Hoppa yfir valmynd

Skilgreiningar og hugtök

Lágmarksiðgjald: Iðgjald sem nemur a.m.k. 12% af iðgjaldsstofni og ákveðið er í sérlögum, kjara- eða ráðningarsamningi eða með öðrum sambærilegum hætti.

Lágmarkstryggingarvernd: Sú tryggingarvernd sem lífeyrissjóður veitir samkvæmt lögum eða samþykktum sínum miðað við 40 ára inngreiðslutíma iðgjalds.

Lífeyrissjóður: Félag eða stofnun sem veitir viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli til æviloka, örorku eða andláts samkvæmt nánari ákvæðum I. til III. kafla lífeyrislaganna.

Lífeyrissparnaður: Lífeyrissparnaður er í daglegu tali oft nefndur viðbótarlífeyrissparnaður eða séreignarsparnaður. Lífeyrissparnaður getur farið inn á bundinn reikning eða til kaupa á sparnaðartryggingu. Um hann gilda ákvæði II. kafla lífeyrislaganna.

Iðgjald til lágmarkstryggingarverndar: Það iðgjald sem lífeyrissjóður reiknar að þurfi til að standa undir lágmarkstryggingarvernd.

Iðgjaldsstofn: Iðgjaldsstofn er að meginstefnu til sá sami og tekjuskattsstofn samkvæmt lögum um tekju og eignarskatt, þ.e. heildarfjárhæð greiddra launa og endurgjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu.

Séreignarhluti iðgjalds til lágmarkstryggingarverndar: Sá hluti iðgjalds sem renna skal til séreignarmyndunar þegar lífeyrissjóður skilgreinir hluta lágmarks-tryggingarverndar með séreignarréttindum.

Viðbótariðgjald: Iðgjald umfram lágmarksiðgjald.

Viðbótartryggingarvernd: Sú tryggingarvernd sem er umfram þá lágmarks-tryggingarvernd sem lífeyrissjóður skilgreinir og greitt er fyrir með greiðslu iðgjalds samkvæmt sérstökum samningi við vörsluaðila lífeyrissparnaðar.

Vörsluaðilar lífeyrissparnaðar: Þeir aðilar sem heimild hafa skv. 3. mgr. 8. gr. lífeyrislaganna til að stunda starfsemi skv. II. kafla laganna og taka við iðgjaldi með samningi um viðbótartryggingarvernd. Þessir aðilar eru lífeyrissjóðir, bankar, sparisjóðir, líftryggingafélög og verðbréfafyrirtæki.

Síðast uppfært: 26.5.2017
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum