Hoppa yfir valmynd

Málefni umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis

Málefni umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (31.1.2022):

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fer með mál er varða:

  1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  2. Náttúruvernd og sjálfbæra þróun, þar á meðal:
    1. Verndun lífríkis og líffræðilegrar fjölbreytni, svo sem verndun vistkerfa, búsvæða, tegunda og erfðaefnis, þ.m.t. í hafi.
    2. Verndun jarðfræðilegrar fjölbreytni, þ.m.t. jarðmyndana og landslags.
    3. Verndun náttúruminja eða sérstakra vistkerfa á hafsbotni til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið fer með framkvæmd á.
    4. Vernd tiltekinna vistkerfa og jarðminja.
    5. Friðlýst svæði og önnur verndarsvæði.
    6. Svæða sem njóta verndar samkvæmt sérlögum vegna náttúru eða landslags.
    7. Þjóðgarðinn á Þingvöllum.
    8. Vatnajökulsþjóðgarð.
    9. Úrbætur og uppbyggingu á aðstöðu til móttöku ferðamanna í þjóðgörðum, friðlýstum svæðum og öðrum verndarsvæðum.
    10. Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
    11. Náttúruverndarsjóð.
    12. Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn.
    13. Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.
  3. Menningarminjar, þar á meðal:
            a. Skil menningarverðmæta til annarra landa.
            b.  Verndarsvæði í byggð.
            c.  Minjastofnun Íslands.
  4. Rannsóknir og skráningu upplýsinga um náttúru landsins, hafsins og hafsbotnsins, þar á meðal:
    1. Umhverfisrannsóknir og umhverfisvöktun.
    2. Rannsóknir á jarðrænum auðlindum á landi og á hafsbotni öðrum en olíu og ráðgjöf um nýtingu þeirra
    3. Íslenskar orkurannsóknir.
  5. Söfnun upplýsinga um umhverfis- og auðlindamál og sjálfbærni á norðurslóðum, þ.m.t. málefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.
  6. Stjórn vatnamála.
  7. Umhverfisgæði, þar á meðal:
    1. Hljóðvist.
    2. Hollustuhættir og mengunarvarnir
    3. Varnir gegn mengun hafs og stranda.
    4. Fráveitur.
    5. Efnalög
    6. Meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.
  8. Erfðabreyttar lífverur.
  9. Umhverfisábyrgð
  10. Hringrásarhagkerfið, þar á meðal:
    1. Meðhöndlun úrgangs.
    2. Úrvinnslugjald, þ.m.t. málefni Úrvinnslusjóðs.
    3. Ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.
  11. Loftslagsmál, þar á meðal:
    1. Losun gróðurhúsalofttegunda.
    2. Viðskipti með losunarheimildir.
    3. Loftslagsráð.
    4. Loftslagssjóð.
  12. Landupplýsingar og grunnkortagerð, þ.m.t. Landmælingar Íslands.
  13. Veður og náttúruvá, þar á meðal:
    1. Veðurþjónustu.
    2. Vöktun á náttúruvá
    3. Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
    4. Rannsókn á orsökum ofanflóðs og afleiðingum þess ef manntjón hlýst af.
    5. Veðurstofu Íslands.       
  14. Veiðistjórnun og alþjóðaverslun með villt dýr og plöntur, þar á meðal:
    1. Stjórnun veiða villtra fugla og villtra spendýra, annarra en sjávarspendýra.
    2. Vernd og friðun villtra dýra og villtra fugla.
    3. Alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 
  15. Framkvæmd alþjóðasamninga um umhverfismál.
  16. Umhverfismat framkvæmda og áætlana. 
  17. Verndar- og orkunýtingaráætlun.
  18. Orkumál og auðlindanýtingu, þar á meðal:
    1. Öryggi raforkukerfisins.
    2. Raforkumarkaðurinn.
    3. Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku.
    4. Forystu um orkusparnað, nýtingu orku og orkuskipti.
    5. Visthönnun vöru sem notar orku og orkumerkingar.
    6. Hitaveitur, þ.m.t. gjaldskrár og stofnstyrki.
    7. Leyfi til nýtingar á auðlindum í jörðu og á, í eða undir hafsbotni.
    8. Leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíuleit).
    9. Vatnalög.
    10. Orkustofnun.
    11. Orkusjóð.
    12. Úrskurðarnefnd raforkumála.
  19. Umhverfisstofnun. 
  20. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum