Hoppa yfir valmynd
06.02. 2023 Utanríkisráðuneytið

Alþjóðadagur gegn limlestingum á kynfærum stúlkna

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Talið er að tvö hundruð milljónir kvenna og stúlkna hafi sætt limlestingum á kynfærum, flestar á barnsaldri. Í dag, 6. febrúar, er alþjóðlegur dagur gegn þeim verknaði - International Day of Zero Tolerance for Female Genital Mutilation (FGM). Tilgangur dagsins er að fylkja liði um útrýmingu þessa verknaðar sem er skýlaust brot á mannréttindum og aðför að heilbrigði kvenna.

„Þótt framfarir hafi orðið - stúlkur í dag eru þriðjungi ólíklegri til að gangast undir limlestingu á kynfærum en fyrir þrjátíu árum – er mikið verk óunnið. Karlar og strákar geta verið öflug rödd í ákallinu um breytingar. FGM, sem felur í sér sköddun á kynfærum kvenna án læknisfræðilegra ástæðna, getur valdið heilsufarslegum fylgikvillum, þar á meðal alvarlegum sýkingum, langvinnum verkjum, þunglyndi, ófrjósemi og dauða. Verknaðurinn er alþjóðlega viðurkenndur sem mannréttindabrot, uppruni þess er óljós, en limlestingarnar hafa verið stundað af samfélögum í gegnum aldirnar. Vissulega hefur hnignun orðið á undanförnum áratugum, en hraðinn verður að vera tíu sinnum hraðari til að ná heimsmarkmiðinu um engin atvik fyrir árið 2030,“ segir í frétt Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNFPA.

Þema dagsins er samstarf við karla og stráka til að umbreyta félagslegum og kynjaviðmiðunum til að binda enda á verknaðinn. „Nú þegar átta ár eru eftir af þessum áratug aðgerða getur samstarf við karla og drengi gegnt lykilhlutverki í að uppræta framkvæmdina, umbreyta rótgrónum félagslegum og kynjabundnum viðmiðum og gera stúlkum og konum kleift að átta sig á réttindum sínum og möguleikum hvað varðar heilsu, menntun, tekjur og jafnrétti. Með því að hvetja til þátttöku karla og drengja getur alþjóðasamfélagið flýtt fyrir brotthvarfi þessa verknaðar og lyft röddum kvenna og stúlkna.

Í fyrra gerði Ísland fjögurra ára samning við UNFPA um stuðning við samstarfsverkefni UNFPA og UNICEF um upprætingu limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna. Samstarfsverkefnið hófst árið 2008 og hefur að markmiði að uppræta FGM í sautján ríkjum þar sem FGM útbreitt, fyrir 2030. Fjórði fasi verkefnisins hófst í 2022 en þrátt fyrir umtalsverðan árangur víðsvegar blasir við að markmiðið um upprætingu FGM mun ekki nást. Þá hefur COVID 19-faraldurinn leitt til röskunar á framgangi verkefnisins en FGM, eins og kynbundið ofbeldi almennt, jókst á tímum heimsfaraldursins.

Að mati UNFPA getur samstarf við karla og drengi haft mest áhrif á heimsvísu við að binda enda á FGM fyrir árið 2030. UNFPA hvetur þá til að vera hluti af netsamtalinu, taka þátt á samfélagsmiðlum og deila með heiminum myllumerkinu: #MenEndFGM!

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum