Hoppa yfir valmynd

Skrifstofa réttinda einstaklinga

Skrifstofustjóri: Berglind Bára Sigurjónsdóttir
Staðgengill skrifstofustjóra: Rósa Dögg Flosadóttir

Undir skrifstofu réttinda einstaklinga heyra m.a. eftirfarandi verkefni:

Fjölskyldumál, málefni barna o.fl.

Undir þetta svið heyra barnaréttur, málefni ættleiðinga, brottnámsmál, lögræðismál, erfðamál og dánarbú og hjúskapur. Verkefni skrifstofunnar er að halda utan um breytingar á lögum og reglum settum á þeim grundvelli, annast leiðbeiningar og samskipti við önnur stjórnvöld og borgarana, sem og margvísleg stjórnsýsluverkefni sem tilheyra þessum málaflokkum.

Málefni útlendinga og ríkisborgaramál

Skrifstofan vinnur að málefnum útlendinga á grundvelli laga þar um. Undir skrifstofuna heyra m.a. mál er varða alþjóðlega vernd og dvalarleyfi. Þá heyra ríkisborgaramál undir skrifstofuna en Útlendingastofnun tekur við umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt og afgreiðir þær auk þess að svara almennum fyrirspurnum um ríkisborgararétt. Verkefni skrifstofunnar á þessum sviðum eru að halda utan um breytingar á lögum og reglum settum á þeim grundvelli, annast leiðbeiningar og samskipti, stjórnsýsluverkefni, sem og að vinna að stefnumótun í málaflokkunum.

Þjóðkirkjan, trúfélög og lífsskoðunarfélög, sóknargjöld og kirkjugarðar

Skrifstofan hefur umsjón með því að ríkisvaldið veiti þjóðkirkjunni þann stuðning sem því ber að veita henni lögum samkvæmt og hefur umsjón með því að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum. Skrifstofan annast margvíslega framkvæmd og samskipti á grundvelli laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

Happdrætti og opinberar fjársafnanir

Stefnumótun og framkvæmd laga um happdrætti og opinberar fjársafnanir eru á verksviði skrifstofunnar. Í því felst m.a. að setja reglugerðir á grundvelli laganna og hafa almennt eftirlit með starfsemi happdrætta félaga sem starfa á grundvelli sérlaga, auk þess að skipa eftirlits- og stjórnarmenn fyrir félögin. Sýslumaðurinn á Suðurlandi veitir leyfi fyrir skyndihappdrættum.

Málefni sýslumanna

Skrifstofan annast málefni sýslumanna hvað varðar samskipti við embættin, stjórnsýslulegt eftirlit og stefnumótun. Þá hefur skrifstofan yfirumsjón með framkvæmd þinglýsingarlaga sem sýslumenn annast, auk þess að hafa yfirumsjón með lögum um greiðslur ríkissjóðs til þolenda afbrota og lögum um sanngirnisbætur.

Persónuvernd

Persónuvernd heyrir undir skrifstofu réttinda einstaklinga en lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er ætlað að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Framundan eru miklar breytingar á persónuverndarlöggjöfinni. Áætlað er að vorið 2018 komi til framkvæmda ný persónuverndarlöggjöf hér á landi þegar ný reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um persónuvernd leysir af hólmi núgildandi Evrópulöggjöf.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum