Hoppa yfir valmynd
03.03. 2023 Utanríkisráðuneytið

Fyrrverandi nemendur GRÓ-skólanna hittast í Úganda

Frá viðburðinum í Kampala. - mynd

Um þrjátíu fyrrverandi nemendur GRÓ-skólanna fjögurra sem starfræktir eru á Íslandi komu saman í sendiráði Íslands í Kampala í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans, Sjávarútvegssólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans hittast í Úganda. Sumir nemendanna sem komu á samkomuna eru komnir á eftirlaun og voru við nám á Íslandi fyrir mörgum áratugum, en aðrir útskrifuðust á síðasta ári.

Viðburðurinn var skipulagður í tengslum við heimsókn Nínu Bjarkar Jónsdóttur forstöðumanns GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, til Úganda. Markmið heimsóknarinnar er tvíþætt, annars vegar að eiga fundi með fyrrverandi nemendum skólanna og samstarfsaðilum GRÓ, og hins vegar að eiga fundi með fulltrúum UNESCO í þessum heimshluta, en GRÓ starfar undir merkjum UNESCO.

Um 30 prósent nemenda GRÓ-skólanna hafa komið frá Austur-Afríku og allir skólarnir hafa verið mjög virkir í Úganda. Alls hafa 109 Úgandabúar sótt fimm til sex mánaða námið á Íslandi, þrír hafa lokið meistaraprófi með styrk frá GRÓ og fjórir doktorsgráðu. Ellefu stutt námskeið hafa verið haldin í Úganda.

  • Frá samráðsfundinum með UNESCO. - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna
7. Sjálfbær orka
15. Líf á landi
14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum