Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samstaðan skilar árangri - grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu 20. ágúst 2020

Eftirfarandi grein Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, birtist í Morgunblaðinu í dag:

Frá fyrstu aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna heims­far­ald­urs­ins hafa skila­boð okk­ar verið skýr: Við mun­um beita rík­is­fjár­mál­un­um til að hjálpa fólki og fyr­ir­tækj­um í vanda og skapa skil­yrði fyr­ir vöxt efna­hags­lífs­ins á ný. Lík­lega má full­yrða að eng­inn sé ósnort­inn af af­leiðing­um far­ald­urs­ins, en af­leiðing­arn­ar væru meiri og þung­bær­ari ef ekk­ert væri aðhafst.

Hvað rík­is­fjár­mála­stefn­una varðar hef­ur hún bein og óbein áhrif, sem miserfitt er að meta. Bein áhrif fel­ast t.d. í fjár­fest­ingar­út­gjöld­um rík­is­sjóðs og óbein áhrif m.a. í greiðslum al­manna­trygg­inga og at­vinnu­leys­is­bóta, sem auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur og eft­ir­spurn heim­ila og leiða þannig til fram­leiðslu­starf­semi sem ella hefði ekki átt sér stað.

Óvissu er, eðli máls­ins sam­kvæmt, erfitt að mæla, en hún get­ur haft veru­leg áhrif á fram­vindu efna­hags­mála. Í mars og apríl var framtíðin óráðin. Ekki var hægt að úti­loka að óviss­an, gríðarleg­ur sam­drátt­ur í neyslu og tíma­bund­in stöðvun til­tek­inn­ar at­vinnu­starf­semi ylli al­var­leg­um greiðslu­vand­ræðum í hag­kerf­inu. Hjá því var kom­ist og þótt ekki verði sett ná­kvæm tala á þátt stjórn­valda, er ljóst að skýr mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að beita rík­is­fjár­mál­un­um til að milda áfallið og stuðning­ur Alþing­is við aðgerðirn­ar hafa haft áhrif á vænt­ing­ar fólks, aukið bjart­sýni og eflt fram­kvæmda­vilja. Þannig hafa ákv­arðanir stjórn­valda stuðlað að þrótt­meira efna­hags­lífi.

Aðgerðir þegar skilað 80 millj­örðum

Ætla má að halli á rík­is­sjóði á þessu ári verði hátt í 300 millj­arðar króna. Þetta er stór­felld breyt­ing á rík­is­fjár­mál­un­um, frá jafn­vægi yfir í gríðarleg­an halla, og er ein birt­ing­ar­mynda af­leiðinga heims­far­ald­urs­ins. Breytt af­koma rík­is­sjóðs í ár vegna COVID-19 skýrist með tvenn­um hætti. Ann­ars veg­ar eru að verki hinir svo­kölluðu sjálf­virku sveiflu­jafn­ar­ar, þar sem skatt­tekj­um er leyft að lækka veru­lega sam­hliða minni um­svif­um í hag­kerf­inu og út­gjöld vaxa vegna meira at­vinnu­leys­is. Þessi sjálf­virku viðbrögð skýra ríf­lega helm­ing hall­ans. Hins veg­ar skýrist halli rík­is­sjóðs af sér­tæk­um aðgerðum sem gripið var til í þeim til­gangi að verja störf og verðmæti. Helstu efna­hagsaðgerðir stjórn­valda hafa nú þegar skilað tæp­um 80 millj­örðum króna út í efna­hags­lífið, en sjálf­virkt viðbragð rík­is­fjár­mála gæti numið um 120 millj­örðum. Því fer þess vegna fjarri að þessi mikli til­kostnaður sé glatað fé.

Þjóðhags­leg­ur ávinn­ing­ur til lengri tíma

Ýmsar aðgerðir sem við höf­um gripið til eru skamm­tíma­úr­ræði til að koma í veg fyr­ir að fólk og fyr­ir­tæki gef­ist upp í þess­um tíma­bundnu erfiðleik­um og verðmæti fari í súg­inn að óþörfu. Lok­un­ar­styrk­ir, stuðningslán, aðstoð við að greiða laun á upp­sagn­ar­fresti, frest­un skatt­greiðslna og rýmri regl­ur um greiðslu­skjól eru m.a. úrræði sem falla að þessu mark­miði og eiga líka að skapa svig­rúm til að bregðast við og aðlag­ast breytt­um aðstæðum. Segja má að framtíðin sem blas­ir við sé allt önn­ur en hún var og við þurf­um að finna takt­inn í nýj­um veru­leika.

Fjár­fest­ingar­átak og stuðning­ur við ný­sköp­un miðar hvort tveggja að því að auka um­svif á sam­drátt­ar­tím­um og skapa viðspyrnu fyr­ir vöxt til framtíðar. Rann­sókn­ir á tengsl­um rík­is­fjár­mála­stefnu og hag­vaxt­ar benda til þess að stuðning­ur rík­is­fjár­mála við efna­hags­lífið hafi sér­stak­lega mik­il áhrif á meðan at­vinnu­leysi er mikið, en í lok júlí voru 17 þúsund á at­vinnu­leys­is­skrá eða 7,9% vinnu­afls­ins. Sam­tals voru 21 þúsund ein­stak­ling­ar á hluta­bót­um og at­vinnu­leys­is­skrá, eða 8,8%, en hæst fór það hlut­fall í tæp 18% í apríl. Talið er að inn­spýt­ing með halla­rekstri rík­is­sjóðs í ár geti aukið lands­fram­leiðslu um allt að 200 ma.kr. (~6-7% af lands­fram­leiðslu) á næstu miss­er­um. Efna­hags­leg áhrif hall­ans, eða með öðrum orðum, auk­inn­ar skuld­setn­ing­ar, væru aðeins brot af þeirri fjár­hæð við hefðbundn­ari efna­hagsaðstæður.

Halla­rekst­ur rík­is­sjóðs fel­ur því við þess­ar aðstæður ekki í sér þjóðhags­legt tap í sjálfu sér, þótt hann end­ur­spegli efna­hags­legt tap vegna út­breiðslu veirunn­ar. Hall­an­um er öll­um varið til að styrkja fjár­hags­lega stöðu ein­stak­linga og fyr­ir­tækja, skapa störf, koma í veg fyr­ir að verðmæti glat­ist að óþörfu og örva hag­kerfið til að gera okk­ur kleift að vaxa út úr þessu gríðarlega áfalli sem heims­far­ald­ur­inn er. Við eig­um eng­an val­kost ann­an en að sækja fram, skapa meiri verðmæti, fram­leiða, auka skil­virkni og stækka þjóðar­kök­una. Án vaxt­ar bíður ekk­ert annað en harka­leg aðlög­un sem mun kosta okk­ur mikið í lífs­kjör­um.

Þegar hag­kerfið hef­ur tekið við sér þarf að vinda ofan af stuðningi og koma rík­is­sjóði aft­ur í þá stöðu að geta tek­ist á við þreng­ing­ar. Gleym­um því ekki að við þurft­um að skapa for­send­ur fyr­ir því að geta tek­ist á við þetta áfall með þeirri stefnu sem nú er rek­in. Góður ár­ang­ur síðustu ára, mark­viss skulda­lækk­un og ábyrg stjórn rík­is­fjár­mál­anna er ein­mitt for­senda þess að við höf­um getað spyrnt kröft­ug­lega á móti efna­hags­leg­um áhrif­um far­ald­urs­ins.

Mesti vöxt­ur inn­lendr­ar neyslu frá 2007

Talið var að lands­menn myndu bregðast við óvissu­ástandi nú með aukn­um sparnaði og spáði Seðlabank­inn að einka­neysla á öðrum árs­fjórðungi myndi hrynja um allt að 20% frá sama árs­fjórðungi fyrra árs. Þeir hag­vís­ar sem liggja nú fyr­ir benda til þess að sam­drátt­ur­inn hafi verið minni en 10%. Um leið og ár­ang­ur sást af sótt­varnaaðgerðum og unnt var að slaka á þeim tók inn­an­landsvelta við sér.

Fólk hef­ur verið dug­legt að ferðast um landið í sum­ar, nýta sér ým­iss kon­ar þjón­ustu og ráðast í fram­kvæmd­ir, eins og sjá má af mik­illi fjölg­un um­sókna um end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts vegna vinnu. Korta­velta Íslend­inga á Íslandi í júní jókst um 17% milli ára, sem er mesti vöxt­ur velt­unn­ar síðan í ág­úst 2007. Vöxt­ur­inn í júlí var einnig mjög sterk­ur, eða 13%.

Neysla Íslend­inga nær ekki að vega upp fram­lag er­lendra ferðamanna, sem yfir sum­ar­mánuðina hef­ur verið um 30% af heild­ar­neysl­unni. Einka­neysla hef­ur eigi að síður orðið mun kraft­meiri en gert var ráð fyr­ir. Hún veg­ur um helm­ing í lands­fram­leiðslu og því ljóst að hagþróun á öðrum árs­fjórðungi varð mun hag­felld­ari en all­ar spár reiknuðu með í vor.

Or­sak­ir kröft­ugri um­svifa

Ætla má að ástæður kröft­ugra efna­hags­lífs og meiri neyslu en reiknað var með séu margþætt­ar. Þyngst veg­ur lík­lega ár­ang­ur í sótt­vörn­um í vor og sú staðreynd að fá smit greind­ust frá miðjum maí og fram til loka júlí. Það styður við þá ákvörðun að grípa til aðgerða á ný til að draga úr út­breiðslu COVID-19. Hag­felld­ari aðstæður á vinnu­markaði skýra einnig hluta þró­un­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að þátt­taka í ýms­um úrræðum stjórn­valda hafi hingað til reynst minni en bú­ist var við má reikna með að snögg viðbrögð fjár­mála­stefn­unn­ar og skýr vilji stjórn­valda til að styðja við hag­kerfið hafi vegið á móti óvissu um efna­hags­horf­ur og þannig stuðlað óbeint að meiri um­svif­um en ella væri raun­in.

Skýr mark­mið draga úr óvissu

Tals­verð umræða hef­ur verið und­an­farið um nauðsyn þess að meta hagræn áhrif aðgerða, bæði efna­hags­legra úrræða og sótt­varn­aráðstaf­ana. Mat af þessu tagi verður aldrei ná­kvæmn­is­vís­indi. Útkom­an verður ekki upp á gramm úr kílói. Eigi að síður er mik­il­vægt að við dýpk­um umræðuna um þessa þætti. Á und­an­förn­um mánuðum hafa safn­ast upp­lýs­ing­ar til að vinna með og við höf­um gert minn­is­blöð sem stuðst hef­ur verið við í ákv­arðana­töku en vilji okk­ar stend­ur til þess að gera dýpri grein­ing­ar og von­andi byggja þannig und­ir upp­lýst­ari, ná­kvæm­ari og enn betri ákv­arðana­töku.

Hér hef­ur verið nefnt að það hafi skipt máli fyr­ir inn­lend um­svif að ná tök­um á út­breiðslu veirunn­ar og má þar horfa til at­vinnu­starf­sem­inn­ar en einnig á áhrif til skemmri og lengri tíma á t.d. skólastarf og al­menna virkni í sam­fé­lag­inu. Hér ber einnig nefna þann sjálf­sagða grund­vall­arþátt í okk­ar sam­fé­lagi að ekki sé gengið lengra en nauðsyn kref­ur í aðgerðum sem skerða frelsi fólks til dag­legs lífs og at­hafna sem við telj­um sjálf­sagða þætti nú­tíma­sam­fé­lags.

Það er öll­um ljóst að við get­um átt fyr­ir hönd­um erfiðan vet­ur, en þá er gott að hafa í huga að við höf­um sagt að viðbrögð stjórn­valda myndu taka mið af aðstæðum hverju sinni. Ef þörf yrði á harka­legri sótt­varnaviðbrögðum með til­heyr­andi efna­hags­leg­um af­leiðing­um þyrfti sam­hliða að end­ur­skoða aðgerðir til að tryggja að við náum þeim skýru mark­miðum sem að er stefnt: Að verja fé­lags­lega og efna­hags­lega vel­sæld og stöðug­leika um leið og við setj­um líf og heilsu fólks­ins í land­inu í önd­vegi og tryggj­um aðstæður fyr­ir meiri verðmæta­sköp­un. Þessi vinna stend­ur yfir og var málið á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar í vik­unni.

Náum ár­angri með sam­stöðu

Við erum í ákveðnum skiln­ingi í stríði gegn ytri ógn. Nú þegar hafa marg­ar orr­ust­ur verið háðar og við get­um sagt að út­kom­an hafi verið vel viðun­andi miðað við aðstæður. Höf­um hug­fast að þetta stríð get­ur varað enn um sinn og við þurf­um áfram að byggja ár­ang­ur okk­ar á sam­stöðu.

Með sam­stöðunni, sterkri innri stöðu, ákvörðunum sem byggðar eru á þekk­ingu og reynslu, og með óbilandi trú á framtíð lands­ins mun okk­ur tak­ast að sigr­ast á öll­um erfiðleik­um. Ekk­ert seg­ir að við get­um ekki komið stærri, sterk­ari og öfl­ugri sem sam­fé­lag enn nokkru sinni fyrr út úr þess­ari stöðu. Þangað skul­um við stefna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum