Daði Már Kristófersson
fjármála- og efnahagsráðherra
Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra frá 21. desember 2024.
Hann er fæddur 22 október 1971. Eiginkona hans er Ásta Hlín Ólafsdóttir ljósmóðir og eiga þau fjögur börn.
Daði er með doktorspróf í hagfræði frá Norwegian University of Life Sciences og MS-próf í umhverfis- og auðlindarhagfræði frá sama skóla.
Daði starfaði sem sérfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands frá 2007. Hann var árið 2009 ráðinn lektor og síðar dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands. Árið 2016 var hann skipaður sem prófessor í hagfræði við sama skóla. Hann var jafnframt sviðsforseti félagsvísindasviðs 2013-2020.
Daði Már er varaformaður Viðreisnar en hann var kjörinn árið 2020. Hann var varaþingmaður fyrir Viðreisn kjörtímabilið 2021-2024.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.