Hoppa yfir valmynd
24.01. 2023 Utanríkisráðuneytið

Ísland bregst við efnahagsvanda Malaví á ögurstundu

Frá undirritun samningsins í Lilongve í gær. - mynd

Í gær var í Malaví skrifað undir samninga við nýstofnaðan körfusjóð Alþjóðabankans í þágu landsins en Ísland og Bandaríkin voru fyrst framlagsríkja til að greiða í sjóðinn. Ísland leggur til 3 milljónir Bandaríkjadala fyrir tímabilið 2022-2024 en Bandaríkin 4,4 milljónir. Formleg athöfn og undirritun var í fjármálaráðuneytinu í Lilongve að viðstöddum fjármálaráðherra, utanríkisráðherra, sveitastjórnarráðherra og ráðherra jafnréttismála, ásamt sendiherra Bandaríkjanna, forstöðukonu íslenska sendiráðsins og umdæmisstjóra Alþjóðabankans í Malaví. 

Malaví gengur í gegnum erfiða efnahagskreppu með óðaverðbólgu og gjaldeyrisskorti sem kemur verst niður á þeim allra fátækustu í landinu. Eftirköst af COVID-19, hækkandi vöru- og innflutningsverð vegna innrásar Rússa í Úkraínu, nátturuhamfarir vegna loftslagsbreytinga í sambland við mikinn skuldahalla ríkisins hefur valdið fjölættum bráðavanda-.

Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðukonu íslenska sendiráðsins hafa framlagsríki í Malaví unnið þétt með stjórnvöldum undanfarna mánuði en Ísland leiddi samráðshóp framlagsríkja sem hafa gefið fyrirheit um 50 milljóna dala stuðning í sjóðinn á næstu mánuðum. „Sjóðurinn mun skapa öryggisnet fyrir fólk sem býr við sárafátækt með mánaðarlegum framlögum sem stjórnvöld veita í gegnum nýtt rafrænt stuðningskerfi en áætlað er að minnsta kostir fjórar milljónir Malava búi við alvarlegt fæðuöryggi þessa mánuðina. Framlög sjóðsins renna í gegnum Seðlabankann og ríkissjóð og skapa þannig mikilvægt gjaldeyrissvigrúm og bæta samningsstöðu stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrisstjóðinn um að opna lánalínur til landsins,“ segir Inga Dóra.

Fram kom í máli fjármálaráðherra Malaví í gær að stofnun sjóðsins marki vatnaskil í þróunarsamvinnu í Malaví. Framlög framlagsríkja í sameiginlegan sjóð skapi mikilvægan vettvang til stefnumótunar, samræmingar og samhæfingar milli framlagsríkja sem skapi hagræðingu fyrir stjórnvöld að skila stöðluðum áfanga- og fjármálaskýrslum til allra. 

Snör viðbrögð Íslands og Bandaríkjanna gerðu Alþjóðabankanum kleift að koma sjóðnum á fót á aðeins fjórum mánuðum og Alþjóðaframfarastofnun Alþjóðabankans (IDA) hefur nýlega samþykkt að veita 100 milljónir Bandaríkjadala aukaframlag í sjóðinn til þess að fjölga grænum störfum fyrir ungmenni til að efla viðnámsþrótt gegn hamfaraveðrum, gegn mánaðarlegri framfærslu. en í heild mun IDA veita 533 milljónum Bandaríkjadala í sjóðinn. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

1 Engin fátækt
2. Ekkert hungur
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum