Hoppa yfir valmynd
10.12. 2018 Utanríkisráðuneytið

WFP í Mósambík fyrst Afríkuríkja til að fá jafnréttisvottun

Inga Dóra Pétursdóttir. - mynd

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) Mósambík var fyrsta skrifstofa WFP í Afríku til að ljúka viðamiklu og heilstæðu Gender Transformative Programme! Íslandi greiddi fyrir stöðu kynjasérfræðings í eitt og hálft ár sem hélt utan um verkefnið. 

Meginhlutverk World Food Programme (WFP) er að auka fæðuöryggi og aðgengi að næringarríkum mat. WFP vinnur að heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna númer 2, sem snýr að því að útrýma hungri. Jafnréttismál hafa fengið aukið vægi innan stofnunarinnar undanfarin ár og Ísland hefur stutt dyggilega við þá þróun, þar á meðal með því að senda jafnréttissérfæðing til Mósambík skrifstofunnar til starfa í eitt og hálft ár.

Ég fékk margar spurningar frá fjölskyldu og vinum um hvað kynjasérfræðingar gerðu hjá WFP þegar ég tók þetta starf að mér í maí 2017. Viðurkenni að ég gat ekki fyllilega svarað en var þó viss um að til að mæta þörfum allra þiggjenda aðstoðar WFP þyrfti að tryggja að kynjuð sjónarmið væru höfð að leiðarljósi frá upphafi til enda; frá þarfagreiningu, þar til umsóknir um fjármagn eru skrifaðar, verkefni sett á laggirnar og til þar til verkefni eru metin. En hvernig ætti að gera það, vafðist hins vegar fyrir mér! Verkefnin voru yfirþyrmandi í upphafi, ég er fyrsti kynjasérfræðingur WFP í Mósambík og ég sá fljótt að það var af nógu að taka og spurningin var bara hvar ætti að byrja.

Þegar WFP kynnti nýtt verkefni, heildstætt Gender Transformative Programme, gripum við tækifærið og hófumst handa. Verkefnið er viðmikið og í því felst að starfsfólk kemur saman og metur hvar það stendur með tilliti til jafnréttismála á öllum sviðum, frá starfsmannaráðningum, vali á samstarfsaðilum, endurmenntun starfsmanna og allt þar á milli. Þegar sjálfmati var lokið, kom sendinefnd frá höfuðstöðvum sem fór yfir starfsseminu og fór yfir aðgerðaráætlunina sem við höfðum útbúið fyrir úrbætur.

Aðgerðaráætlunin var í sjö flokkum og innihélt 103 jafnréttisaðgerðir til að uppfylla á 12 mánuðum. Í gær lauk 4 daga úttekt teymis frá höfuðstöðvum og okkur til mikillar gleði stóðumst við matið og urðum því fyrst Afríkulanda til að fá viðurkenninguna. Hér verður farið yfir nokkrar af þeim metnaðarfullu markmiðum sem við settum okkur í byrjun árs og náðum að ljúka á 12 mánuðum.

Ábyrgð og gagnsæi (Accountability)

  • Að vinna eftir eins árs aðgerðaráætlun sem er öllum aðgengileg, með tímaramma, kostnaráætlun og hvaða starfsfólk ber ábyrgð á hverju.
  • Þekking á jafnréttismálum er kerfisbundið metin hjá öllu starfsfólki í árlegum starfsmannaviðtölum og tekin út og hvort viðkomandi starfsmaður hafi unnið markvisst í þágu jafnréttis.

Hvetjandi starfsumhverfi (Enabling Environment)

  • Eftir #MeToo voru haldnir sérstakir fundir konur, aðrir fundir með körlum og svo fundur þar allt starfsfólk kom saman. Á fundunum var skapað pláss fyrir starfsfólk til að tala um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi á hreinskilinn hátt og hvernig bæta megi vinnutaðamenningu WFP.
  • WFP lagðist í naflaskoðun eftir að kynferðisbrotamál komu upp á yfirborðið um allan heim og allir ferlar voru endurskoðir, úrbætur fyrir þolendur, refsingar fyrir gerendur og ábyrgð rannskanda og yfirmanna endurskoðuð og öllum kynnt.
  • Ítarleg aðgerðaráætlun og ferlar lagaðir til að jafna hlutfall kvenna og karla meðal starfsfólk WFP og jákvæð mismunun notuð til að laga bilið milli kvenna og karla.

Hæfni (Capacity)

  • Viðamikilli þjálfunarprógrammi var hrint af stað. Kannanir sýndu jákvætt viðhorf starfsmanna til að samþætta jafnréttismál í vinnu sína en að fyrirstæðan væri þekkingarleysi hvernig ætti gera það. Sérsniðnar þjálfanir voru haldnar um land allt fyrir starfsfólk á svæðisskrifstofum, fyrir allt starfsfók, verkefnadeildir, yfirmenn og samstarfsaðila.

Verkefnadeild (Programming)

  • Settur var upp Kvörtunar- og umbótarkerfi í verkefnum WFP til að viðtakendur aðstoðarinnar hafi beinan aðgang að starfsfólki WFP til að koma á framfæri tillögum að úrbótum eða kvörtunum. (Íslandi styrkti uppsetningu þessa kerfis).
  • Kynjasérfæðingur gerði úttektir á helstu verkefnum WFP með tillögum að úrbótum. Verkefnin voru tekin út á öllum stigum, yfir 20 rýnihópviðtöl haldin með viðtakendum aðstoðar um allt land, starfsfólki og öðrum samstarfsaðilum.
  • Gætt var að kynjasamþættingu í öllum verkefnaskjölum og umsóknum sem skrifuð á árinu.
  • Spurningalistar við úttektir og mat á verkefnum voru kynja og aldursskipt og reglulega farið yfir niðurstöður til að meta hvernig hægt væri að bæta verkefni

Upplýsingadeild (Communication)

  • Aukin meðvitun um að fjalla um bæði konur og karla sem taka þátt í verkefnum WFP og ýta ekki undir staðlaðar kynjahugmyndir. Markmisst var unnið að því að sýna konur og karla í óhefðbundnum störfum, birta ávallt fullt nafn kvenna jafnt sem karla, og segja frá verkefnum WFP sem auka jafnrétti kynjanna í samfélögum þar sem við störfum.

Samstarfsaðilar (Parntership)

  • WFP vinnur mjög náið með frjálsum félagasamtökum. Þar sem félagasamtökin eru í nánum samskiptum við fólkið sem nýtur aðstoðar WFP, skiptir miklu máli að starfsólkið hafi góða þekkingu á jafnráttismálum og samþættingu jafnréttismála í öll verkefni WFP.
  • Gerð var úttekt á núvarandi (og mögulegum) samstarfsaðilum, þar á meðal á þekkingu á jafnréttismálum og ferlum ef ábendinar um kynferðislega áreiti eða misnotkun/ofbeldi bærist. Til að vera áfram á samstarfslista WFP var nauðsynegt að svara fullnægjandi.

Árangur (Results)

  • Niðurstaða úttektarteymis WFP staðfesti landskrifstofa WFP í Mósambík hefði staðist allar kröfur og væri fyrsta land Afríku til að ljúka verkefninu og fjórða landið í heiminum. Nú hafa undirstöður verið byggðar og ferlar settir í gang, starfsfólk og samstarfsaðilar fengið grunnþjálfun og þekkingu auk þess sem jöfn kynjaskipting meðal starfsfólks verður í forgangi á næsta ári.

Nú er komið að lokum tíma míns hjá WFP í Mósambík. Þetta hefur einstaklega lærdómsríkur tími og gefandi að sjá breytingarnar og setja allt í farveg. Ísland hefur ákveðið að styrkja áfram kynjasérfræðing til WFP í Mósambík og ég hlakka til að sjá verkefnið blómstra áfram.

  • $alt
  • $alt

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

2. Ekkert hungur
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta