/2010

    Ágreiningur um útreikning tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi.  


  • 12. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 55/2012

    Mál þetta lýtur að 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 21. gr. laga nr. 134/2009. Hin kærða ákvörðun var staðfest.


  • 12. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 58/2012

    Hin kærða ákvörðun var tekin á grundvelli c-liðar 3. gr. og 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006 og var hún staðfest.  


  • 07. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 3/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 24. janúar 2013, kærir Norkring AS útboð Ríkiskaupa „Broadcast Network Renewal – Digital Television Broadcast“.


  • 07. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 4/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru, dags. 4. febrúar 2013, kærði Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að velja tilboð Heklu ehf. í útboði nr. 12929 „Bifreiðaútboð, flokkabifreiðar að 3,5 t. og að 7,5 t., pallbifreiðar og smærri sendibifreiðar“.


  • 05. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 21/2012

    Höfnun á atvinnutilboði skv. 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var staðfest.


  • 05. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 31/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 17. október 2012, kæra Kynnisferðir ehf. og VDL Bus & Coach B V ákvörðun Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Strætó bs., að vísa frá tilboði þeirra í útboði „Strætó bs. Endurnýjun strætisvagna, nr. 12903“.


  • 05. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 24/2010B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

      Með tölvubréfi 8. nóvember 2012 krafðist Heflun ehf. þess að mál kærunefndar útboðsmála nr. 24/2010 yrði endurupptekið.


  • 05. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 48/2012

    Tilfallandi tekjur skv. 1. mgr. 59. gr., sbr. 35. gr. a laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Ákvörðunin var felld úr gildi.


  • 05. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 50/2012

    Málið varðar 4. mgr. 15. gr. um atvinnuleysistryggingar og fjallar um starfshlutfall bótaþega. Hin kærða ákvörðun var staðfest.


  • 05. mars 2013 / Úrskurðir á sviði sveitarstjórnarmála

    Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR12020252

    Reykjavíkurborg: Ágreiningur um launað námsleyfi


  • 05. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 51/2012

    Kærandi var í námi og hafði ekki gert námssamning við Vinnumálastofnun. Ákvörðunin var staðfest með vísan til 1. mgr. 52. sbr. c-liðar 3. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.  


  • 05. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 1/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.


  • 05. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 30/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 8. október 2012, kærir Klettur – sala og þjónusta ehf. ákvörðun Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar fyrir hönd Strætó bs. um að synja kæranda áframhaldandi þátttöku í samningskaupaferli nr. 12903 um endurnýjun strætisvagna.


  • 05. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 150/2011

    Hin kærða ákvörðun var reist á röngum lagagrundvelli, þ.e. beita átti fremur 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar í málinu í stað 59. gr. laganna. Þar sem viðurlög skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar eru afar íþyngjandi í garð atvinnuleitenda verður að veita þeim kost á að leita endurskoðunar á ákvörðun sem reist er á ákvæðinu. Því var hin kærða ákvörðun ómerkt og Vinnumálastofnun falið að taka málið til löglegrar meðferðar.  


  • 05. mars 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 177/2011

    Kærandi sem var fasteignasali opnaði virðisaukaskattsnúmer til að ganga frá eldri málum. Hin kærða ákvörðun var staðfest með vísan til 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.


  • 04. mars 2013 / Úrskurðir á sviði sveitarstjórnarmála

    Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11050103

    Kópavogsbær: Ágreiningur um svar sveitarfélags við erindi húsfélags


  • 28. febrúar 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 70/2012

    Ótímabundinn leigusamningur. Endurgreiðsla tryggingarfjár og fyrirframgreiddrar leigu.


  • 28. febrúar 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 104/2012

    Slysatryggingar


  • 28. febrúar 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 58/2012

    Ótímabundinn leigusamningur. Endurgreiðsla fyrirframgreiddrar leigu. Uppsögn.


  • 28. febrúar 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 40/2012

    Riftun. Ástand húsnæðis. Trygging.


  • 28. febrúar 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 68/2012

    Tímabundinn leigusamningur: Leigutími.


  • 28. febrúar 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 62/2012

    Tímabundinn leigusamningur: Lok leigutíma.


  • 28. febrúar 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 45/2012

    Leigutími. Endurgreiðsla tryggingarfjár.


  • 27. febrúar 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 84/2012

    Húsaleigubætur. Krafa um framlagningu gagna á miðju bótatímabili. 15. gr. laga nr. 138/1997. Bótaréttur ekki talinn brott falinn. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi.  


  • 27. febrúar 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 22/2012

    Málefni fatlaðs fólks. Þjónustusamningur um beingreiðslu. Búseta í þjónustukjarna ekki sjálfstæðri búsetu. Synjun talin byggð á málefnalegum ástæðum. Hin kærða ákvörðun staðfest.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum