Hoppa yfir valmynd
12.12. 2023 Utanríkisráðuneytið

Síerra Leóne: WASH-verkefni veitir hálfri milljón íbúa aðgengi að hreinu vatni

Myndin sem fylgir fréttinni. - mynd

Vatns- og hreinlætisverkefni UNICEF í samstarfi við stjórnvöld á Íslandi og Bretlandi veitir hálfri milljón íbúa Síerra Leóne aðgang að hreinu vatni. Innlendi fréttamiðillinn Sierraloaded segir í umfjöllun um verkefnið að samstarfið sé til marks um þann góða árangur sem náðst hefur með alþjóðlegri samvinnu og einbeittum aðgerðum til sjálfbærrar þróunar, einkum á mikilvægu sviði eins og aðgengi að vatni og bættu hreinlæti.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur sérhæft sig í svokölluðum WASH verkefnum í mörgum þróunarríkjum, þar sem lögð er áhersla á þrennt: bætt aðgengi að hreinu vatni, koma upp viðunandi salernisaðstöðu og bæta almennt hreinlæti. Fréttamiðillinn segir að Síerra Leóne hafi eins mörg önnur ríki í þeim heimshluta staðið frammi fyrir áskorunum við að tryggja gott aðgengi að hreinu neysluvatni.

„Samstillt átak UNICEF og samstarfsaðila, einkum ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Bretlands, vinnur bug á þessum áskorunum og skilar áþreifanlegum ávinningi fyrir íbúa svæðisins. Þetta átak samræmist þeirri heildaráætlun að tryggja aðgengi að hreinu vatni sem eru grundvallarmannréttindi. Jákvæð áhrif á heilsu eru augljós þar sem samfélög hafa nú tryggan aðgang að hreinu vatni. Auk þess eykur aðgengi að vatni framleiðni þar sem einstaklingar, sérstaklega konur og börn sem bera oft ábyrgð á vatnssöfnun, geta nýtt tíma sinn og orku í menntun og atvinnustarfsemi.

Fréttin í Sierraloaded

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

6. Hreint vatn og hreint

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum