
Verkefni og aðgerðir
Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020-2023 eru tilgreindar 9 aðgerðir á málefnasviði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Stöðu þeirra verkefna má nálgast í mælaborði framkvæmdaáætlunarinnar. Ráðuneytið ber einnig ábyrgð á verkefnum í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Þá fylgir ráðuneytið eftir tveimur aðgerðum í aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022–2025.Jafnréttisáætlun
Í mennta- og barnamálaráðuneytinu gildir Jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins. Þar eru markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki Stjórnarráðsins þau réttindi sem kveðið er á um í jafnréttislögum og markmið um innra starf ráðuneyta. Jafnréttisfulltrúi fylgir eftir aðgerðum jafnréttisáætlunarinnar í sínu ráðuneyti og tekur þátt í sameiginlegum verkefnum hennar.
Jafnréttisráðgjafi og jafnréttisfulltrúi
Í ráðuneytinu starfar jafnréttisfulltrúi sem m.a. skilar árlegri greinargerð um stöðu og þróun kynjajafnréttis ráðuneytisins til Jafnréttisstofu sbr. 27. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020, þar sem m.a. er gert grein fyrir skipunum í nefndir og ráð. Hann fylgir einnig eftir verkefnum í ofangreindum framkvæmdaáætlunum og vinnur að öðrum verkefnum á sviði jafnréttismála í góðu samstarfi með jafnréttisráðgjafa.
Jafnréttisráðgjafi starfar samkvæmt 15. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Hlutverk jafnréttisráðgjafans er að fylgjast með því að jafnréttis kynjanna sé gætt í skóla- og uppeldisstarfi, sem og á frístundaheimilum og í íþrótta- og æskulýðsstarfi, og fylgjast með þróun jafnréttismála á þeim sviðum. Þá veitir jafnréttisráðgjafi viðkomandi aðilum ráðgjöf í jafnréttismálum, m.a. um sértækar aðgerðir til að stuðla að jafnrétti kynjanna.
Um ráðuneytið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.