Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

30. september 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðGuðmundur Ingi Guðbrandsson

Grein Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra - Losun frá umferð og úrgangi dregst saman

Eftirfarandi grein Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, birtist í Kjarnanum 30. september 2020.

 

Losun frá umferð og úrgangi dregst saman

Umhverfisstofnun birti nýlega bráðabirgðatölur yfir losun gróðurhúsalofttegunda á ábyrgð Íslands á árinu 2019. Tölurnar benda til þess að í fyrsta sinn síðan árið 2014 hafi losun frá vegasamgöngum dregist saman en ekki aukist. Samdrátturinn er 2% milli 2018 og 2019 og vonandi höfum við því náð toppi í losun frá vegasamgöngum árið 2018. Þetta eru auðvitað afar góð tíðindi.

Orkuskipti í samgöngum

Bráðabirgðagreining Umhverfisstofnunar og Hagstofunnar bendir til þess að um 2/3 af þessum samdrætti séu vegna færri ferðamanna árið 2019 en um 1/3 vegna breytinga hjá okkur sjálfum hérlendis. Hið síðarnefnda kann að benda til þess að við séum að byrja að sjá árangurinn af orkuskiptum í samgöngum. Hlutfall hreinorkubíla hefur farið ört vaxandi í innflutningi á undanförnum misserum sem við munum sjá árangur af á þessu ári og þeim næstu. Sem dæmi má nefna að um síðustu mánaðamót var hlutfall þeirra 7,1% af fólksbílum í umferð. Í lok ársins 2017 var hlutfallið 3%. Þarna er átt við rafmagns-, vetnis, metan- og tengiltvinnbíla, en ekki tvinnbíla. Ef skoðaðar eru skráningar á nýjum bílum þá er hlutfall hreinorkubíla 42% af nýskráningum á þessu ári. Ef tvinnbílar eru teknir með í reikninginn fer hlutfallið upp í 54%. Þetta er frábær þróun og stjórnvöld munu áfram auðvelda orkuskipti með afsláttum á innflutningssköttum á vistvænum bílum og styrkjum og skattaafsláttum til uppbyggingar hleðslustöðva.

Minni losun frá urðuðum úrgangi

Annað sem bráðabirgðaniðurstöðurnar leiða í ljós er að losun vegna urðunar hafi dregist saman um 10% milli ára. Í úrgangsmálum gildir að draga úr urðun eins og nokkur kostur er því þá dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og við nýtum auðlindir okkar betur. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er lagafrumvarp í smíðum sem mun skylda flokkun og sérstaka söfnun mismunandi úrgangsflokka. Þá verður bannað að urða lífrænan úrgangs sem samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum mun skipta langmestu máli varðandi minni losun frá úrgangi.

Þurfum árangur á öllum sviðum

Þegar við skoðum heildarbreytinguna milli áranna 2018 og 2019 í bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar nemur samdráttur í losun þó ekki meira en 0,3% á milli þessara ára. Það hefur t.d. orðið aukning í losun frá jarðvarmavirkjunum vegna breyttra skilyrða við framleiðslu og losun vegna kælimiðla jókst umtalsvert. Hið síðarnefnda á sér þó þá skýringu að árið 2012 var óvenjulega mikið flutt inn af kælimiðlum sem m.a. eru notaðir á fiskiskipum. Þar sem búnaðurinn hefur 7 ára líftíma þá kemur losun vegna þessa mikla innflutnings árið 2012 fram á árinu 2019. Strax árið 2013 var innflutningurinn minni og því útlit fyrir minni losun í þessum flokki á árinu 2020. Það er gríðarlega mikilvægt að ná árangri í öllum losunarflokkum, en það er sérlega ánægjulegt að þeir losunarflokkar sem stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á séu farnir að skila árangri. Hinir eiga samkvæmt aðgerðaáætlun okkar að skila sér betur á næstu árum.

Við megum hvergi hvika

Með Parísarsáttmálanum og samkomulagi við Evrópusambandið og Noreg höfum við skuldbundið okkur til að ná 29% samdrætti í losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030, miðað við losun ársins 2005. Bráðabirgðaniðurstöðurnar benda sem sagt til þess að við höfum nú náð 6,7 prósentustigum af þessum 29%. Við erum á réttri leið, en það er líka ljóst að við megum hvergi hvika.

Í nýrri útgáfu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum, sem kom út í lok júní sl., settum við fram aðgerðir sem líkön sýna að muni skila 35% samdrætti fram til ársins 2030, sem er meiri árangur

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum