Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Heilbrigðisráðuneytið tók formlega til starfa 1. janúar 2019 í samræmi við forsetaúrskurð nr. 118/2018 um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti. Ráðuneytið varð til þegar velferðarráðuneytinu var skipt í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti.

Verkefni heilbrigðisráðuneytisins varða sjúkratryggingar almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og forvarnir, lífvísindi og lífsiðfræði, líkt og nánar er tilgreint í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. 

Heilbrigðisráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess.

Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.

Heilbrigðisráðuneytið

Hvað gerum við?

Verkefni heilbrigðisráðuneytisins varða heilbrigðisþjónustu, lyfjamál, lífvísindi, lýðheilsu og forvarnir. 

Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess.

Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. 

Nánar
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra

Heilbrigðisráðherra

Willum Þór Þórsson

Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra frá 28. nóvember 2021.  

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013–2016 og síðan 2017. Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis febrúar og maí–júní 2017.

- Nánar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum