Hoppa yfir valmynd
02.02. 2024 Utanríkisráðuneytið

Verðlaunaafhending í samkeppni ungs fólks um mikilvægi heimsmarkmiðanna

Dómnefnd og verrðlaunahafar. Ljósmynd: FSÞ - mynd

Í vikunni var verðlaunaafhending í samkeppni ungs fólks um mikilvægi heimsmarkmiðanna fyrir mannréttindi og frið haldin í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42. Eliza Reid, forsetafrú og formaður dómnefndar veitti verðlaun fyrir framúrskarandi tillögur sem bárust í keppnina en hún hefur um nokkurra ára skeið verið verndari Félags Sameinuðu þjóðanna.

Samkeppnin var haldin í tilefni af 75 ára afmælis Félags Samaeinuðu þjóðanna í fyrra en um ræðir endurvakningu á samkeppni sem félagið stóð fyrir um árabil í blaði Æskunnar. Alls bárust tæplega 40 frábærar tillögur í keppnina af öllu landinu frá nemendum á grunn- og framhaldsskólastigi.

Dómnefndin kaus að lokum með tveimur sigur tillögum og veitti þar að auki sex auka verðlaun. Það voru þau Þröstur Flóki Klemensson, nemandi við Háteigsskóla með söguna sína um Anahi og Berglindi og Eybjört Ísól Torfadóttir, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík með smásögur sínar um heimsmarkmiðin sem báru sigur úr býtum í samkeppninni sem fjallaði um heimsmarkmiðin og mikilvægi þeirra fyrir mannréttindi og frið og í heiminum.

Þröstur Flóki og Eybjört Ísól unnu bæði flug og gistingu ásamt forráðamönnum sínum til New York með Icelandair að heimsækja fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna undir handleiðslu framkvæmdastjóra félagsins, ásamt bókagjöf frá Angústúru.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum