Hoppa yfir valmynd

Erlendir aðilar og skylda þeirra til að greiða í lífeyrissjóð hér á landi

Launþegar frá EES-svæðinu

Starfsmönnum sem koma frá ríkjum innan EES-svæðisins og starfa hér á landi fyrir íslenskan vinnuveitanda ber í öllum tilvikum að greiða iðgjald til lífeyrissjóðs sem hefur starfsleyfi fjármálaráðherra. Starfi sömu starfsmenn hér á landi fyrir erlent fyrirtæki tímabundið, að hámarki 12 mánuði, ber þeim ekki að greiða iðgjald til lífeyrissjóðs samkvæmt íslenskum lögum, enda hafi þeir E-101 vottorð frá heimalandi sínu. Fái handhafi slíks vottorðs framlengingu vottorðsins, ber honum ekki að greiða iðgjald til lífeyrissjóðs þann tíma sem framlengingin gildir.

Samkvæmt EES-samningnum er lífeyrissjóðum ekki heimilt að endurgreiða iðgjöld til ríkisborgara aðildarríkja EES-samningsins. Byggir það á gagnkvæmu samkomulagi aðildarríkja samningsins um beitingu almannatryggingarreglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkjanna, en skv. VI. viðauka við EES-samninginn fellur skyldutrygging lífeyrisréttinda undir almannatryggingakerfið.

Launþegar utan EES-svæðisins

Ríkisborgurum ríkja utan EES-svæðisins ber í öllum tilvikum að greiða að lágmarki 10% af iðgjaldsstofni til lífeyrissjóðs sem hefur starfsleyfi fjármálaráðherra. Samkvæmt 4. mgr. 19. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, hafa lífeyrissjóðir hins vegar heimild til að endurgreiða iðgjöld til erlendra ríkisborgara þegar þeir flytjast úr landi enda sé heimild til slíks í samþykktum fyrir viðkomandi sjóð og það ekki óheimilt samkvæmt milliríkjasamningi sem Ísland er aðili að. Óhemilt er að takmarka endurgreiðsluna við tiltekinn hluta iðgjaldsins nema á tryggingafræðilegum réttum forsendum.

Síðast uppfært: 28.5.2017
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum