Hoppa yfir valmynd
29. desember 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu 29. desember 2017

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29.desember 2017

 

Það er áhugavert að kynna sér hve hratt heimurinn breytist. Á hverjum degi bætast um 260.000 einstaklingar við mannkynið og nú erum við rúmlega 7,5 milljarðar að tölu. Á árinu sem er að líða bættust rúmlega 80 milljónir manna við.
Það er áhugavert að kynna sér hve hratt heimurinn breytist. Á hverjum degi bætast um 260.000 einstaklingar við mannkynið og nú erum við rúmlega 7,5 milljarðar að tölu. Á árinu sem er að líða bættust rúmlega 80 milljónir manna við. Fram til 2030 fjölgar jarðarbúum um milljarð.
Á meðan þetta er að gerast stöndum við í miðjum straumhvörfum. Breytingin er hljóðlát og við veitum henni litla athygli í okkar daglega lífi þar sem tíminn líður bara eins og venjulega.
Breytingin felst í því að samhliða fjölgun mannkyns tekst hundruðum milljóna manna á hverju ári að brjótast frá fátækt til bjargálna. Á næsta áratug mun þessi þróun halda áfram og verða kraftmeiri en nokkru sinni í sögunni.
Talið er að millistétt heimsins, sú sem ber uppi neysluna, hafi verið um 1,5 milljarðar um aldamótin. Fimmtán árum síðar hafði hún tvöfaldast og hún mun tvöfaldast aftur fram til ársins 2030. Þá munu rúmir 6 milljarðar manna, eða fjórum sinnum fleiri en um aldamótin, teljast til millistéttar heimsins. Því er nú spáð að 9 af hverjum 10 sem bætast við næsta milljarð millistéttarinnar verði íbúar Asíu.
Áhrifin af þessum breytingum eru þegar gríðarleg en munu enn aukast. Efnahagsleg miðja heimsins færist til austurs og verður komin djúpt í Asíu áður en langt um líður. Öll okkar viðfangsefni litast af þessum umbrotum, allt frá umhverfismálum og viðskiptum til menntamála og alþjóðasamskipta. Valdahlutföllin í heiminum taka stakkaskiptum. Evrópa og Bandaríkin verða veigaminni en Asía eflist.
Það eru spennandi tímar breytinga fram undan. Hrein straumhvörf. Tækifærin fyrir Ísland eru ómæld.
Erum við tilbúin?

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum