Hoppa yfir valmynd

Skrifstofa almanna- og réttaröryggis

Skrifstofustjóri: Ragna Bjarnadóttir 
Staðgengill skrifstofustjóra: Drífa Sigurðardóttir

Skrifstofan hefur umsjón með þeim málaflokkum í íslenskri stjórnsýslu er varða mikilvæga þætti réttarvörslukerfisins, þ.e.a.s. málefni löggæslu, ákæruvald og fullnustu og öryggi almennings, svo sem almannavarnir og leit og björgun. Skrifstofan sinnir stefnumótun og úrlausn mála á málefnasviðinu, hefur umsjón með löggjöf og fylgist með því að hún taki til allra nauðsynlegra þátta, vinnur að því að stjórnsýsluframkvæmd sé í samræmi við lög og að markmið stefnumótunar ráðherra náist með skilvirkum og markvissum hætti.

 Mikilvægi alþjóðlegs samstarfs á málefnasviðinu fer vaxandi, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins, Schengen-samstarfsins, FATF (Financial Action Task Force) og EES-samningsins. Þá tekur Ísland þátt í samstarfi innan OECD og Eystrasaltsráðsins, einkum á sviði aðgerða gegn brotastarfsemi. Einnig taka íslensk stjórnvöld þátt í HAGA-samstarfi Norðurlandanna á sviði almannaöryggis og viðbúnaðar.

Málaflokkar skrifstofunnar eru eftirfarandi:

  • Lögregla
  • Landhelgisgæsla
  • Landamæramálefni og Schengen
  • Skipulögð glæpastarfsemi
  • Mansal
  • Peningaþvætti
  • Málefni ákæruvalds
  • Alþjóðleg réttaraðstoð í sakamálum, þ.m.t. réttarbeiðnir og framsal
  • Fangelsismál og fullnusta refsinga, þ.m.t. flutningur fanga og náðunarnefnd
  • Almannavarnir
  • Vöktun, netöryggi og vernd mikilvægra samfélagsinnviða
  • Vopnamálefni
  • Öryggisþjónusta í atvinnuskyni
  • Öryggis- og björgunarmál, leit og björgun
  • Varnarmál

Ofangreind málefni varða öryggismál í víðum skilningi og hefur áhersla verið lögð á eftirfarandi þætti:
a) að efla löggæslu og öryggisstofnanir með skýrum starfsramma og áætlanagerð,
b) að stuðla að samhæfingu og samstarfi þeirra og
c) að stuðla að virku samstarfi þeirra við systurstofnanir í nágrannaríkjum um öryggi á norðurslóðum.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum